Handtekinn fyrir hryðjuverkaárás í norðurkóresku sendiráði Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2019 12:42 Ráðist var inn í norðurkóreska sendiráðið í Madríd. Getty/Pablo Blazquez Dominguez Bandarísk yfirvöld hafa handtekið fyrrum landgönguliða sjóhersins sem var hluti hóps sem á að hafa ráðist inn í norðurkóreska sendiráðið í Madríd í febrúar og stolið raftækjum. Frá þessu er greint á vef Reuters. Christopher Ahn var handtekinn á fimmtudag og færður fyrir ríkisdómstól í Los Angeles á föstudag. Auk þess réðust útsendarar bandaríska ríkisins inn í íbúð Adrian Chong, sem er forystumaður Cheolima Civil Defense hreyfingarinnar, sem berst fyrir því að koma Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu af valdastóli. Haft er eftir heimildarmanni að Adrian hafi ekki verið viðstaddur þegar farið var inn á heimili hans. Að minnsta kosti tíu manns eiga að hafa ráðist inn í sendiráðið, haldið starfsfólki föngum í marga klukkutíma sem og ráðist að einhverjum þeirra áður en þau flýðu sendiráðið, skv. spænskum yfirvöldum. Árásarmennirnir eiga þá að hafa tekið með sér tölvur og harða diska áður en þau flúðu til Bandaríkjanna þar sem þau létu alríkislögreglunni efnið í hendur. Nú hefur efninu öllu verið skilað til norðurkóreskra yfirvalda en Cheolima hópurinn, sem kallar sig einnig Free Joseon, sagði að innrásin hafi ekki verið árás heldur hafi hópnum verið boðið í sendiráðið. Árásin var gerð aðeins nokkrum dögum fyrir annan fund Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, en engar framfarir urðu á fundinum þar sem Trump reyndi að fá Norður-Kóreu til að yfirgefa kjarnorkuáætlun sína. Norðurkóresk yfirvöld hafa sagt árásina alvarlega hryðjuverkaárás og hafa nefnt orðróma um að alríkislögregla Bandaríkjanna standi á bak við árásina. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur neitað þeim ásökunum. Spænsk réttargögn greina frá því að þrír árásarmannanna hafi leitt einn starfsmanna sendiráðsins niður í kjallara þess þar sem þeir reyndu að fá hann til að flýja land sitt. Gögnin greina einnig frá því að nokkrir þeirra sem voru í hópnum hafi flúið til Bandaríkjanna, en ekki er vitað hvar þessir einstaklingar eru staðsettir að svo stöddu. Spænsk yfirvöld hafa krafist þess að þeir einstaklingar sem við koma málinu verði sendir aftur til Spánar til að koma fyrir dóm. Talsmaður dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefur neitað að tjá sig um málið. Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Yfirvöld Norður-Kóreu krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. 1. apríl 2019 10:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa handtekið fyrrum landgönguliða sjóhersins sem var hluti hóps sem á að hafa ráðist inn í norðurkóreska sendiráðið í Madríd í febrúar og stolið raftækjum. Frá þessu er greint á vef Reuters. Christopher Ahn var handtekinn á fimmtudag og færður fyrir ríkisdómstól í Los Angeles á föstudag. Auk þess réðust útsendarar bandaríska ríkisins inn í íbúð Adrian Chong, sem er forystumaður Cheolima Civil Defense hreyfingarinnar, sem berst fyrir því að koma Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu af valdastóli. Haft er eftir heimildarmanni að Adrian hafi ekki verið viðstaddur þegar farið var inn á heimili hans. Að minnsta kosti tíu manns eiga að hafa ráðist inn í sendiráðið, haldið starfsfólki föngum í marga klukkutíma sem og ráðist að einhverjum þeirra áður en þau flýðu sendiráðið, skv. spænskum yfirvöldum. Árásarmennirnir eiga þá að hafa tekið með sér tölvur og harða diska áður en þau flúðu til Bandaríkjanna þar sem þau létu alríkislögreglunni efnið í hendur. Nú hefur efninu öllu verið skilað til norðurkóreskra yfirvalda en Cheolima hópurinn, sem kallar sig einnig Free Joseon, sagði að innrásin hafi ekki verið árás heldur hafi hópnum verið boðið í sendiráðið. Árásin var gerð aðeins nokkrum dögum fyrir annan fund Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, en engar framfarir urðu á fundinum þar sem Trump reyndi að fá Norður-Kóreu til að yfirgefa kjarnorkuáætlun sína. Norðurkóresk yfirvöld hafa sagt árásina alvarlega hryðjuverkaárás og hafa nefnt orðróma um að alríkislögregla Bandaríkjanna standi á bak við árásina. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur neitað þeim ásökunum. Spænsk réttargögn greina frá því að þrír árásarmannanna hafi leitt einn starfsmanna sendiráðsins niður í kjallara þess þar sem þeir reyndu að fá hann til að flýja land sitt. Gögnin greina einnig frá því að nokkrir þeirra sem voru í hópnum hafi flúið til Bandaríkjanna, en ekki er vitað hvar þessir einstaklingar eru staðsettir að svo stöddu. Spænsk yfirvöld hafa krafist þess að þeir einstaklingar sem við koma málinu verði sendir aftur til Spánar til að koma fyrir dóm. Talsmaður dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefur neitað að tjá sig um málið.
Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Yfirvöld Norður-Kóreu krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. 1. apríl 2019 10:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38
Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47
Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39
Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Yfirvöld Norður-Kóreu krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. 1. apríl 2019 10:58