Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2019 10:55 Hatari er umdeildur í Ísrael. Mynd/Rúv Samtök breskra lögfræðinga til stuðnings Ísraelsríkis og bandarísk samtök sem berjast gegn gyðingahatri hafa skrifað Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, bréf þar sem hann er hvattur til að reka hljómsveitina Hatara, íslensku keppendurna í ár, úr keppni. Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau.Hatari hafi brotið gegn „anda og reglum Eurovision“ Samtökin, UK Lawyers for Israel (UKLFI) og hin bandarísku Simon Wiesenthal-samtök, skrifa undir bréfið en yfirlýsing vegna bréfsins var birt á vefsíðu þeirra síðarnefndu í fyrradag. Þar er greint frá því að bréfið hafi verið sent til Sand til að „koma í veg fyrir að keppnin dagana 14-18. maí í Tel Aviv verði gerð pólitísk“.Sjá einnig: Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Þá segir að UKLFI hafi hvatt til brottreksturs Hatara þar sem hljómsveitin hafi brotið gegn bæði „anda og reglum Eurovision“. Hatari hafi nánar tiltekið brotið reglu keppninnar númer 2.6, þar sem komi skýrt fram að Eurovision skuli vera ópólitísk keppni. Í bréfinu segir einnig að Hatari hafi gert það ljóst að sveitin sé andstæðingur ísraelskra stjórnvölda. Texti lagsins „Hatrið mun sigra“ feli jafnframt í sér mótmæli gegn kapítalisma og þar með taki hljómsveitin pólitíska afstöðu. Auk þess sé textinn and-evrópskur, and-menningarlegur og hatursfullur. Auk Sand hafi Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, Jean-Paul Philippot forseti sambandsins og framkvæmdastjórinn Noel Curran fengið bréfið þar sem brottreksturs Hatara er krafist.Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, ásamt Nettu, ísraelska sigurvegara keppninnar í fyrra.Vísir/GettyBendir á „árásir“ á söngvakeppnina Þá bendir Shimon Samuels, yfirmaður alþjóðatengsla hjá Simon Wiesenthal-samtökunum, á „röð árása“ á söngvakeppnina síðan Ísrael sigraði keppnina í Lissabon í fyrra. Þar er m.a. vísað í kröfu nokkurra evrópskra listamanna um sniðgöngu keppninnar í ár og ummæli tónlistarmannsins Roger Waters, sem kallaði eftir því að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva héldi keppnina í öðru landi en Ísrael, auk áðurnefndrar þátttöku Hatara.Simon Wiesenthal-samtökin voru stofnuð árið 1977 og er markmið þeirra að berjast gegn gyðingahatri, að því er segir á heimasíðu samtakanna. Samtökin eru yfirlýst hliðholl Ísraelsríki og starfa náið með fyrirtækjum og ríkisstofnunum í Bandaríkjunum til að bera út boðskap sinn. Samtökin hafa ítrekað gagnrýnt hina palestínsku BDS-hreyfingu, sem berst fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum í ljósi framgöngu þeirra gegn Palestínumönnum. Þá börðust samtökin gegn byggingu Park51, félagsmiðstöðvar fyrir múslima, í grennd við Ground Zero í New York, þar sem árásin á Tvíburaturnana var gerð árið 2001. Augljóst markmið taki bitið úr gagnrýninni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, segir í samtali við Vísi að gagnrýni samtakanna verki bitlaus. Málið sé greinilega spurning um hagsmuni.Hataramenn við kökubakstur. Matthías sést lengst til hægri á mynd.visir/vilhelm„Auðvitað er alltaf gaman að sjá þegar fólk les af svona mikilli alúð í textana manns en þegar markmiðið með rýninni er svona augljóst þá tekur það kannski bitið úr henni. Hitt er annað mál að svona viðbrögð sýna hversu miklir hagsmunir eru í húfi,“ segir Matthías.Starfshópur þvert á ráðuneyti Hataramenn hafa vakið mikla athygli í Ísrael og víðar vegna þátttöku sinnar í keppninni. Þeir hafa gagnrýnt Ísrael opinberlega, m.a. í viðtali við Stundina í febrúar, en þar sögðust þeir vilja nýta dagskrárvaldið í Eurovision til að gagnrýna stefnu ísraelskra stjórnvalda í utanríkismálum, einkum vegna framgöngu þeirra gegn Palestínumönnum. Hatarar hafa á móti verið gagnrýndir í Ísrael. Þannig kölluðu Shurat HaDin, umdeild samtök sem segjast berjast fyrir réttindum fórnarlamba hryðjuverkaárása í Ísrael, eftir því að innanríkisráðherra Ísraels komi í veg fyrir að hljómsveitin fái að koma fram í Eurovision. Í mars kom svo ísraelska innanríkisráðuneytið á fót starfshóp, þvert á ráðuneyti, sem ætlað var að skoða hvernig taka ætti fyrir mögulegt andóf gegn Ísrael í Eurovision, sérstaklega í ljósi þátttöku Hatara í keppninni. Eurovision Tengdar fréttir Búið að greina frá því hvenær Hatari fer á sviðið í Tel Aviv Nú er búið að greina frá því númer hvað Hatari fer á svið á fyrra undankvöldinu í Eurovision sem fram fer í maí í Tel Aviv. 2. apríl 2019 14:30 Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu "Ég er í rútunni og er á leiðinni aftur upp á hótel. Við vorum að skoða keppnishöllina,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, en hann er nú staddur í Tel Aviv. 12. mars 2019 11:30 Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Samtök breskra lögfræðinga til stuðnings Ísraelsríkis og bandarísk samtök sem berjast gegn gyðingahatri hafa skrifað Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, bréf þar sem hann er hvattur til að reka hljómsveitina Hatara, íslensku keppendurna í ár, úr keppni. Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau.Hatari hafi brotið gegn „anda og reglum Eurovision“ Samtökin, UK Lawyers for Israel (UKLFI) og hin bandarísku Simon Wiesenthal-samtök, skrifa undir bréfið en yfirlýsing vegna bréfsins var birt á vefsíðu þeirra síðarnefndu í fyrradag. Þar er greint frá því að bréfið hafi verið sent til Sand til að „koma í veg fyrir að keppnin dagana 14-18. maí í Tel Aviv verði gerð pólitísk“.Sjá einnig: Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Þá segir að UKLFI hafi hvatt til brottreksturs Hatara þar sem hljómsveitin hafi brotið gegn bæði „anda og reglum Eurovision“. Hatari hafi nánar tiltekið brotið reglu keppninnar númer 2.6, þar sem komi skýrt fram að Eurovision skuli vera ópólitísk keppni. Í bréfinu segir einnig að Hatari hafi gert það ljóst að sveitin sé andstæðingur ísraelskra stjórnvölda. Texti lagsins „Hatrið mun sigra“ feli jafnframt í sér mótmæli gegn kapítalisma og þar með taki hljómsveitin pólitíska afstöðu. Auk þess sé textinn and-evrópskur, and-menningarlegur og hatursfullur. Auk Sand hafi Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, Jean-Paul Philippot forseti sambandsins og framkvæmdastjórinn Noel Curran fengið bréfið þar sem brottreksturs Hatara er krafist.Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, ásamt Nettu, ísraelska sigurvegara keppninnar í fyrra.Vísir/GettyBendir á „árásir“ á söngvakeppnina Þá bendir Shimon Samuels, yfirmaður alþjóðatengsla hjá Simon Wiesenthal-samtökunum, á „röð árása“ á söngvakeppnina síðan Ísrael sigraði keppnina í Lissabon í fyrra. Þar er m.a. vísað í kröfu nokkurra evrópskra listamanna um sniðgöngu keppninnar í ár og ummæli tónlistarmannsins Roger Waters, sem kallaði eftir því að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva héldi keppnina í öðru landi en Ísrael, auk áðurnefndrar þátttöku Hatara.Simon Wiesenthal-samtökin voru stofnuð árið 1977 og er markmið þeirra að berjast gegn gyðingahatri, að því er segir á heimasíðu samtakanna. Samtökin eru yfirlýst hliðholl Ísraelsríki og starfa náið með fyrirtækjum og ríkisstofnunum í Bandaríkjunum til að bera út boðskap sinn. Samtökin hafa ítrekað gagnrýnt hina palestínsku BDS-hreyfingu, sem berst fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum í ljósi framgöngu þeirra gegn Palestínumönnum. Þá börðust samtökin gegn byggingu Park51, félagsmiðstöðvar fyrir múslima, í grennd við Ground Zero í New York, þar sem árásin á Tvíburaturnana var gerð árið 2001. Augljóst markmið taki bitið úr gagnrýninni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, segir í samtali við Vísi að gagnrýni samtakanna verki bitlaus. Málið sé greinilega spurning um hagsmuni.Hataramenn við kökubakstur. Matthías sést lengst til hægri á mynd.visir/vilhelm„Auðvitað er alltaf gaman að sjá þegar fólk les af svona mikilli alúð í textana manns en þegar markmiðið með rýninni er svona augljóst þá tekur það kannski bitið úr henni. Hitt er annað mál að svona viðbrögð sýna hversu miklir hagsmunir eru í húfi,“ segir Matthías.Starfshópur þvert á ráðuneyti Hataramenn hafa vakið mikla athygli í Ísrael og víðar vegna þátttöku sinnar í keppninni. Þeir hafa gagnrýnt Ísrael opinberlega, m.a. í viðtali við Stundina í febrúar, en þar sögðust þeir vilja nýta dagskrárvaldið í Eurovision til að gagnrýna stefnu ísraelskra stjórnvalda í utanríkismálum, einkum vegna framgöngu þeirra gegn Palestínumönnum. Hatarar hafa á móti verið gagnrýndir í Ísrael. Þannig kölluðu Shurat HaDin, umdeild samtök sem segjast berjast fyrir réttindum fórnarlamba hryðjuverkaárása í Ísrael, eftir því að innanríkisráðherra Ísraels komi í veg fyrir að hljómsveitin fái að koma fram í Eurovision. Í mars kom svo ísraelska innanríkisráðuneytið á fót starfshóp, þvert á ráðuneyti, sem ætlað var að skoða hvernig taka ætti fyrir mögulegt andóf gegn Ísrael í Eurovision, sérstaklega í ljósi þátttöku Hatara í keppninni.
Eurovision Tengdar fréttir Búið að greina frá því hvenær Hatari fer á sviðið í Tel Aviv Nú er búið að greina frá því númer hvað Hatari fer á svið á fyrra undankvöldinu í Eurovision sem fram fer í maí í Tel Aviv. 2. apríl 2019 14:30 Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu "Ég er í rútunni og er á leiðinni aftur upp á hótel. Við vorum að skoða keppnishöllina,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, en hann er nú staddur í Tel Aviv. 12. mars 2019 11:30 Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Búið að greina frá því hvenær Hatari fer á sviðið í Tel Aviv Nú er búið að greina frá því númer hvað Hatari fer á svið á fyrra undankvöldinu í Eurovision sem fram fer í maí í Tel Aviv. 2. apríl 2019 14:30
Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu "Ég er í rútunni og er á leiðinni aftur upp á hótel. Við vorum að skoða keppnishöllina,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, en hann er nú staddur í Tel Aviv. 12. mars 2019 11:30
Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44