Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2019 18:14 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. fbl/eyþór Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í dag að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára.Sjá nánar: Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Sigurborg Ósk útskýrði hugmyndina nánar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Aðgerðin sé liður í því að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum auk þess sem aðgerðin flýtti fyrir orkuskiptum í samgöngum. Hún sagði að á sama tíma og bensínstöðvum fækkaði í Evrópu væri þróunin allt önnur á Íslandi. „Við erum að tala um að það er bensínstöð fyrir hverja 2700 íbúa. Það er ansi ríflegt“.Breið samstaða um aðgerðirnar Sigurborg Ósk sagði að það hefði verið afar ánægjulegt að einhugur ríkti um aðgerðirnar í borgarráði. Flokkarnir hefðu sammælst um að flýta fækkun benínstöðva úr 2030 í 2025. Í Loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var árið 2016, voru sett fram markmið um fækkun bensínstöðva. „Unnin verði áætlun og skilgreindir hvatar sem miða að fækkun bensínstöðva. Markmiðið verði að dælum fyrir jarðefnaeldsneyti innan borgarmarkanna fækki um 50% til ársins 2030 og þær að mestu horfnar árið 2040.“Á meðan þróunin hefur verið sú að fækka bensínstöðvum í Evrópu hefur þeim fjölgað á Íslandi.Matvöruverslanir og íbúðir í stað bensínstöðva Í forgangi verður að fækka bensínstöðvum innan íbúðabyggðar eða í nálægð við þétta íbúðabyggð, innan miðborgar og blandaðrar byggðar, þar sem þær hafa veruleg áhrif á ásýnd og yfirbragð byggðar og á lóðum þar sem eru sérstök tækifæri til að þróa nýja og þéttari byggð og í nálægð við útivistarsvæði og viðkvæma náttúru. „Við nálgumst þetta út frá því hvar bensínstöðvarnar eru staðsettar það er að segja fyrst að loka þeim sem eru inni í þéttri íbúðabyggð og halda þá frekar þeim sem eru við stofnbrautirnar og þá eru þær sem eru í þéttri íbúðabyggð, þær liggja oft vel við alls konar uppbyggingarmöguleikum, þá er hægt að bæta við íbúðum eða koma með matvöruverslun eða alls konar þjónustu sem kannski vantar í hverfið. Það er hugmyndin,“ sagði Sigurborg Ósk. Viðræðurnar á byrjunarstigi Viðræður við olíufélögin eru að sögn Sigurborgar Óskar á frumstigi. Í Stefnu um orkustöðvar fyrir einkabíla kemur fram að lóðaleigusamningar um bensínstöðvar sem í dag eru útrunnir verði ekki endurnýjaðir lengur en til tveggja ára frá samþykkt í borgarráði. Aðspurð um hvenær fyrstu bensínstöðvarnar færu sagði Sigurborg Ósk að það fari eftir lóðaleigusamningum en hún gerir ráð fyrir því að það verði í það minnsta innan tveggja ára. Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Umhverfismál Tengdar fréttir Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í dag að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára.Sjá nánar: Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Sigurborg Ósk útskýrði hugmyndina nánar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Aðgerðin sé liður í því að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum auk þess sem aðgerðin flýtti fyrir orkuskiptum í samgöngum. Hún sagði að á sama tíma og bensínstöðvum fækkaði í Evrópu væri þróunin allt önnur á Íslandi. „Við erum að tala um að það er bensínstöð fyrir hverja 2700 íbúa. Það er ansi ríflegt“.Breið samstaða um aðgerðirnar Sigurborg Ósk sagði að það hefði verið afar ánægjulegt að einhugur ríkti um aðgerðirnar í borgarráði. Flokkarnir hefðu sammælst um að flýta fækkun benínstöðva úr 2030 í 2025. Í Loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var árið 2016, voru sett fram markmið um fækkun bensínstöðva. „Unnin verði áætlun og skilgreindir hvatar sem miða að fækkun bensínstöðva. Markmiðið verði að dælum fyrir jarðefnaeldsneyti innan borgarmarkanna fækki um 50% til ársins 2030 og þær að mestu horfnar árið 2040.“Á meðan þróunin hefur verið sú að fækka bensínstöðvum í Evrópu hefur þeim fjölgað á Íslandi.Matvöruverslanir og íbúðir í stað bensínstöðva Í forgangi verður að fækka bensínstöðvum innan íbúðabyggðar eða í nálægð við þétta íbúðabyggð, innan miðborgar og blandaðrar byggðar, þar sem þær hafa veruleg áhrif á ásýnd og yfirbragð byggðar og á lóðum þar sem eru sérstök tækifæri til að þróa nýja og þéttari byggð og í nálægð við útivistarsvæði og viðkvæma náttúru. „Við nálgumst þetta út frá því hvar bensínstöðvarnar eru staðsettar það er að segja fyrst að loka þeim sem eru inni í þéttri íbúðabyggð og halda þá frekar þeim sem eru við stofnbrautirnar og þá eru þær sem eru í þéttri íbúðabyggð, þær liggja oft vel við alls konar uppbyggingarmöguleikum, þá er hægt að bæta við íbúðum eða koma með matvöruverslun eða alls konar þjónustu sem kannski vantar í hverfið. Það er hugmyndin,“ sagði Sigurborg Ósk. Viðræðurnar á byrjunarstigi Viðræður við olíufélögin eru að sögn Sigurborgar Óskar á frumstigi. Í Stefnu um orkustöðvar fyrir einkabíla kemur fram að lóðaleigusamningar um bensínstöðvar sem í dag eru útrunnir verði ekki endurnýjaðir lengur en til tveggja ára frá samþykkt í borgarráði. Aðspurð um hvenær fyrstu bensínstöðvarnar færu sagði Sigurborg Ósk að það fari eftir lóðaleigusamningum en hún gerir ráð fyrir því að það verði í það minnsta innan tveggja ára.
Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Umhverfismál Tengdar fréttir Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18