Grundvallarmunur á ostunum þó að þeir kunni að virðast sá sami undir fimm vörumerkjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2019 14:46 Ostarnir sem um ræðir eru allir framleiddir hjá Mjólkursamsölunni. Fimm tegundir Gouda-osta Mjólkursamsölunnar, sem allar hafa sama fituinnihald en eru seldar undir mismunandi vörumerkjum, eru um margt ólíkar, að sögn sölustjóra fyrirtækisins. Vörumerkin voru sögð villandi fyrir neytendur á samfélagsmiðlum í vikunni. Umræddar tegundir eru Gouda, Brauðostur, Góðostur, Sveitabiti og Skólaostur. Tegundirnar eru allar 26% Gouda-ostar og hafa nær alveg sama næringargildi samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Mjólkursamsölunnar.„Niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi“ Tónlistar- og útvarpsmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, vakti athygli á málinu á Twitter-reikningi sínum. „Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi,“ skrifaði Jóhann og birti myndir af ostategundunum.Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi. pic.twitter.com/HcJ9Tfh5aN— litli joey (@JHNNKRSTFR) May 5, 2019 Áberandi bragðmunur og söguleg skýring Aðalsteinn H. Magnússon sölustjóri hjá MS segir í samtali við Vísi að þó að ostarnir séu allir 26% að fituinnihaldi og tilheyri flokki Gouda-osta sé grundvallarmunur á vörumerkjunum.Aðalsteinn H. Magnússon, sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni.Fréttablaðið/GVAEf miðað sé við Góðostinn þá sé Skólaosturinn til dæmis yngri ostur, ekki þroskaður jafnlengi og teljist mildari. Hann eigi að höfða til yngri neytenda. Þá sé Sveitabitinn talsvert frábrugðinn hinum ostunum fjórum. Hann sé töluvert mýkri og vatnsmeiri þannig að erfitt sé að skera hann í sneiðar. Líkastir innbyrðis séu Góðostur og Brauðostur en vörumerkin eigi sér sögulega skýringu. Annar osturinn hafi upphaflega verið framleiddur í einu mjólkurbúi og hinn í öðru. Þegar iðnaðurinn var svo sameinaður og Mjólkursamsalan tók yfir var ákveðið að halda vörumerkjunum. „Á meðan einhverjir vilja kaupa Góðost og aðrir Brauðost þá bara leyfum við kúnnunum að ráða,“ segir Aðalsteinn. „Það er áberandi bragðmunur og hann liggur í rauninni í þessu, að Skólaosturinn er minna þroskaður þannig að hann er mildari, Sveitabitinn er blautari og Brauðosturinn er svona líkastur Góðosti en það á þessa sögulegu skýringu.“ Neytendur Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Fimm tegundir Gouda-osta Mjólkursamsölunnar, sem allar hafa sama fituinnihald en eru seldar undir mismunandi vörumerkjum, eru um margt ólíkar, að sögn sölustjóra fyrirtækisins. Vörumerkin voru sögð villandi fyrir neytendur á samfélagsmiðlum í vikunni. Umræddar tegundir eru Gouda, Brauðostur, Góðostur, Sveitabiti og Skólaostur. Tegundirnar eru allar 26% Gouda-ostar og hafa nær alveg sama næringargildi samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Mjólkursamsölunnar.„Niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi“ Tónlistar- og útvarpsmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, vakti athygli á málinu á Twitter-reikningi sínum. „Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi,“ skrifaði Jóhann og birti myndir af ostategundunum.Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi. pic.twitter.com/HcJ9Tfh5aN— litli joey (@JHNNKRSTFR) May 5, 2019 Áberandi bragðmunur og söguleg skýring Aðalsteinn H. Magnússon sölustjóri hjá MS segir í samtali við Vísi að þó að ostarnir séu allir 26% að fituinnihaldi og tilheyri flokki Gouda-osta sé grundvallarmunur á vörumerkjunum.Aðalsteinn H. Magnússon, sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni.Fréttablaðið/GVAEf miðað sé við Góðostinn þá sé Skólaosturinn til dæmis yngri ostur, ekki þroskaður jafnlengi og teljist mildari. Hann eigi að höfða til yngri neytenda. Þá sé Sveitabitinn talsvert frábrugðinn hinum ostunum fjórum. Hann sé töluvert mýkri og vatnsmeiri þannig að erfitt sé að skera hann í sneiðar. Líkastir innbyrðis séu Góðostur og Brauðostur en vörumerkin eigi sér sögulega skýringu. Annar osturinn hafi upphaflega verið framleiddur í einu mjólkurbúi og hinn í öðru. Þegar iðnaðurinn var svo sameinaður og Mjólkursamsalan tók yfir var ákveðið að halda vörumerkjunum. „Á meðan einhverjir vilja kaupa Góðost og aðrir Brauðost þá bara leyfum við kúnnunum að ráða,“ segir Aðalsteinn. „Það er áberandi bragðmunur og hann liggur í rauninni í þessu, að Skólaosturinn er minna þroskaður þannig að hann er mildari, Sveitabitinn er blautari og Brauðosturinn er svona líkastur Góðosti en það á þessa sögulegu skýringu.“
Neytendur Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira