Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2019 12:02 Guðlaugur Þór tekur við keflinu af finnskum starfsbróður sínum. utanríkisráðuneytið Ísland fer nú með formennsku í Norðurskautsráðinu eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók við formennskukeflinu af Timo Soini, finnskum starfsbróður sínum, á fundi utanríkisráðherra ráðsins sem lauk fyrr í dag í Finnlandi. Á vef stjórnarráðsins segir að á fundinum hafi Guðlaugur Þór kynnt formennskuáætlun Íslands undir heitinu Saman til sjálfbærni á Norðurslóðum. Í áætluninni er lögð megináhersla á þrjú málefnasvið: málefni hafsins, loftslagsmál og grænar orkulausnir, og fólkið og samfélög á norðurslóðum. „Einnig verður haldið áfram vinnu við að styrkja innra starf Norðurskautsráðsins og kynna starf þess út á við. Þá verður jafnframt unnið að þeim tæplega eitt hundrað verkefnum sem vinnuhópar Norðurskautsráðsins sinna að jafnaði á sviði umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar,“ segir á vef stjórnarráðsins. Þá lagði Guðlaugur Þór áherslu á mikilvægi sjálfbærni í ræðu sinni og minnti á að sjálfbærni verður ekki náð nema það ríki jafnvægi á milli umhverfisverndar, efnahagslegrar framþróunar og uppbyggingar samfélaga. „Hlutverk Norðurskautsráðsins hefur aldrei verið brýnna en einmitt nú og athygli á málefnum norðurslóða aldrei meiri samhliða loftslagsbreytingum og sviptingum í alþjóðastjórnmálum. Það er því verðugt verkefni að taka við formennsku í Norðurskautsráðinu á þessum tímapunkti með samvinnu og sjálfbærni að leiðarljósi,“ sagði Guðlaugur Þór en nánar má lesa um málið á vef stjórnarráðsins. Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ísland fer nú með formennsku í Norðurskautsráðinu eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók við formennskukeflinu af Timo Soini, finnskum starfsbróður sínum, á fundi utanríkisráðherra ráðsins sem lauk fyrr í dag í Finnlandi. Á vef stjórnarráðsins segir að á fundinum hafi Guðlaugur Þór kynnt formennskuáætlun Íslands undir heitinu Saman til sjálfbærni á Norðurslóðum. Í áætluninni er lögð megináhersla á þrjú málefnasvið: málefni hafsins, loftslagsmál og grænar orkulausnir, og fólkið og samfélög á norðurslóðum. „Einnig verður haldið áfram vinnu við að styrkja innra starf Norðurskautsráðsins og kynna starf þess út á við. Þá verður jafnframt unnið að þeim tæplega eitt hundrað verkefnum sem vinnuhópar Norðurskautsráðsins sinna að jafnaði á sviði umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar,“ segir á vef stjórnarráðsins. Þá lagði Guðlaugur Þór áherslu á mikilvægi sjálfbærni í ræðu sinni og minnti á að sjálfbærni verður ekki náð nema það ríki jafnvægi á milli umhverfisverndar, efnahagslegrar framþróunar og uppbyggingar samfélaga. „Hlutverk Norðurskautsráðsins hefur aldrei verið brýnna en einmitt nú og athygli á málefnum norðurslóða aldrei meiri samhliða loftslagsbreytingum og sviptingum í alþjóðastjórnmálum. Það er því verðugt verkefni að taka við formennsku í Norðurskautsráðinu á þessum tímapunkti með samvinnu og sjálfbærni að leiðarljósi,“ sagði Guðlaugur Þór en nánar má lesa um málið á vef stjórnarráðsins.
Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira