Nýr danskur hægriöfgaflokkur gæti komist á þing Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2019 13:04 Paludan hefur þegar skilað inn undirskriftum til að geta boðið fram í þingkosningum sem eiga að fara fram í síðasta lagi 17. júní. Vísir/EPA Skoðanakönnun í Danmörku bendir til þess að hægriöfgaflokkur sem hatast gegn íslamstrú gæti náð inn manni á þing í kosningum sem haldnar verða á næstu vikum. Leiðtogi flokksins hefur staðið fyrir mótmælum sem leysts hafa upp í óeirðir undanfarnar vikur. Harðlínuflokkur Rasmusar Paludan fengi 2,4 prósent atkvæða í þingkosningum á þessu ári ef marka má skoðanakönnun Voxmeter sem var birt í dag. Flokkar þurfa að fá að lágmarki tvö prósent til að geta náð mönnum inn á þing. Fylgið er þó innan skekkjumarka könnunarinnar sem voru 2,7 prósent. Tvær aðrar nýlegar kannanir hafa sýnt fylgi flokksins yfir tveimur prósentum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal stefnumála Harðlínuflokksins er að banna íslam í Danmörku og vísa hundruð þúsundum múslima úr landi. Paludan er frægur fyrir að birta áróður gegn íslam á samfélagsmiðlum og ýmsar uppákomur. Hann hefur meðal annars brennt Kóraninn, trúarrit múslima, stundum vafinn inn í fleskjur. Nýlega stóð Paludan fyrir mótmælum í Kaupmannahöfn sem enduðu í óeirðum og átökum á milli stuðningsmanna hans og andstæðinga. Lögreglan handtók 23 í mótmælunum í apríl. Paludan var dæmdur í fjórtán daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynþáttaníð í garð talsmanns réttindahreyfingar blökkumanna fyrr á þessu ári. Hann hefur áfrýjað þeim dómi. Danmörk Tengdar fréttir Danskur rasisti boðar frekari mótmæli í Kaupmannahöfn Lögreglumenn lýsa áhyggjum af miklu álagi af völdum ítrekaðra mótmæla öfgaflokks. 15. apríl 2019 12:27 Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Skoðanakönnun í Danmörku bendir til þess að hægriöfgaflokkur sem hatast gegn íslamstrú gæti náð inn manni á þing í kosningum sem haldnar verða á næstu vikum. Leiðtogi flokksins hefur staðið fyrir mótmælum sem leysts hafa upp í óeirðir undanfarnar vikur. Harðlínuflokkur Rasmusar Paludan fengi 2,4 prósent atkvæða í þingkosningum á þessu ári ef marka má skoðanakönnun Voxmeter sem var birt í dag. Flokkar þurfa að fá að lágmarki tvö prósent til að geta náð mönnum inn á þing. Fylgið er þó innan skekkjumarka könnunarinnar sem voru 2,7 prósent. Tvær aðrar nýlegar kannanir hafa sýnt fylgi flokksins yfir tveimur prósentum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal stefnumála Harðlínuflokksins er að banna íslam í Danmörku og vísa hundruð þúsundum múslima úr landi. Paludan er frægur fyrir að birta áróður gegn íslam á samfélagsmiðlum og ýmsar uppákomur. Hann hefur meðal annars brennt Kóraninn, trúarrit múslima, stundum vafinn inn í fleskjur. Nýlega stóð Paludan fyrir mótmælum í Kaupmannahöfn sem enduðu í óeirðum og átökum á milli stuðningsmanna hans og andstæðinga. Lögreglan handtók 23 í mótmælunum í apríl. Paludan var dæmdur í fjórtán daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynþáttaníð í garð talsmanns réttindahreyfingar blökkumanna fyrr á þessu ári. Hann hefur áfrýjað þeim dómi.
Danmörk Tengdar fréttir Danskur rasisti boðar frekari mótmæli í Kaupmannahöfn Lögreglumenn lýsa áhyggjum af miklu álagi af völdum ítrekaðra mótmæla öfgaflokks. 15. apríl 2019 12:27 Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Danskur rasisti boðar frekari mótmæli í Kaupmannahöfn Lögreglumenn lýsa áhyggjum af miklu álagi af völdum ítrekaðra mótmæla öfgaflokks. 15. apríl 2019 12:27
Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54