Leonard hefur verið frábær í úrslitakeppninni og leikurinn í kvöld var sá sjötti þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Af 39 stigum hans í kvöld komu 22 í seinni hálfleik.
@kawhileonard drops 22 of his 39 PTS in the 2nd half, sparking the @Raptors Game 4 road W! #WeTheNorth#NBAPlayoffs
Game 5: Tuesday (5/7), 8pm/et, TNT pic.twitter.com/s5NxLT3ERf
— NBA (@NBA) May 5, 2019
Leonard setti niður gríðarlega mikilvægan þrist og kom Toronto í 90-94 þegar mínúta var eftir. Það bil náði Philadelphia ekki að brúa og Toronto fagnaði fimm stiga sigri, 96-101.
Clutch from Kawhi (39 PTS) to extend the @Raptors lead! #NBAPlayoffs#WeTheNorth 96#PhilaUnite 90
38.5 left on #NBAonABCpic.twitter.com/pnV5nnXPiT
— NBA (@NBA) May 5, 2019
Leonard hitti úr 13 af 20 skotum sínum utan af velli og nýtti átta af tólf vítaskotum sínum. Marc Gasol var næststigahæstur í liði Toronto með 16 stig og Kyle Lowry skoraði 14 stig og gaf sjö stoðsendingar.
Jimmy Butler skoraði 29 stig og tók ellefu fráköst í liði Philadelphia. JJ Redick skoraði 19 stig. Joel Embiid og Ben Simmons skoruðu aðeins samtals 21 stig.