Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. maí 2019 12:00 Caster Semenya vísir/getty Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. Mótið í Doha var það síðasta sem Semenya má taka þátt í á vegum alþjóðafrjálsíþróttasambandsins IAAF áður en nýjar reglur sem takmarka testósterónmagn í blóði kvenhlaupara taka gildi. Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya mótmælti reglunni fyrir dómi en í vikunni úrskurðaði íþróttadómstóllinn að reglan fengi að standa. „Aðgerðir segja meira en orð,“ sagði Semenya við BBC að loknu hlaupinu. „Þegar þú ert sigurvegari þá skilar þú þínu.“ „En nú er þetta í höndum Guðs. Guð ákvað líf mitt og hann mun enda líf mitt. Guð ákvað feril minn og guð mun enda feril minn. Enginn maður, eða önnur manneskja, getur komið í veg fyrir að ég hlaupi.“ „Hvernig á ég að hætta þegar ég er 28 ára? Mér finnst ég enn ung og full af orku, ég á tíu ár inni í frjálsum íþróttum.“ „Ég veit ekki hvernig ég geri það, en ég mun vera hér áfram. Ég fer ekki neitt.“ Þegar blaðamenn spurðu Semenya hvort hún ætlaði að taka lyfin sem hleypa henni í 800 metra hlaupið var svarið einfalt: „Nei.“ Semenya er Ólympíumeistari, heimsmeistari og Samveldisleikameistari í 800 metra hlaupi kvenna. Hún þarf þó að breyta um vegalengd ef hún ætlar ekki að taka inn lyf, því regla IAAF á bara við um hlaup í vegalengdum frá 400 metrum til einnar mílu. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Semenya tapaði og testosterónregla IAAF stendur Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsrmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. 1. maí 2019 11:23 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. Mótið í Doha var það síðasta sem Semenya má taka þátt í á vegum alþjóðafrjálsíþróttasambandsins IAAF áður en nýjar reglur sem takmarka testósterónmagn í blóði kvenhlaupara taka gildi. Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya mótmælti reglunni fyrir dómi en í vikunni úrskurðaði íþróttadómstóllinn að reglan fengi að standa. „Aðgerðir segja meira en orð,“ sagði Semenya við BBC að loknu hlaupinu. „Þegar þú ert sigurvegari þá skilar þú þínu.“ „En nú er þetta í höndum Guðs. Guð ákvað líf mitt og hann mun enda líf mitt. Guð ákvað feril minn og guð mun enda feril minn. Enginn maður, eða önnur manneskja, getur komið í veg fyrir að ég hlaupi.“ „Hvernig á ég að hætta þegar ég er 28 ára? Mér finnst ég enn ung og full af orku, ég á tíu ár inni í frjálsum íþróttum.“ „Ég veit ekki hvernig ég geri það, en ég mun vera hér áfram. Ég fer ekki neitt.“ Þegar blaðamenn spurðu Semenya hvort hún ætlaði að taka lyfin sem hleypa henni í 800 metra hlaupið var svarið einfalt: „Nei.“ Semenya er Ólympíumeistari, heimsmeistari og Samveldisleikameistari í 800 metra hlaupi kvenna. Hún þarf þó að breyta um vegalengd ef hún ætlar ekki að taka inn lyf, því regla IAAF á bara við um hlaup í vegalengdum frá 400 metrum til einnar mílu.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Semenya tapaði og testosterónregla IAAF stendur Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsrmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. 1. maí 2019 11:23 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Semenya tapaði og testosterónregla IAAF stendur Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsrmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. 1. maí 2019 11:23
Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00