Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. maí 2019 18:30 Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. Sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi og telst framkoma mannsins gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Embætti landlæknis hefur verið tilkynnt um málið. Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. Forstjóri og mannauðsstjóri heilbrigðisstofnunarinnar fengu strax óháða sálfræðinga til að framkvæma athugun á málinu. Niðurstaðan liggur nú fyrir og hefur fréttastofa hana undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar, Herdísar Gunnarsdóttur, til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða athugunarinnar að brotið hafi verið á konunum fjórum sem lögðu fram kvörtunina. Brotin feli í sér bæði kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum brotin hafi verið mjög gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt tilgreint að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Maðurinn sem um ræðir hætti formlega störfum þann 1. apríl eftir að skipunartíma hans lauk. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór hann hins vegar í leyfi í febrúar á meðan málið var til rannsóknar. Í samtali við fréttastofu segir ein af meintum þolendum að konurnar ætli að kæra málið til lögreglu. Hún segir manninn hafa brotið á fleiri konum í starfi. Brotin séu mörg og sum mjög gróf. Hann hafi til dæmis fengið kvenkyns undirmenn sína á skrifstofuna til sín og sýnt kynferðislega tilburði. Hann hafi einnig nýtt sér stöðu sína þegar konur sem voru lausráðnar sóttu um fastráðningu og dæmi séu um að hann hafi hafnað konum um vinnu sem ekki hafi viljað stunda kynlíf með honum. Þá hafi hann sent gróf kynferðisleg skilaboð í gegnum samfélagsmiðla og sms. Konan segist vera mjög ánægð með viðbrögð heilbrigðisstofnunarinnar í málinu sem hafi verið til fyrirmyndar. Stofnunin hafi fylgt málinu vel eftir og konunum boðin sálræn þjónstuna. Í bréfinu segir að málið falli undir eftirlitshlutverk embættis landlæknis gagnvart heilbrigðisstarfsmönnum og hefur embættinu verið tilkynnt um málið. Fréttastofa hefur ekki náð tali af manninum í dag. Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. Sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi og telst framkoma mannsins gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Embætti landlæknis hefur verið tilkynnt um málið. Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. Forstjóri og mannauðsstjóri heilbrigðisstofnunarinnar fengu strax óháða sálfræðinga til að framkvæma athugun á málinu. Niðurstaðan liggur nú fyrir og hefur fréttastofa hana undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar, Herdísar Gunnarsdóttur, til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða athugunarinnar að brotið hafi verið á konunum fjórum sem lögðu fram kvörtunina. Brotin feli í sér bæði kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum brotin hafi verið mjög gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt tilgreint að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Maðurinn sem um ræðir hætti formlega störfum þann 1. apríl eftir að skipunartíma hans lauk. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór hann hins vegar í leyfi í febrúar á meðan málið var til rannsóknar. Í samtali við fréttastofu segir ein af meintum þolendum að konurnar ætli að kæra málið til lögreglu. Hún segir manninn hafa brotið á fleiri konum í starfi. Brotin séu mörg og sum mjög gróf. Hann hafi til dæmis fengið kvenkyns undirmenn sína á skrifstofuna til sín og sýnt kynferðislega tilburði. Hann hafi einnig nýtt sér stöðu sína þegar konur sem voru lausráðnar sóttu um fastráðningu og dæmi séu um að hann hafi hafnað konum um vinnu sem ekki hafi viljað stunda kynlíf með honum. Þá hafi hann sent gróf kynferðisleg skilaboð í gegnum samfélagsmiðla og sms. Konan segist vera mjög ánægð með viðbrögð heilbrigðisstofnunarinnar í málinu sem hafi verið til fyrirmyndar. Stofnunin hafi fylgt málinu vel eftir og konunum boðin sálræn þjónstuna. Í bréfinu segir að málið falli undir eftirlitshlutverk embættis landlæknis gagnvart heilbrigðisstarfsmönnum og hefur embættinu verið tilkynnt um málið. Fréttastofa hefur ekki náð tali af manninum í dag.
Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira