Þúsundir vita ekki að þær séu arfberar ættgengs brjóstakrabbameinsgens Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. maí 2019 21:00 Ung kona sem missti móður sína úr brjóstakrabbameini af völdum Brakkagens ákvað að láta fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með genið. Hún var tuttugu og fimm ára þegar hún fór í aðgerðina og hafði þá beðið í fimm ár. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á slíkum aðgerðum að sögn brjóstaskurðlæknis. Tæplega eitt prósent Íslendinga bera hið svokallaða brakkagen en um 86 % líkur eru á að konur sem bera það fái krabbamein og þá eru karlar sem bera það einnig líklegri til að fá krabbamein einkum blöðruhálskrabbamein. Ef faðir eða móðir eru með genið eru um helmings líkur á að það erfist. Anna Kristrún Einarsdóttir er úr fjölskyldu þar sem genið hefur erfst milli ættliða en langamma hennar og afi létust úr brjóstakrabbameini, móðursystir hennar og móðir. Þá eru um ellefu í fjölskyldu hennar með staðfestingu á að þau séu með genið. Anna Kristrún Einarsdóttir lét fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með brakkagen. Hún á tvö börn og vildi með aðgerðinni vera viss um að geta verið sem lengst með þeim.Vísir/Baldur Hrafnkell JónssonAnna lofaði móður sinni á dánabeði að láta athuga hvort hún væri með genið og fékk að vita að hún væri með það fyrir sjö árum þegar hún var aðeins 19 ára gömul og var þá yngsta konan sem hafði fengið slíka vitneskju. „Ég valdi að fara í fyrirbyggjandi aðgerð og fór þegar ég var 25 ára í brjóstnám og var þá búin að eignast tvö börn. Fyrir mér var þetta mín leið til að tryggja að ég gæti verið hjá þeim sem lengst svo þyrftu ekki að ganga í gegnum það sama og ég missa jafnvel mömmu sína ung. Núna eru 11 ár síðan mamma lést og hún hefur misst af svo miklu, hún sá mig ekki útskrifast úr menntaskóla eða háskóla, hún sá ekki tengdason sinn og ekki barnabörnin sín þannig að ég ákvað að eignast börnin mín ung svo að ég gæti verið með þeim sem lengst og þau gætu haft mig sem lengst því ég vil ekki missa af neinu,“ segir Anna. Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir Klíníkinni Ármúla segir mikilvægt að taka sér langan tíma í að íhuga slíka aðgerð en konur með genið greinist sjaldan með brjóstakrabbamein fyrir þrítugt. Gríðarleg fjölgun hafi orðið á brjóstnámi hjá þeim konum sem hafi genið frá árinu 2015. „Fyrir 2015 vorum við kannski að gera svona tvær aðgerðir á ári en síðustu rúm tvö ár höfum við gert 30 aðgerðir og líklega hafa jafn margar aðgerðir verið gerðar á Landspítalanum á sama tíma,“ segir Kristján. Þetta kom fram á ráðstefnu Brakkasamtakanna í dag. Þar kom jafnframt fram að ennþá eru nokkur þúsund manns sem vita ekki að þeir eru arfberar brakkagensins en hægt er að nálgast þær upplýsingar á heimasíðunni arfgerd.is. Heilbrigðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Ung kona sem missti móður sína úr brjóstakrabbameini af völdum Brakkagens ákvað að láta fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með genið. Hún var tuttugu og fimm ára þegar hún fór í aðgerðina og hafði þá beðið í fimm ár. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á slíkum aðgerðum að sögn brjóstaskurðlæknis. Tæplega eitt prósent Íslendinga bera hið svokallaða brakkagen en um 86 % líkur eru á að konur sem bera það fái krabbamein og þá eru karlar sem bera það einnig líklegri til að fá krabbamein einkum blöðruhálskrabbamein. Ef faðir eða móðir eru með genið eru um helmings líkur á að það erfist. Anna Kristrún Einarsdóttir er úr fjölskyldu þar sem genið hefur erfst milli ættliða en langamma hennar og afi létust úr brjóstakrabbameini, móðursystir hennar og móðir. Þá eru um ellefu í fjölskyldu hennar með staðfestingu á að þau séu með genið. Anna Kristrún Einarsdóttir lét fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með brakkagen. Hún á tvö börn og vildi með aðgerðinni vera viss um að geta verið sem lengst með þeim.Vísir/Baldur Hrafnkell JónssonAnna lofaði móður sinni á dánabeði að láta athuga hvort hún væri með genið og fékk að vita að hún væri með það fyrir sjö árum þegar hún var aðeins 19 ára gömul og var þá yngsta konan sem hafði fengið slíka vitneskju. „Ég valdi að fara í fyrirbyggjandi aðgerð og fór þegar ég var 25 ára í brjóstnám og var þá búin að eignast tvö börn. Fyrir mér var þetta mín leið til að tryggja að ég gæti verið hjá þeim sem lengst svo þyrftu ekki að ganga í gegnum það sama og ég missa jafnvel mömmu sína ung. Núna eru 11 ár síðan mamma lést og hún hefur misst af svo miklu, hún sá mig ekki útskrifast úr menntaskóla eða háskóla, hún sá ekki tengdason sinn og ekki barnabörnin sín þannig að ég ákvað að eignast börnin mín ung svo að ég gæti verið með þeim sem lengst og þau gætu haft mig sem lengst því ég vil ekki missa af neinu,“ segir Anna. Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir Klíníkinni Ármúla segir mikilvægt að taka sér langan tíma í að íhuga slíka aðgerð en konur með genið greinist sjaldan með brjóstakrabbamein fyrir þrítugt. Gríðarleg fjölgun hafi orðið á brjóstnámi hjá þeim konum sem hafi genið frá árinu 2015. „Fyrir 2015 vorum við kannski að gera svona tvær aðgerðir á ári en síðustu rúm tvö ár höfum við gert 30 aðgerðir og líklega hafa jafn margar aðgerðir verið gerðar á Landspítalanum á sama tíma,“ segir Kristján. Þetta kom fram á ráðstefnu Brakkasamtakanna í dag. Þar kom jafnframt fram að ennþá eru nokkur þúsund manns sem vita ekki að þeir eru arfberar brakkagensins en hægt er að nálgast þær upplýsingar á heimasíðunni arfgerd.is.
Heilbrigðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira