Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee tryggði sér í dag þátttökurétt á HM í Suður-Kóru þegar hann synti undir HM-lágmarkinu í 100 metra bringusundi.
Anton synti á móti í Indianafylki í Bandaríkjunum í dag og varð hann þar fimmti í undanúrslitunum á tímanum 1:01,46. Sá tími tryggði hann inn í úrslit mótsins sem og inn á HM í Suður-Kóreu. Mbl.is greindi fyrst frá.
Anton, sem syndir nær eingöngu bringusund, keppir einnig í 50 og 200 metra bringusundi á mótinu.
HM fer fram í lok júní en Anton verður meðal keppenda á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í lok maímánaðar.
Fyrir höfðu Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Kristinn Þárarinsson náð HM lágmörkum og munu keppa fyrir Íslands hönd.
Anton Sveinn tryggði farmiðann á HM
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn



Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn
