Ekki bara listamaður heldur tvíkynhneigð manneskja sem stendur fyrir margt Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 11:00 Duncan Laurence dvelur á sama hóteli og íslenski hópurinn. Getty/Guy Prives Hollendingurinn Duncan Laurence hefur unnið hug og hjörtu á Eurovision í Tel Aviv og fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann standi uppi sem sigurvegari í keppninni. Lag hans Arcade nýtur mikilla vinsælda og er í sérflokki hjá veðbönkum með 44% sigurlíkur á meðan næstu þjóðir rétt slefa í tveggja stafa prósentu tölu. Duncan var spurður að því á blaðamannafundi eftir seinni undanúrslitariðilinn í gær hvernig tilfinning það væri að vera spáð sigri. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Ég segi þetta aftur og aftur en það er mikill heiður þegar fólk vill sjá þig vinna. Það eru bestu mögulegu viðbrögð þegar þú ert í Eurovision,“ sagði Laurence.Bætti hann við að hann hefði verið mjög stressaður fyrir kvöldinu en þakkaði teymi sínu kærlega fyrir alla aðstoðina. Segja má að stjarna Laurence sé að skína í fyrsta skipti. Hann hefur keppt í The Voice og samið smella sem náði vinsældum í Suður-Kóreu en hvað Holland og heimalandið varðar er Laurence fyrst að verða frægur. „Áður en þetta byrjaði allt saman var ég lagahöfundur sem samdi lög í svefnherberginu. Nú get ég sýnt mig sem listamann en einnig manneskju. Ég er meira en listamaður. Ég er manneskja, ég er tvíkynhneigður, ég er tónlistarmaður og ég stend fyrir hluti. Ég er stoltur af því að fá tækifæri til að sýna hver og hvað ég er.“ Laurence á kærasta en hann greindi frá tvíkynhneigð sinni fyrir tveimur árum. „Það var besta ákvörðun mín í lífinu. Ekki af því ég vildi geta leikið mér bæði með stelpum og strákum, ekki af því ég get ekki valið á milli heldur algörlega öfugt. Val mitt er skýrt. Ég verð ástfanginn af manneskju. Mikið er ég ánægður að hafa fundið þá manneskju fyrir tveimur mánuðum,“ sagði Duncan í viðtali í janúar. Eurovision Holland Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Hollendingurinn Duncan Laurence hefur unnið hug og hjörtu á Eurovision í Tel Aviv og fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann standi uppi sem sigurvegari í keppninni. Lag hans Arcade nýtur mikilla vinsælda og er í sérflokki hjá veðbönkum með 44% sigurlíkur á meðan næstu þjóðir rétt slefa í tveggja stafa prósentu tölu. Duncan var spurður að því á blaðamannafundi eftir seinni undanúrslitariðilinn í gær hvernig tilfinning það væri að vera spáð sigri. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Ég segi þetta aftur og aftur en það er mikill heiður þegar fólk vill sjá þig vinna. Það eru bestu mögulegu viðbrögð þegar þú ert í Eurovision,“ sagði Laurence.Bætti hann við að hann hefði verið mjög stressaður fyrir kvöldinu en þakkaði teymi sínu kærlega fyrir alla aðstoðina. Segja má að stjarna Laurence sé að skína í fyrsta skipti. Hann hefur keppt í The Voice og samið smella sem náði vinsældum í Suður-Kóreu en hvað Holland og heimalandið varðar er Laurence fyrst að verða frægur. „Áður en þetta byrjaði allt saman var ég lagahöfundur sem samdi lög í svefnherberginu. Nú get ég sýnt mig sem listamann en einnig manneskju. Ég er meira en listamaður. Ég er manneskja, ég er tvíkynhneigður, ég er tónlistarmaður og ég stend fyrir hluti. Ég er stoltur af því að fá tækifæri til að sýna hver og hvað ég er.“ Laurence á kærasta en hann greindi frá tvíkynhneigð sinni fyrir tveimur árum. „Það var besta ákvörðun mín í lífinu. Ekki af því ég vildi geta leikið mér bæði með stelpum og strákum, ekki af því ég get ekki valið á milli heldur algörlega öfugt. Val mitt er skýrt. Ég verð ástfanginn af manneskju. Mikið er ég ánægður að hafa fundið þá manneskju fyrir tveimur mánuðum,“ sagði Duncan í viðtali í janúar.
Eurovision Holland Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira