Matvælastofnun minnir á bann við dýraáti dýra vegna smithættu Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. maí 2019 08:15 Svín. fréttablaðið/GVA Borgarfjarðarhreppur hefur ákveðið að fá svín til sín til að farga lífrænum úrgangi sem til fellur í bænum og éta heimilissorp í stað þess að aka því rúma 60 kílómetra til förgunar á Fljótsdalshéraði. Matvælastofnun hefur hins vegar sett strik í reikninginn hvað þetta varðar og segir bannað að gefa svínum dýraafurðir og eldhúsúrgang. Helgi Hlynur Ásgrímsson er einn forvígismanna þess að fá svín til að éta heimilissorp og telur það ágæta lausn þegar kemur að loftslagsmálum í stað þess að aka sorpi með tilheyrandi mengun. „Því höfum við horft til þess að fá svín til að éta frá okkur lífrænan úrgang og nýta þannig matarafganga betur,“ segir Helgi Hlynur en Fréttablaðið náði tali af honum í miðjum sauðburði. Matvælastofnun hefur hins vegar skorist í leikinn og bendir á að fóðrun dýra með dýraafurðum eða eldhúsúrgangi geti haft alvarlegar afleiðingar og segir þetta eina helstu smitleið margra alvarlegra smitsjúkdóma í dýr. „Samkvæmt fóðurlögum og reglugerð um aukaafurðir dýra er bannað að fóðra búfé, að loðdýrum undanskildum, með kjöti og öðrum dýraafurðum öðrum en mjólk og eggjum í ákveðnum tilfellum. Reglurnar banna jafnframt notkun hvers kyns eldhúsúrgangs, bæði frá heimilum og veitingastöðum, sem fóðurs fyrir dýr,“ segir Matvælastofnun. Helgi Hlynur segir reglurnar vera til trafala. „Auðvitað er þetta eitthvert reglugerðafargan. Við munum reyna að eiga samtal við Matvælastofnun í sumar til að geta hafist handa við þetta verkefni næsta haust,“ segir Helgi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
Borgarfjarðarhreppur hefur ákveðið að fá svín til sín til að farga lífrænum úrgangi sem til fellur í bænum og éta heimilissorp í stað þess að aka því rúma 60 kílómetra til förgunar á Fljótsdalshéraði. Matvælastofnun hefur hins vegar sett strik í reikninginn hvað þetta varðar og segir bannað að gefa svínum dýraafurðir og eldhúsúrgang. Helgi Hlynur Ásgrímsson er einn forvígismanna þess að fá svín til að éta heimilissorp og telur það ágæta lausn þegar kemur að loftslagsmálum í stað þess að aka sorpi með tilheyrandi mengun. „Því höfum við horft til þess að fá svín til að éta frá okkur lífrænan úrgang og nýta þannig matarafganga betur,“ segir Helgi Hlynur en Fréttablaðið náði tali af honum í miðjum sauðburði. Matvælastofnun hefur hins vegar skorist í leikinn og bendir á að fóðrun dýra með dýraafurðum eða eldhúsúrgangi geti haft alvarlegar afleiðingar og segir þetta eina helstu smitleið margra alvarlegra smitsjúkdóma í dýr. „Samkvæmt fóðurlögum og reglugerð um aukaafurðir dýra er bannað að fóðra búfé, að loðdýrum undanskildum, með kjöti og öðrum dýraafurðum öðrum en mjólk og eggjum í ákveðnum tilfellum. Reglurnar banna jafnframt notkun hvers kyns eldhúsúrgangs, bæði frá heimilum og veitingastöðum, sem fóðurs fyrir dýr,“ segir Matvælastofnun. Helgi Hlynur segir reglurnar vera til trafala. „Auðvitað er þetta eitthvert reglugerðafargan. Við munum reyna að eiga samtal við Matvælastofnun í sumar til að geta hafist handa við þetta verkefni næsta haust,“ segir Helgi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira