Á móti sól og GRL PWR á Þjóðhátíð Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 17. maí 2019 07:15 Lukku Láki, SpriteZeroKlan, Jói og Króli bregða á leik, en þeir bera merki samtakanna Bleiki fíllinn, sem vinnur forvarnarstarf gegn kynferðisafbrotum á hátíðinni. Mynd/Ketchup Creative Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram dagana 2.-4. ágúst í sumar, en hátíðin hefur verið haldin með hléum frá árinu 1874. Nú er búið að auglýsa að margir af vinsælustu listamönnum landsins koma fram á hátíðinni í ár. Má þar meðal annars nefna GDRN, ClubDub, Hugin og Herra Hnetusmjör, en þau fjögur munu einnig koma fram á Húkkaraballinu á fimmtudeginum. Í dag verða kynnt fimm atriði til viðbótar, en það eru Á móti sól, stúlknahljómsveitin GRL PWR, rappararnir JóiXKróli, Lukku Láki og SpriteZeroKlan. „Við erum með einvalalið tónlistarfólks að spila í ár. Það er líka skemmtilegt að Á móti sól spilar nú í tíunda skiptið á Þjóðhátíð,“ segir Jón Gunnar Geirdal, en hann er kynningarfulltrúi hátíðarinnar sjöunda árið í röð. Hann segir söluna fara vel af stað og það fari að styttast í að vinsælustu Herjólfsferðirnar verði uppseldar. Salka Sól, söng- og leikkona, kemur fram á hátíðinni með hljómsveitinni GRL PWR. Um stofnun sveitarinnar segir Salka að þær hafi upphaflega ætlað að koma fram í einungis eitt skipti, á tónleikum á Húrra þar sem þær sungu Spice Girls lög. Salka segir kvöldið hafa gengið vonum framar og því hafi þær ákveðið að halda áfram, en í dag tekur sveitin lög eftir fleiri söngdívur inn á milli Spice Girls slagaranna. „Það er alltaf nóg að gera fyrir tónlistarfólk yfir þessa helgi. Maður er yfirleitt á flakki um landið að spila eins mikið og maður getur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem fram á hátíðinni, en ég er mjög ánægð með að vera að spila á sunnudeginum. Ég spilaði einmitt á sunnudeginum í fyrra sem var alveg mögnuð upplifun,“ segir Salka. Sveitina skipa nokkrar af fremstu söngkonum landsins, þær Elísabet Ormslev, Þuríður Blær, Karó, Stefanía Svavars og svo Salka. Lukku Láki er tiltölulega nýkominn á sjónarsviðið en hann gaf út sína fyrstu plötu fyrir tveimur vikum sem hefur fengið einstaklega góðar viðtökur. „Ég bjóst ekki við að fólk myndi taka svona vel í plötuna, enda er þetta mín fyrsta útgáfa. En ég er með rosalega gott bakland með mér í þessu,“ segir Lukku Láki og bætir við: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að fá að spila fyrir svona mikinn fjölda og það með mínum bestu vinum. Gaman að bæta við að ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð og spila svo þar í minni fyrstu ferð.“ Miða á hátíðina er hægt að nálgast á síðunni dalurinn.is. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram dagana 2.-4. ágúst í sumar, en hátíðin hefur verið haldin með hléum frá árinu 1874. Nú er búið að auglýsa að margir af vinsælustu listamönnum landsins koma fram á hátíðinni í ár. Má þar meðal annars nefna GDRN, ClubDub, Hugin og Herra Hnetusmjör, en þau fjögur munu einnig koma fram á Húkkaraballinu á fimmtudeginum. Í dag verða kynnt fimm atriði til viðbótar, en það eru Á móti sól, stúlknahljómsveitin GRL PWR, rappararnir JóiXKróli, Lukku Láki og SpriteZeroKlan. „Við erum með einvalalið tónlistarfólks að spila í ár. Það er líka skemmtilegt að Á móti sól spilar nú í tíunda skiptið á Þjóðhátíð,“ segir Jón Gunnar Geirdal, en hann er kynningarfulltrúi hátíðarinnar sjöunda árið í röð. Hann segir söluna fara vel af stað og það fari að styttast í að vinsælustu Herjólfsferðirnar verði uppseldar. Salka Sól, söng- og leikkona, kemur fram á hátíðinni með hljómsveitinni GRL PWR. Um stofnun sveitarinnar segir Salka að þær hafi upphaflega ætlað að koma fram í einungis eitt skipti, á tónleikum á Húrra þar sem þær sungu Spice Girls lög. Salka segir kvöldið hafa gengið vonum framar og því hafi þær ákveðið að halda áfram, en í dag tekur sveitin lög eftir fleiri söngdívur inn á milli Spice Girls slagaranna. „Það er alltaf nóg að gera fyrir tónlistarfólk yfir þessa helgi. Maður er yfirleitt á flakki um landið að spila eins mikið og maður getur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem fram á hátíðinni, en ég er mjög ánægð með að vera að spila á sunnudeginum. Ég spilaði einmitt á sunnudeginum í fyrra sem var alveg mögnuð upplifun,“ segir Salka. Sveitina skipa nokkrar af fremstu söngkonum landsins, þær Elísabet Ormslev, Þuríður Blær, Karó, Stefanía Svavars og svo Salka. Lukku Láki er tiltölulega nýkominn á sjónarsviðið en hann gaf út sína fyrstu plötu fyrir tveimur vikum sem hefur fengið einstaklega góðar viðtökur. „Ég bjóst ekki við að fólk myndi taka svona vel í plötuna, enda er þetta mín fyrsta útgáfa. En ég er með rosalega gott bakland með mér í þessu,“ segir Lukku Láki og bætir við: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að fá að spila fyrir svona mikinn fjölda og það með mínum bestu vinum. Gaman að bæta við að ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð og spila svo þar í minni fyrstu ferð.“ Miða á hátíðina er hægt að nálgast á síðunni dalurinn.is.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira