Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 14:45 Frá dimmiteringu MA í gær. Hver bekkur sér um að útvega faraskjóta fyrir dimmisjón en algengast er að nemendur séu í vagni, sem dreginn er af traktori. Mynd/Aðsend Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum. Hún segir að einhverjir hafi nýtt sér aðhlynningu frá áfallateymi Rauða krossins en hlé var gert á hátíðahöldum gærdagsins eftir slysið. Stúlkan, sem var í hópi útskriftarnemanna í gær, hlaut alvarlega áverka á andliti er hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaður var til að ferja hana og bekkjarfélaga hennar um bæinn.„Þvílíkt sjokk“ Slysið varð síðdegis í gær, um einn til tvo klukkutíma eftir að vagnar nemendanna lögðu af stað klukkan 14. Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir, formaður Hugins, nemendafélags MA, skólaárið 2018-19, segir útskriftarnemendur skólans afar slegna eftir slysið. „Og sérstaklega þeir sem voru á þessum vagni, þetta er náttúrulega þvílíkt sjokk.“ Áfallateymi Rauða krossins var kallað út til að veita vitnum að slysinu aðhlynningu. Kolbrún segir að nokkrir hafi nýtt sér þjónustuna, þeir sem voru á vagninum með stúlkunni og vinir hennar. Stúlkan var svo flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur.Skemmtu sér fyrir hennar hönd Kolbrún, sem varð ekki vitni að slysinu sjálf og þekkir stúlkuna ekki persónulega, hefur eftir skólameistara MA að skólasystir hennar hafi brotnað illa á neðri hluta andlits við slysið. Sem betur fer hafi hún ekki slasast annars staðar. Þá var gert hlé á dimmiteringunni þegar slysið varð. „Við hættum og hittumst uppi í skóla og skólameistarinn ræddi við okkur. Allir þurftu aðeins að róa sig niður,“ segir Kolbrún. Eftir það hafi flestir ákveðið að halda dagskrá dagsins áfram. „Við vorum auðvitað öll mjög leið yfir þessu en þetta er náttúrulega dimmisjón og við vildum geta skemmt okkur, og þá einnig fyrir hennar hönd. Hún er að missa af þessu öllu saman.“ Ekkert fyllerísslys Þá leggur Kolbrún áherslu á að skemmtun gærdagsins hafi verið vímuefnalaus. Rík hefð sé fyrir því meðal nemenda MA að skemmta sér án áfengis og sú hafi einnig verið raunin þegar slysið varð. Um hafi verið að ræða raunverulegt óhapp en ekki fyllerísslys. Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að fólksflutningar með bílum á borð við þann sem átti í hlut í gær séu ólöglegir. Lögregla muni taka fyrir flutninga með slíkum bílum á dimmiteringum hér eftir. Að sögn Kolbrúnar er allur gangur á því hvernig útskriftarnemendur MA útvegi sér vagna og bíla á dimmisjón. Hver bekkur sjái um sinn vagn en þeir voru um sextán talsins í gær, og af ýmsum gerðum. Dimmiteringar hérlendis fara margar fram með þessum hætti. Þannig aka til að mynda útskriftarnemar Menntaskólans í Reykjavík um miðbæinn á stórum gámabílum við dimmiteringu á ári hverju. Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum. Hún segir að einhverjir hafi nýtt sér aðhlynningu frá áfallateymi Rauða krossins en hlé var gert á hátíðahöldum gærdagsins eftir slysið. Stúlkan, sem var í hópi útskriftarnemanna í gær, hlaut alvarlega áverka á andliti er hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaður var til að ferja hana og bekkjarfélaga hennar um bæinn.„Þvílíkt sjokk“ Slysið varð síðdegis í gær, um einn til tvo klukkutíma eftir að vagnar nemendanna lögðu af stað klukkan 14. Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir, formaður Hugins, nemendafélags MA, skólaárið 2018-19, segir útskriftarnemendur skólans afar slegna eftir slysið. „Og sérstaklega þeir sem voru á þessum vagni, þetta er náttúrulega þvílíkt sjokk.“ Áfallateymi Rauða krossins var kallað út til að veita vitnum að slysinu aðhlynningu. Kolbrún segir að nokkrir hafi nýtt sér þjónustuna, þeir sem voru á vagninum með stúlkunni og vinir hennar. Stúlkan var svo flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur.Skemmtu sér fyrir hennar hönd Kolbrún, sem varð ekki vitni að slysinu sjálf og þekkir stúlkuna ekki persónulega, hefur eftir skólameistara MA að skólasystir hennar hafi brotnað illa á neðri hluta andlits við slysið. Sem betur fer hafi hún ekki slasast annars staðar. Þá var gert hlé á dimmiteringunni þegar slysið varð. „Við hættum og hittumst uppi í skóla og skólameistarinn ræddi við okkur. Allir þurftu aðeins að róa sig niður,“ segir Kolbrún. Eftir það hafi flestir ákveðið að halda dagskrá dagsins áfram. „Við vorum auðvitað öll mjög leið yfir þessu en þetta er náttúrulega dimmisjón og við vildum geta skemmt okkur, og þá einnig fyrir hennar hönd. Hún er að missa af þessu öllu saman.“ Ekkert fyllerísslys Þá leggur Kolbrún áherslu á að skemmtun gærdagsins hafi verið vímuefnalaus. Rík hefð sé fyrir því meðal nemenda MA að skemmta sér án áfengis og sú hafi einnig verið raunin þegar slysið varð. Um hafi verið að ræða raunverulegt óhapp en ekki fyllerísslys. Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að fólksflutningar með bílum á borð við þann sem átti í hlut í gær séu ólöglegir. Lögregla muni taka fyrir flutninga með slíkum bílum á dimmiteringum hér eftir. Að sögn Kolbrúnar er allur gangur á því hvernig útskriftarnemendur MA útvegi sér vagna og bíla á dimmisjón. Hver bekkur sjái um sinn vagn en þeir voru um sextán talsins í gær, og af ýmsum gerðum. Dimmiteringar hérlendis fara margar fram með þessum hætti. Þannig aka til að mynda útskriftarnemar Menntaskólans í Reykjavík um miðbæinn á stórum gámabílum við dimmiteringu á ári hverju.
Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30