Við viljum vanda okkur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2019 08:45 Nú er föstumánuðurinn ramadan hjá aröbunum og bærinn fékk sýrlenskan kokk til að sjá um veislu, að sögn Guðrúnar Margrétar. Fréttablaðið/Anton Brink Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, mannfræðingur og verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, er á leið út á Keflavíkurflugvöll þegar ég næ sambandi við hana. Hún er að ná í hóp sem að stærstum hluta eignast heimili á Blönduósi og brunar beint þangað, en ein fjölskylda ætlar að setjast að í Árborg því þar hefur hún tengsl. Fyrsti hópurinn er kominn norður á Hvammstanga. Síðar bætist ein sex manna fjölskylda við á Blönduós. „Við erum búin að standsetja níu íbúðir, fjórar á Blönduósi og fimm á Hvammstanga, þannig að það er búið að vera nóg að gera,“ segir Guðrún Margrét glaðlega en tekur fram að hún sé aldeilis ekki ein í þessu. „Við fáum íbúðirnar frá bænum og vinnan við að standsetja þær hefur mikið lent á sjálfboðaliðum Rauða krossins fyrir norðan, þetta er búin að vera heilmikil vinna fyrir þá.“ Guðrún Margrét hóf störf við verkefnið 1. apríl. „Ég bý á Hvammstanga í ár og hef mest unnið þar, því við höfum haft dúndur sjálfboðaliða á Blönduósi, konu sem hefur búið í Gambíu og Haítí, verið sendifulltrúi og tekið þátt í alls konar verkefnum.“ Nú er Guðrún Margrét á ferð með Valdimari O. Hermannssyni, bæjarstjóra á Blönduósi, Þórunni Ólafsdóttur, sem ráðin var verkefnastjóri bæjarins vegna komu flóttamannanna, og Kinan Kadoni, túlki og menningarmiðlara. Guðrún Margrét kann arabísku og kveðst hafa verið túlkur á Vestfjörðum í fyrravetur þegar þar var tekið á móti flóttamönnum á Flateyri, Ísafirði og Súðavík. „Ég er svo hamingjusöm að þurfa ekki að vera túlkur núna, heldur bara geta talað arabísku en þurfa ekki að vita hvernig á að segja allt undir sólinni. Aröbum finnst alltaf fyndið þegar ljóshært fólk talar arabísku!“ Hún býst við að hópurinn verði seint kominn norður um kvöldið. Samt ætli stuðningsfjölskyldur flóttafólksins að bíða eftir því og bjóða það velkomið. Það sé mikilvægt. Þá verði tilfinningin betri fyrstu nóttina. „Ég tók viðtöl við allt flóttafólkið sem kom til Vestfjarða í fyrra og því fannst svo yndislegt að sjá vingjarnleg andlit strax og það kom í nýju heimkynnin.“ Stór matarveisla verður á mánudaginn fyrir flóttafólkið, sjálfboðaliðana og bæjarbúa, að sögn Guðrúnar. „Bærinn sér um veisluna og fékk sýrlenskan kokk til að sjá um hana. „Nú er föstumánuðurinn ramadan hjá aröbunum og hún er þeim svo þýðingarmikil, þeir eru vanir að vera með fjölskyldunni sinni þá. Þetta er eins og fyrir okkur að mæta einhvers staðar á aðfangadagskvöld. Rauði krossinn útbjó gjafakörfur til að gefa fjölskyldunum, með alls konar mat sem fólkið kannast við og er úr arabísku búðunum, Istanbúl Market og Jerusalem Market.“ Nú nálgast Guðrún flugvöllinn og brátt hefst móttakan þar. „Við viljum vanda okkur,“ segir hún. „Nína Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, og Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu, verða við landganginn að fagna fólkinu. Þær fóru einmitt til Líbanon að hitta það og taka viðtöl við það, þannig að fyrstu andlitin sem það sér þegar það kemur til Íslands verða kunnugleg. Það skiptir miklu máli.“ Árborg Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, mannfræðingur og verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, er á leið út á Keflavíkurflugvöll þegar ég næ sambandi við hana. Hún er að ná í hóp sem að stærstum hluta eignast heimili á Blönduósi og brunar beint þangað, en ein fjölskylda ætlar að setjast að í Árborg því þar hefur hún tengsl. Fyrsti hópurinn er kominn norður á Hvammstanga. Síðar bætist ein sex manna fjölskylda við á Blönduós. „Við erum búin að standsetja níu íbúðir, fjórar á Blönduósi og fimm á Hvammstanga, þannig að það er búið að vera nóg að gera,“ segir Guðrún Margrét glaðlega en tekur fram að hún sé aldeilis ekki ein í þessu. „Við fáum íbúðirnar frá bænum og vinnan við að standsetja þær hefur mikið lent á sjálfboðaliðum Rauða krossins fyrir norðan, þetta er búin að vera heilmikil vinna fyrir þá.“ Guðrún Margrét hóf störf við verkefnið 1. apríl. „Ég bý á Hvammstanga í ár og hef mest unnið þar, því við höfum haft dúndur sjálfboðaliða á Blönduósi, konu sem hefur búið í Gambíu og Haítí, verið sendifulltrúi og tekið þátt í alls konar verkefnum.“ Nú er Guðrún Margrét á ferð með Valdimari O. Hermannssyni, bæjarstjóra á Blönduósi, Þórunni Ólafsdóttur, sem ráðin var verkefnastjóri bæjarins vegna komu flóttamannanna, og Kinan Kadoni, túlki og menningarmiðlara. Guðrún Margrét kann arabísku og kveðst hafa verið túlkur á Vestfjörðum í fyrravetur þegar þar var tekið á móti flóttamönnum á Flateyri, Ísafirði og Súðavík. „Ég er svo hamingjusöm að þurfa ekki að vera túlkur núna, heldur bara geta talað arabísku en þurfa ekki að vita hvernig á að segja allt undir sólinni. Aröbum finnst alltaf fyndið þegar ljóshært fólk talar arabísku!“ Hún býst við að hópurinn verði seint kominn norður um kvöldið. Samt ætli stuðningsfjölskyldur flóttafólksins að bíða eftir því og bjóða það velkomið. Það sé mikilvægt. Þá verði tilfinningin betri fyrstu nóttina. „Ég tók viðtöl við allt flóttafólkið sem kom til Vestfjarða í fyrra og því fannst svo yndislegt að sjá vingjarnleg andlit strax og það kom í nýju heimkynnin.“ Stór matarveisla verður á mánudaginn fyrir flóttafólkið, sjálfboðaliðana og bæjarbúa, að sögn Guðrúnar. „Bærinn sér um veisluna og fékk sýrlenskan kokk til að sjá um hana. „Nú er föstumánuðurinn ramadan hjá aröbunum og hún er þeim svo þýðingarmikil, þeir eru vanir að vera með fjölskyldunni sinni þá. Þetta er eins og fyrir okkur að mæta einhvers staðar á aðfangadagskvöld. Rauði krossinn útbjó gjafakörfur til að gefa fjölskyldunum, með alls konar mat sem fólkið kannast við og er úr arabísku búðunum, Istanbúl Market og Jerusalem Market.“ Nú nálgast Guðrún flugvöllinn og brátt hefst móttakan þar. „Við viljum vanda okkur,“ segir hún. „Nína Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, og Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu, verða við landganginn að fagna fólkinu. Þær fóru einmitt til Líbanon að hitta það og taka viðtöl við það, þannig að fyrstu andlitin sem það sér þegar það kemur til Íslands verða kunnugleg. Það skiptir miklu máli.“
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira