Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 15. maí 2019 08:10 Tveir af forsvarsmönnum frumvarpsins í Alabama. AP/Mickey Welsh Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. Lögin, verði þau samþykkt af ríkisstjóra Alabama, verða þau ströngustu í gervöllum Bandaríkjunum og gagnrýnendur frumvarpsins hafa þegar lýst því yfir að látið verði á þau reyna fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Stuðningsmenn frumvarpsins fagna því raunar og segja gott að Hæstiréttur taki afstöðu til málsins, en Donald Trump forseti hefur skapað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt á síðustu misserum og tugi íhaldssamra alríkisdómara. Undanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál þessi fyrir og hefur sú ákvörðun verið tekin tvisvar sinnum eftir að Brett Kavanaugh tók við störfum sem Hæstaréttardómari. Talið er líklegt að þar verði breyting á. Forsvarsmenn fumvarpsins hafa viðurkennt opinberlega að tilgangur þess sé að fella niður úrskurð Hæstaréttar um stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Frumvarpið var samþykkt með 25 atkvæðum gegn sex og var öllum breytingartillögum hafnað, sem gerðu það kleift að beita þungunarrofi í tilfellum sifjaspells og nauðgana. Eina tilfellið þar sem þungunarrof kemur til greina er í þeim tilfellum þar sem þungunin stofnar lífi móðurinnar í verulega hættu. Læknir í Alabama sem framkvæmir þungunarrof í ríkinu getur, verði frumvarpið að lögum, átt yfir höfði sér níutíu og níu ára fangelsi. Konum yrði ekki refsað.Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama, hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið en Repúblikanar gera ráð fyrir því. Sérstaklega þar sem Ivey hafi lengi verið yfirlýstur andstæðingur þungunarrofa og að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í þinginu sýnir fram á að frumvarpið njóti það mikils stuðnings að hægt væri að fara fram hjá ríkisstjóranum, neiti hún að skrifa undir. Ríkisþingmenn í Kentucky, Mississippi, Ohio og Georgíu hafa að undanförnu samþykkt bönn við þungunarrofum eftir sex vikur. Demókratar í Alabama hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Öldungadeildarþingmaðurinn Bobby Singleton sagði málið vera skömmustulegt fyrir þá sem að því koma og fyrir íbúa Alabama. Þá benti hann á hóp kvenna sem eru fórnarlömb nauðgana, sem fylgdust með málaflutningi, og sagði að samkvæmt umræddu frumvarpi myndi læknir sem framkvæmdi þungunarrof vegna nauðgana þeirra sitja lengur í fangelsi en nauðgararnir sjálfir.„Það er eitthvað rangt við það,“ sagði Singleton. Bandaríkin Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. Lögin, verði þau samþykkt af ríkisstjóra Alabama, verða þau ströngustu í gervöllum Bandaríkjunum og gagnrýnendur frumvarpsins hafa þegar lýst því yfir að látið verði á þau reyna fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Stuðningsmenn frumvarpsins fagna því raunar og segja gott að Hæstiréttur taki afstöðu til málsins, en Donald Trump forseti hefur skapað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt á síðustu misserum og tugi íhaldssamra alríkisdómara. Undanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál þessi fyrir og hefur sú ákvörðun verið tekin tvisvar sinnum eftir að Brett Kavanaugh tók við störfum sem Hæstaréttardómari. Talið er líklegt að þar verði breyting á. Forsvarsmenn fumvarpsins hafa viðurkennt opinberlega að tilgangur þess sé að fella niður úrskurð Hæstaréttar um stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Frumvarpið var samþykkt með 25 atkvæðum gegn sex og var öllum breytingartillögum hafnað, sem gerðu það kleift að beita þungunarrofi í tilfellum sifjaspells og nauðgana. Eina tilfellið þar sem þungunarrof kemur til greina er í þeim tilfellum þar sem þungunin stofnar lífi móðurinnar í verulega hættu. Læknir í Alabama sem framkvæmir þungunarrof í ríkinu getur, verði frumvarpið að lögum, átt yfir höfði sér níutíu og níu ára fangelsi. Konum yrði ekki refsað.Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama, hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið en Repúblikanar gera ráð fyrir því. Sérstaklega þar sem Ivey hafi lengi verið yfirlýstur andstæðingur þungunarrofa og að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í þinginu sýnir fram á að frumvarpið njóti það mikils stuðnings að hægt væri að fara fram hjá ríkisstjóranum, neiti hún að skrifa undir. Ríkisþingmenn í Kentucky, Mississippi, Ohio og Georgíu hafa að undanförnu samþykkt bönn við þungunarrofum eftir sex vikur. Demókratar í Alabama hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Öldungadeildarþingmaðurinn Bobby Singleton sagði málið vera skömmustulegt fyrir þá sem að því koma og fyrir íbúa Alabama. Þá benti hann á hóp kvenna sem eru fórnarlömb nauðgana, sem fylgdust með málaflutningi, og sagði að samkvæmt umræddu frumvarpi myndi læknir sem framkvæmdi þungunarrof vegna nauðgana þeirra sitja lengur í fangelsi en nauðgararnir sjálfir.„Það er eitthvað rangt við það,“ sagði Singleton.
Bandaríkin Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira