Lífið

Sauðfjárbændur létta lundina með nektarmyndum

Birgir Olgeirsson skrifar
Sauðfjárbændur hafa heldur betur vakið athygli með þessu uppátæki.
Sauðfjárbændur hafa heldur betur vakið athygli með þessu uppátæki.
Sauðfjárbændur hafa undanfarna daga skemmt landanum með heldur sérkennilegum myndum. Mikið annríki hefur verið hjá sauðfjárbændum undanfarna daga enda stendur sauðburður sem hæst og horfa þeir fram á langavinnudaga. 

Jón Gíslason, sauðfjárbóndi á Hofi nærri Blönduósi, hafði séð uppátæki á Netinu þar sem garðyrkjufólk hafði birt myndir af sér nöktu við garðyrkjustörf. 

„Þetta var bara hreinn og klár fíflagangur,“ segir Jón við Vísi þegar hann ákvað að fækka fötum, stillti sér upp með lambi og lét konuna sína taka mynd. Hann deildi myndinni síðan á Facebook og skoraði á félaga sína að gera slíkt hið sama. 

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hafa nokkrir sauðfjárbændur farið að fordæmi Jóns. 

„Þetta er bara fíflagangur og ekkert annað. Og það tókst að skemmta öðrum á eigin kostnað. Þetta var ekki til að vekja athygli á bágri stöðu sauðfjárbænda, heldur til að létta okkur lundina á álagstíma.“












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.