Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2019 18:30 Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. Valdheimildir Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, verða gagnvart EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein hjá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA eins og reglugerð 713/2009 um ACER var tekin inn í EES-samninginn en hún er hluti af þriðja orkupakkanum. ACER mun hins vegar vinna drög að öllum ákvörðunum. Þá munu fulltrúar ESA og fulltrúar EFTA-ríkjanna njóta áheyrnaraðildar við málsmeðferð og ákvarðanatöku ACER um þessi „drög“. Samhliða þessu mun ESA hafa neitunarvald gagnvart tillögum frá ACER. Það að EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein sé veitt áheyrn hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er enn eitt einkenni þeirrar breytingar sem orðið hefur á EES-samstarfinu á undanförnum árum. Evrópurétturinn hefur þróast í þá átt að miðlægum stofnunum ESB hefur verið falið vald til að taka bindandi ákvarðanir og gagnvart EFTA-ríkjunum er valdheimildunum komið fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Birgir Tjörvi Pétursson, sem vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni atvinnuvegaráðuneytisins, telur þetta til þess fallið að tryggja virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins. Hann vill því ekki taka svo djúpt í árinni að um sé að ræða eðlisbreytingu á samstarfinu heldur aðeins tilfærslu frá framkvæmdastjórninni til miðlægra stofnana. Virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins sé það sama. „Á þeim tíma, þegar allar þessar ákvarðanir voru á vettvangi framkvæmdastjórnarinnar, þá höfðu EFTA-ríkin aðgang að framkvæmdastjórninni. Þannig að hér er aðeins verið að reyna að fylgja þessari þróun sem hefur átt sér stað innan Evrópusambandsins með því að færa ákvörðunarvald til sérhæfðra stofnana án þess að það raski tveggja stoða kerfinu þannig að aðildarríkin eða EFTA-ríkin eigi aðgang að þessum stofnunum,“ segir Birgir Tjörvi. Alþingi Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. Valdheimildir Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, verða gagnvart EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein hjá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA eins og reglugerð 713/2009 um ACER var tekin inn í EES-samninginn en hún er hluti af þriðja orkupakkanum. ACER mun hins vegar vinna drög að öllum ákvörðunum. Þá munu fulltrúar ESA og fulltrúar EFTA-ríkjanna njóta áheyrnaraðildar við málsmeðferð og ákvarðanatöku ACER um þessi „drög“. Samhliða þessu mun ESA hafa neitunarvald gagnvart tillögum frá ACER. Það að EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein sé veitt áheyrn hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er enn eitt einkenni þeirrar breytingar sem orðið hefur á EES-samstarfinu á undanförnum árum. Evrópurétturinn hefur þróast í þá átt að miðlægum stofnunum ESB hefur verið falið vald til að taka bindandi ákvarðanir og gagnvart EFTA-ríkjunum er valdheimildunum komið fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Birgir Tjörvi Pétursson, sem vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni atvinnuvegaráðuneytisins, telur þetta til þess fallið að tryggja virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins. Hann vill því ekki taka svo djúpt í árinni að um sé að ræða eðlisbreytingu á samstarfinu heldur aðeins tilfærslu frá framkvæmdastjórninni til miðlægra stofnana. Virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins sé það sama. „Á þeim tíma, þegar allar þessar ákvarðanir voru á vettvangi framkvæmdastjórnarinnar, þá höfðu EFTA-ríkin aðgang að framkvæmdastjórninni. Þannig að hér er aðeins verið að reyna að fylgja þessari þróun sem hefur átt sér stað innan Evrópusambandsins með því að færa ákvörðunarvald til sérhæfðra stofnana án þess að það raski tveggja stoða kerfinu þannig að aðildarríkin eða EFTA-ríkin eigi aðgang að þessum stofnunum,“ segir Birgir Tjörvi.
Alþingi Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira