Tryggði sér sigur með því að fljúga eins og Súperman í markið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2019 15:00 Infinite Tucker skutlar sér í markið. Skjámynd/Instagram/12thman Það hlýtur að vera von á einhverju góðu frá manni sem ber nafnið Infinite Tucker og svo varð líka raunin um helgina á úrslitamótinu í frjálsum íþróttum í Southeastern háskóladeildinni. Infinite Tucker tryggði sér þá sigurinn í jöfnu 400 metra grindahlaupi á mjög sérstakan hátt og hefur fyrir vikið öðlast dálitla heimsfrægð á samfélagsmiðlum. Infinite Tucker er í Texas A&M háskólanum og er meistari í sinni grein eftir frammistöðu sína um helgina.He went full Superman! @aggietrk's Infinite Tucker goes ALL OUT for the gold. #SCtop10pic.twitter.com/gEr05kdPd9 — SEC Network (@SECNetwork) May 12, 2019 Infinite Tucker háði mikinn endasprett við liðsfélaga sinn úr Texas A&M sem heitir Robert Grant. Þeir voru jafnir þegar þeir nálguðust markið en Infinite Tucker átti ás upp í erminni. Fyrir ári síðan þá varð hann að sætta sig við annað sætið í sama hlaupi og hann ætlaði ekki að láta það koma fyrir aftur. Infinite Tucker tók því upp á því að skutla sér eins og Súperman í markið. Það bar árangur því hann vann hlaupið á sjónarmun. Infinite Tucker gaf þá skýringu eftir hlaupið að hann hafi séð móður sína í markinu og hafi hreinlega bara skutlað sér til hennar. „Ég gaf allt mitt í hlaupið og fannst ég þurfa að nota allan líkamann og dýfa mér yfir marklínuna. Þetta sýndi bara að ég kláraði mig í þessu hlaupi,“ sagði Infinite Tucker eftir hlaupið. Hér fyrir neðan má sjá þetta frá aðeins öðru sjónarhorni sem og á geggjaðri mynd enn neðar.I wish I was as dedicated to anything as Infinite Tucker is to crossing the finish line first. pic.twitter.com/DgEoPvJwHZ — Clara Goodwin (@5NEWSClara) May 12, 2019When Miller-Uibo “dove” (fell) to beat Felix a couple years back, I was on the radio for an hour or so explaining to people why diving is likely not a good finishing tactic. Thankfully Infinite Tucker wasn’t listening. #bestnameeverpic.twitter.com/JR0VhZyBq3 — Jason Kerr (@kerrjason) May 12, 2019 Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Það hlýtur að vera von á einhverju góðu frá manni sem ber nafnið Infinite Tucker og svo varð líka raunin um helgina á úrslitamótinu í frjálsum íþróttum í Southeastern háskóladeildinni. Infinite Tucker tryggði sér þá sigurinn í jöfnu 400 metra grindahlaupi á mjög sérstakan hátt og hefur fyrir vikið öðlast dálitla heimsfrægð á samfélagsmiðlum. Infinite Tucker er í Texas A&M háskólanum og er meistari í sinni grein eftir frammistöðu sína um helgina.He went full Superman! @aggietrk's Infinite Tucker goes ALL OUT for the gold. #SCtop10pic.twitter.com/gEr05kdPd9 — SEC Network (@SECNetwork) May 12, 2019 Infinite Tucker háði mikinn endasprett við liðsfélaga sinn úr Texas A&M sem heitir Robert Grant. Þeir voru jafnir þegar þeir nálguðust markið en Infinite Tucker átti ás upp í erminni. Fyrir ári síðan þá varð hann að sætta sig við annað sætið í sama hlaupi og hann ætlaði ekki að láta það koma fyrir aftur. Infinite Tucker tók því upp á því að skutla sér eins og Súperman í markið. Það bar árangur því hann vann hlaupið á sjónarmun. Infinite Tucker gaf þá skýringu eftir hlaupið að hann hafi séð móður sína í markinu og hafi hreinlega bara skutlað sér til hennar. „Ég gaf allt mitt í hlaupið og fannst ég þurfa að nota allan líkamann og dýfa mér yfir marklínuna. Þetta sýndi bara að ég kláraði mig í þessu hlaupi,“ sagði Infinite Tucker eftir hlaupið. Hér fyrir neðan má sjá þetta frá aðeins öðru sjónarhorni sem og á geggjaðri mynd enn neðar.I wish I was as dedicated to anything as Infinite Tucker is to crossing the finish line first. pic.twitter.com/DgEoPvJwHZ — Clara Goodwin (@5NEWSClara) May 12, 2019When Miller-Uibo “dove” (fell) to beat Felix a couple years back, I was on the radio for an hour or so explaining to people why diving is likely not a good finishing tactic. Thankfully Infinite Tucker wasn’t listening. #bestnameeverpic.twitter.com/JR0VhZyBq3 — Jason Kerr (@kerrjason) May 12, 2019
Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira