Ætla að tryggja brunavarnir í Seljaskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 13. maí 2019 11:20 Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina ætla í það verkefni að tryggja eðlilegar flóttaleiðir úr Seljaskóla og sömuleiðis að tryggja brunavarnir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði gert athugasemdir við brunavarnir í Seljaskóla en hluti hans varð eldi að bráð um liðna helgi. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir brunann um liðna helgi heilmikið áfall. Eldsupptök hafa ekki verið staðfest en mörgum bregður að sjálfsögðu við þegar bruni kemur upp í tvígang á skömmum tíma. Fyrri bruninn tengdist rafmagni og telur Helgi eðlilegt að allir angar málsins verði kannaðir þannig að öruggt verði að byggingin sé í lagi og allur frágangur á rafmagni sé tryggður. „Þetta kemur öllum á óvart og erum í þeim sporum að greina og meta. Stóra verkefnið er að þær skemmdir sem eru fyrirliggjandi, að við notum lagið og sláum eins margar flugur og hægt er í einu höggi svo aðstæður starfsmanna og nemenda verði betri,“ segir Helgi. Nemendum var gefið frí í skólanum í einn dag út af brunanum en Helgi segir að verið sé að skoða með yfirvöldum skólans hvar nákvæmlega sé hægt að koma skólastarfi fyrir á komandi dögum. Það muni taka langan tíma að laga þá álmu sem varð fyrir miklum skemmdum í brunanum, hugsanlega fram að áramótum. „Það á eftir að meta hversu skemmdirnar eru miklar, en ljóst þær eru verulegar. Þar þurfa allir að leggjast á eitt að finna lausn og svo bara að standa vörð um þetta góða skólastarf sem er í Seljaskóla, en auðvitað er þetta heilmikið áfall starfsfólk og börnin. Við vitum að það er reykjarlykt mjög víða í öllum skólanum, það tekur tíma að lofta út og hreinsa þar sem reykur náði að berast.“ Hann segir raka hafa fundist í hluta af botnplötu einnar byggingarinnar og mörg viðhaldsverkefni sem bíða en beðið sé eftir fjármagni til að ráðast í úrbætur. Hann vonast til að hægt sé að fara í það verkefni samhliða viðgerðum vegna brunans. Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina ætla í það verkefni að tryggja eðlilegar flóttaleiðir úr Seljaskóla og sömuleiðis að tryggja brunavarnir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði gert athugasemdir við brunavarnir í Seljaskóla en hluti hans varð eldi að bráð um liðna helgi. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir brunann um liðna helgi heilmikið áfall. Eldsupptök hafa ekki verið staðfest en mörgum bregður að sjálfsögðu við þegar bruni kemur upp í tvígang á skömmum tíma. Fyrri bruninn tengdist rafmagni og telur Helgi eðlilegt að allir angar málsins verði kannaðir þannig að öruggt verði að byggingin sé í lagi og allur frágangur á rafmagni sé tryggður. „Þetta kemur öllum á óvart og erum í þeim sporum að greina og meta. Stóra verkefnið er að þær skemmdir sem eru fyrirliggjandi, að við notum lagið og sláum eins margar flugur og hægt er í einu höggi svo aðstæður starfsmanna og nemenda verði betri,“ segir Helgi. Nemendum var gefið frí í skólanum í einn dag út af brunanum en Helgi segir að verið sé að skoða með yfirvöldum skólans hvar nákvæmlega sé hægt að koma skólastarfi fyrir á komandi dögum. Það muni taka langan tíma að laga þá álmu sem varð fyrir miklum skemmdum í brunanum, hugsanlega fram að áramótum. „Það á eftir að meta hversu skemmdirnar eru miklar, en ljóst þær eru verulegar. Þar þurfa allir að leggjast á eitt að finna lausn og svo bara að standa vörð um þetta góða skólastarf sem er í Seljaskóla, en auðvitað er þetta heilmikið áfall starfsfólk og börnin. Við vitum að það er reykjarlykt mjög víða í öllum skólanum, það tekur tíma að lofta út og hreinsa þar sem reykur náði að berast.“ Hann segir raka hafa fundist í hluta af botnplötu einnar byggingarinnar og mörg viðhaldsverkefni sem bíða en beðið sé eftir fjármagni til að ráðast í úrbætur. Hann vonast til að hægt sé að fara í það verkefni samhliða viðgerðum vegna brunans.
Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira