Chelsea í Evrópuúrslitaleikjum: Dramatík, Drogba og Terry rennur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2019 13:30 Hetjur Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2012; Petr Cech og Didier Drogba. Sá fyrrnefndi mætir sínu gamla félagi í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. vísir/getty Chelsea mætir Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í Aserbaídsjan í kvöld. Líkt og hjá Arsenal er þetta sjötti úrslitaleikur Chelsea í Evrópukeppni. Árangur Chelsea í Evrópuúrslitaleikjum er hins vegar öllu betri en árangur Arsenal. Tímabilið 1970-71 komst Chelsea í úrslit Evrópukeppni bikarhafa eftir sigur á Manchester City í undanúrslitunum, 2-0 samanlagt. Í úrslitaleiknum á Kariskakis vellinum í Aþenu mætti Chelsea Real Madrid. Peter Osgood kom Chelsea yfir á 56. mínútu en Ignacio Zoco jafnaði fyrir Real Madrid á lokamínútunni. Staðan var enn jöfn eftir framlengingu og því þurftu liðin að mætast öðru sinni tveimur dögum síðar. Þá vann Chelsea, 2-1, með mörkum Johns Dempsey og Osgoods.Leikmenn Chelsea sem unnu Evrópukeppni bikarhafa 1971.vísir/gettyChelsea mætti Stuttgart á Råsunda vellinum í Stokkhólmi í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1997-98. Gianfranco Zola tryggði Chelsea sigurinn þegar hann skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu, skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þjálfari Stuttgart á þessum tíma var Joachim Löw, núverandi þjálfari þýska landsliðsins. Gianluca Vialli var spilandi þjálfari Chelsea. Chelsea komst í fyrsta sinn í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2007-08 undir stjórn Avrams Grant sem tók við liðinu af José Mourinho í byrjun tímabils. Í úrslitaleiknum á Luzhniki vellinum í Moskvu mætti Chelsea nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester United. Cristiano Ronaldo kom United yfir á 26. mínútu en Frank Lampard jafnaði skömmu fyrir hálfleik. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Petr Cech varði frá Ronaldo og John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn. En hann rann á rennblautum vellinum og skot hans fór í stöngina. Edwin van der Sar tryggði United svo sigurinn í bráðabana með því að verja víti frá Nicolas Anelka. Fjórum árum síðar komst Chelsea aftur í úrslit Meistaradeildarinnar og aftur undir stjórn bráðabirgðastjóra; Robertos Di Matteo. Og líkt og 2008 réðust úrslitin í vítakeppni. Í úrslitaleiknum mætti Chelsea Bayern München á þeirra heimavelli, Allianz Arena í München. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og komust yfir á 83. mínútu með marki Thomas Müller. En fimm mínútum síðar jafnaði Didier Drogba með skalla eftir hornspyrnu Juans Mata. Drogba tryggði Chelsea svo Evrópumeistaratitilinn með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins í vítakeppninni. Þetta var síðasti leikur hans fyrir Chelsea (í bili) og hann fékk uppreisn æru eftir að hafa verið rekinn út af í úrslitaleiknum gegn United fjórum árum fyrr. Cech varði tvær spyrnur frá leikmönnum Bayern í vítakeppninni og kórónaði stórleik sinn. Hann mun standa í marki Arsenal í leiknum í Bakú í kvöld en það er síðasti leikur Tékkans á ferlinum. Titilvörn Chelsea var hálf endaslepp og liðið komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni. Chelsea fór því í Evrópudeildina og vann hana. Í úrslitaleiknum á Amsterdam Arena vann Chelsea 2-1 sigur á Benfica. Fernando Torres kom Chelsea yfir á 60. mínútu en Óscar Cardozo jafnaði átta mínútum síðar. Branislav Ivanovic skoraði svo sigurmark Chelsea í uppbótartíma. Eins og 2008 og 2012 var með Chelsea með bráðabirgðastjóra í brúnni; Rafa Benítez. Leikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sarri rauk út af lokaæfingu Chelsea Spennan magnast innan herbúða Chelsa en knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri rauk út af æfingu Chelsea á Ólympíuleikvangnum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. 28. maí 2019 22:00 Komin dagsetning á hvenær Hazard verður kynntur hjá Real Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Eden Hazard gangi í raðir Real Madrid og spænska félagið hefur meira að segja ákveðið hvenær það ætli að kynna leikmanninn fyrir stuðningsmönnum sínum. 29. maí 2019 13:00 Sarri fundaði með Juventus en Chelsea ætlar ekki að reka hann Juventus vill fá Maurizio Sarri til þess að taka við stjórn liðsins en Chelsea ætlar ekki að reka Ítalann. Þetta segir fréttastofa Sky Sports. 28. maí 2019 06:00 Arsenal í Evrópuúrslitaleikjum: Nayim, misheppnuð víti og gleði og sorg á Parken Arsenal leikur í sjötta sinn til úrslita í Evrópukeppni þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. maí 2019 11:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira
Chelsea mætir Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í Aserbaídsjan í kvöld. Líkt og hjá Arsenal er þetta sjötti úrslitaleikur Chelsea í Evrópukeppni. Árangur Chelsea í Evrópuúrslitaleikjum er hins vegar öllu betri en árangur Arsenal. Tímabilið 1970-71 komst Chelsea í úrslit Evrópukeppni bikarhafa eftir sigur á Manchester City í undanúrslitunum, 2-0 samanlagt. Í úrslitaleiknum á Kariskakis vellinum í Aþenu mætti Chelsea Real Madrid. Peter Osgood kom Chelsea yfir á 56. mínútu en Ignacio Zoco jafnaði fyrir Real Madrid á lokamínútunni. Staðan var enn jöfn eftir framlengingu og því þurftu liðin að mætast öðru sinni tveimur dögum síðar. Þá vann Chelsea, 2-1, með mörkum Johns Dempsey og Osgoods.Leikmenn Chelsea sem unnu Evrópukeppni bikarhafa 1971.vísir/gettyChelsea mætti Stuttgart á Råsunda vellinum í Stokkhólmi í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1997-98. Gianfranco Zola tryggði Chelsea sigurinn þegar hann skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu, skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þjálfari Stuttgart á þessum tíma var Joachim Löw, núverandi þjálfari þýska landsliðsins. Gianluca Vialli var spilandi þjálfari Chelsea. Chelsea komst í fyrsta sinn í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2007-08 undir stjórn Avrams Grant sem tók við liðinu af José Mourinho í byrjun tímabils. Í úrslitaleiknum á Luzhniki vellinum í Moskvu mætti Chelsea nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester United. Cristiano Ronaldo kom United yfir á 26. mínútu en Frank Lampard jafnaði skömmu fyrir hálfleik. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Petr Cech varði frá Ronaldo og John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn. En hann rann á rennblautum vellinum og skot hans fór í stöngina. Edwin van der Sar tryggði United svo sigurinn í bráðabana með því að verja víti frá Nicolas Anelka. Fjórum árum síðar komst Chelsea aftur í úrslit Meistaradeildarinnar og aftur undir stjórn bráðabirgðastjóra; Robertos Di Matteo. Og líkt og 2008 réðust úrslitin í vítakeppni. Í úrslitaleiknum mætti Chelsea Bayern München á þeirra heimavelli, Allianz Arena í München. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og komust yfir á 83. mínútu með marki Thomas Müller. En fimm mínútum síðar jafnaði Didier Drogba með skalla eftir hornspyrnu Juans Mata. Drogba tryggði Chelsea svo Evrópumeistaratitilinn með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins í vítakeppninni. Þetta var síðasti leikur hans fyrir Chelsea (í bili) og hann fékk uppreisn æru eftir að hafa verið rekinn út af í úrslitaleiknum gegn United fjórum árum fyrr. Cech varði tvær spyrnur frá leikmönnum Bayern í vítakeppninni og kórónaði stórleik sinn. Hann mun standa í marki Arsenal í leiknum í Bakú í kvöld en það er síðasti leikur Tékkans á ferlinum. Titilvörn Chelsea var hálf endaslepp og liðið komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni. Chelsea fór því í Evrópudeildina og vann hana. Í úrslitaleiknum á Amsterdam Arena vann Chelsea 2-1 sigur á Benfica. Fernando Torres kom Chelsea yfir á 60. mínútu en Óscar Cardozo jafnaði átta mínútum síðar. Branislav Ivanovic skoraði svo sigurmark Chelsea í uppbótartíma. Eins og 2008 og 2012 var með Chelsea með bráðabirgðastjóra í brúnni; Rafa Benítez. Leikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sarri rauk út af lokaæfingu Chelsea Spennan magnast innan herbúða Chelsa en knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri rauk út af æfingu Chelsea á Ólympíuleikvangnum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. 28. maí 2019 22:00 Komin dagsetning á hvenær Hazard verður kynntur hjá Real Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Eden Hazard gangi í raðir Real Madrid og spænska félagið hefur meira að segja ákveðið hvenær það ætli að kynna leikmanninn fyrir stuðningsmönnum sínum. 29. maí 2019 13:00 Sarri fundaði með Juventus en Chelsea ætlar ekki að reka hann Juventus vill fá Maurizio Sarri til þess að taka við stjórn liðsins en Chelsea ætlar ekki að reka Ítalann. Þetta segir fréttastofa Sky Sports. 28. maí 2019 06:00 Arsenal í Evrópuúrslitaleikjum: Nayim, misheppnuð víti og gleði og sorg á Parken Arsenal leikur í sjötta sinn til úrslita í Evrópukeppni þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. maí 2019 11:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira
Sarri rauk út af lokaæfingu Chelsea Spennan magnast innan herbúða Chelsa en knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri rauk út af æfingu Chelsea á Ólympíuleikvangnum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. 28. maí 2019 22:00
Komin dagsetning á hvenær Hazard verður kynntur hjá Real Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Eden Hazard gangi í raðir Real Madrid og spænska félagið hefur meira að segja ákveðið hvenær það ætli að kynna leikmanninn fyrir stuðningsmönnum sínum. 29. maí 2019 13:00
Sarri fundaði með Juventus en Chelsea ætlar ekki að reka hann Juventus vill fá Maurizio Sarri til þess að taka við stjórn liðsins en Chelsea ætlar ekki að reka Ítalann. Þetta segir fréttastofa Sky Sports. 28. maí 2019 06:00
Arsenal í Evrópuúrslitaleikjum: Nayim, misheppnuð víti og gleði og sorg á Parken Arsenal leikur í sjötta sinn til úrslita í Evrópukeppni þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. maí 2019 11:30