Virði Oculis jókst um sjötíu prósent og er nú metið á nærri átta milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. maí 2019 05:45 Oculis á rætur að rekja til Háskóla Íslands og Landspítalans. Virði lyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, jókst um hátt í sjötíu prósent í bókum vaxtarsjóðsins Brunns í fyrra og var um 7,9 milljarðar króna í lok ársins. Sjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa og Brunns Ventures GP, á 18 prósenta hlut í Oculis sem var í lok síðasta árs metinn á ríflega 1,4 milljarða króna í ársreikningi hans. Til samanburðar fór Brunnur með 24 prósenta hlut í Oculis að virði rúmlega 1,1 milljarðs króna í lok árs 2017. Lyfjaþróunarfyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss, tryggði sér fjármögnun upp á 15,5 milljónir svissneskra franka, jafnvirði um 1,9 milljarða króna, í byrjun ársins en fjármögnunin var leidd af fjárfestingafélaginu Tekla Capital Management í Boston. Auk félagsins lögðu Nan Fung Life Sciences, sem er hluti af kínversku samstæðunni Nan Fung Group, og fyrri hluthafar Oculis lyfjaþróunarfyrirtækinu til fé. Árið áður samdi Oculis við alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi um jafnvirði 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Virði lyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, jókst um hátt í sjötíu prósent í bókum vaxtarsjóðsins Brunns í fyrra og var um 7,9 milljarðar króna í lok ársins. Sjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa og Brunns Ventures GP, á 18 prósenta hlut í Oculis sem var í lok síðasta árs metinn á ríflega 1,4 milljarða króna í ársreikningi hans. Til samanburðar fór Brunnur með 24 prósenta hlut í Oculis að virði rúmlega 1,1 milljarðs króna í lok árs 2017. Lyfjaþróunarfyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss, tryggði sér fjármögnun upp á 15,5 milljónir svissneskra franka, jafnvirði um 1,9 milljarða króna, í byrjun ársins en fjármögnunin var leidd af fjárfestingafélaginu Tekla Capital Management í Boston. Auk félagsins lögðu Nan Fung Life Sciences, sem er hluti af kínversku samstæðunni Nan Fung Group, og fyrri hluthafar Oculis lyfjaþróunarfyrirtækinu til fé. Árið áður samdi Oculis við alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi um jafnvirði 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira