Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2019 12:16 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. AP/Jessica Hill Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, en tilefnið er að Bolton fordæmdi nýverið eldflaugaskot einræðisríkisins og sagði þau brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Á vef KCNA er haft eftir ónafngreindum talsmanni Utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu að tilraunir Norður-Kóreu séu í samræmi við rétt þeirra til sjálfsvarna. Eldflaugarnar hafi ekki beinst gegn neinu ríki og hafi ekki ógnað neinum. Því sé Bolton að skipta sér af einhverju sem komi honum ekkert við.Sjá einnig: Nýr ráðgjafi Trump umdeildur Í yfirlýsingunni segir einnig að ekki sé rétt að kalla Bolton þjóðaröryggisráðgjafa. Réttara væri að kalla hann „öryggis-eyðileggingar“ ráðgjafa og hann sé þekktur fyrir „þráhyggju“ varðandi stríð í Mið-Austurlöndum og Suður-Ameríku. Það sé engin tilviljun að „stríðsmangarinn“ sé að hvísla um stríð í eyru forseta sem kom sér undan herþjónustu, sem segist ekki hafa viljað deyja á hrísgrjónaakri í suðaustur Asíu. „Það er alls ekki skrítið að svo öfugsnúin orð komi sífellt úr munni svo gallaðs gaurs, og svona mennskur galli á skilið að hverfa sem fyrst,“ segir í yfirlýsingunni. Norður-Kóreumenn skutu nokkrum eldflaugum á loft fyrr í mánuðinum og segja sérfræðinar mögulegt að einhverjar þeirra gætu verið notaðar til að komast hjá eldflaugavörnum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Donald Trump og starfsmenn hans í Hvíta húsinu hafa gert lítið úr eldflaugaskotunum. Þegar Trump var spurður út í þau á blaðamannafundi í Japan í morgun sagði hann ekki hafa áhyggjur. Trump sagði Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, vera snjallan mann sem hafi skotið eldflaugunum á loft til að fá athygli. „Það eina sem ég veit er að það hafa ekki verið gerðar tilraunir með kjarnorkuvopn, né langdrægar eldflaugar. Engar langdrægar eldflaugar fóru á loft og ég held að einhvern daginn munum við ná samkomulagi,“ sagði Trump og bætti við að honum lægi ekki á. Það er þó ljóst að eldflaugaskotin vöktu áhyggjur í Japan og Suður-Kóreu og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan og gestgjafi Trump, fordæmdi þau harðlega. Hann sagði Japan stafa ógn af eldflaugum Norður-Kóreu en lofaði Trump fyrir nýja nálgun gagnvart einræðisríkinu. Þá lofaði Trump Kim enn einu sinni fyrir viðleitni hans til að byggja upp efnahag ríkisins og sagði einræðisríkið fátæka geta orðið efnahagslegt stórveldi.Við þetta má bæta að Norður-Kórea er eitt fátækasta ríki heims og þéna flestir íbúar þess um 400 krónur á mánuði. Hungursneyð eru tíð þar og glímir stór hluti þjóðarinnar við alvarlega vannæringu. Gífurlegum fjölda íbúa er haldið í þrælkunarbúðum við hræðilegar aðstæður. Nánast allar tekjur ríkisins fara í herinn og í kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu. Bandaríkin Donald Trump Japan Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump og Kim sammála um greindarvísitölu Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu eru sammála um það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn af forsetaframbjóðendum í forkosningum demókrata, sé með lága greindarvísitölu. 26. maí 2019 22:32 Trump gaf risavaxinn verðlaunagrip fyrir sumo glímu Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú í fjögurra daga opinberri heimsókn í Japan þar sem hann og Shinzo Abe forsætisráðherra Japans reyna að komast að samkomulagi um viðskipti ríkjanna. 26. maí 2019 20:00 Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Trump sækir nýjan Japanskeisara heim Donald Trump Bandaríkjaforseti verði í morgun fyrsti þjóðhöfðingi heimsins sem hittir nýkrýndan Japanskeisara, Naruhito. 27. maí 2019 07:20 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, en tilefnið er að Bolton fordæmdi nýverið eldflaugaskot einræðisríkisins og sagði þau brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Á vef KCNA er haft eftir ónafngreindum talsmanni Utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu að tilraunir Norður-Kóreu séu í samræmi við rétt þeirra til sjálfsvarna. Eldflaugarnar hafi ekki beinst gegn neinu ríki og hafi ekki ógnað neinum. Því sé Bolton að skipta sér af einhverju sem komi honum ekkert við.Sjá einnig: Nýr ráðgjafi Trump umdeildur Í yfirlýsingunni segir einnig að ekki sé rétt að kalla Bolton þjóðaröryggisráðgjafa. Réttara væri að kalla hann „öryggis-eyðileggingar“ ráðgjafa og hann sé þekktur fyrir „þráhyggju“ varðandi stríð í Mið-Austurlöndum og Suður-Ameríku. Það sé engin tilviljun að „stríðsmangarinn“ sé að hvísla um stríð í eyru forseta sem kom sér undan herþjónustu, sem segist ekki hafa viljað deyja á hrísgrjónaakri í suðaustur Asíu. „Það er alls ekki skrítið að svo öfugsnúin orð komi sífellt úr munni svo gallaðs gaurs, og svona mennskur galli á skilið að hverfa sem fyrst,“ segir í yfirlýsingunni. Norður-Kóreumenn skutu nokkrum eldflaugum á loft fyrr í mánuðinum og segja sérfræðinar mögulegt að einhverjar þeirra gætu verið notaðar til að komast hjá eldflaugavörnum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Donald Trump og starfsmenn hans í Hvíta húsinu hafa gert lítið úr eldflaugaskotunum. Þegar Trump var spurður út í þau á blaðamannafundi í Japan í morgun sagði hann ekki hafa áhyggjur. Trump sagði Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, vera snjallan mann sem hafi skotið eldflaugunum á loft til að fá athygli. „Það eina sem ég veit er að það hafa ekki verið gerðar tilraunir með kjarnorkuvopn, né langdrægar eldflaugar. Engar langdrægar eldflaugar fóru á loft og ég held að einhvern daginn munum við ná samkomulagi,“ sagði Trump og bætti við að honum lægi ekki á. Það er þó ljóst að eldflaugaskotin vöktu áhyggjur í Japan og Suður-Kóreu og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan og gestgjafi Trump, fordæmdi þau harðlega. Hann sagði Japan stafa ógn af eldflaugum Norður-Kóreu en lofaði Trump fyrir nýja nálgun gagnvart einræðisríkinu. Þá lofaði Trump Kim enn einu sinni fyrir viðleitni hans til að byggja upp efnahag ríkisins og sagði einræðisríkið fátæka geta orðið efnahagslegt stórveldi.Við þetta má bæta að Norður-Kórea er eitt fátækasta ríki heims og þéna flestir íbúar þess um 400 krónur á mánuði. Hungursneyð eru tíð þar og glímir stór hluti þjóðarinnar við alvarlega vannæringu. Gífurlegum fjölda íbúa er haldið í þrælkunarbúðum við hræðilegar aðstæður. Nánast allar tekjur ríkisins fara í herinn og í kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu.
Bandaríkin Donald Trump Japan Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump og Kim sammála um greindarvísitölu Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu eru sammála um það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn af forsetaframbjóðendum í forkosningum demókrata, sé með lága greindarvísitölu. 26. maí 2019 22:32 Trump gaf risavaxinn verðlaunagrip fyrir sumo glímu Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú í fjögurra daga opinberri heimsókn í Japan þar sem hann og Shinzo Abe forsætisráðherra Japans reyna að komast að samkomulagi um viðskipti ríkjanna. 26. maí 2019 20:00 Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Trump sækir nýjan Japanskeisara heim Donald Trump Bandaríkjaforseti verði í morgun fyrsti þjóðhöfðingi heimsins sem hittir nýkrýndan Japanskeisara, Naruhito. 27. maí 2019 07:20 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Trump og Kim sammála um greindarvísitölu Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu eru sammála um það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn af forsetaframbjóðendum í forkosningum demókrata, sé með lága greindarvísitölu. 26. maí 2019 22:32
Trump gaf risavaxinn verðlaunagrip fyrir sumo glímu Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú í fjögurra daga opinberri heimsókn í Japan þar sem hann og Shinzo Abe forsætisráðherra Japans reyna að komast að samkomulagi um viðskipti ríkjanna. 26. maí 2019 20:00
Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55
Trump sækir nýjan Japanskeisara heim Donald Trump Bandaríkjaforseti verði í morgun fyrsti þjóðhöfðingi heimsins sem hittir nýkrýndan Japanskeisara, Naruhito. 27. maí 2019 07:20
Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24