Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2019 19:55 Raðir mynduðust fyrir utan kjörstaði í dag. getty/Dursun Aydemir Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. Kosið er til evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Meðal annars er kosiðí Ungverjalandi þar hægri þjóðernissinninn Viktor Orban situr í stóli forsætisráðherra. Hann ítrekaði andstöðu sína við farand- og flóttafólk í dag. „Ég held að það sé hægt að stöðva fólksflutningana í mörgum löndum, sérstaklega í Vestur-Evrópu. Stjórnmálamenn reyna að sannfæra fólkið um að það sé ekki hægt að stöðva þá en ég held að það sé ekki rétt,“ sagði Orban eftir að hafa kosið. Ráðandi flokkar áÍtalíu, í Austurríki og aðrir poppulískir hægriflokkar taka undir með Orban og hafa heitiðþví að vinna saman á evrópuþinginu að loknum kosningum.Tvístígandi Bretar kjósa til Evrópuþings Það er síðan hálf spaugilegt að Bretar kjósa til Evrópuþingsins þótt þeir séu eins og hauslausar hænur að reyna að hlaupa út úr sambandinu þessi misserin sem ekki hefur tekist enn vegna sundurlindis heima fyrir. Sumir gæla enn viðþá von að Bretar verði áfram í ESB eins og Breda Herlihy sem kaus í dag. „Ég greiddi því atkvæði að við yrðum áfram í Evrópusambandinu og ég vona aðþað verði niðurstaðan á endanum. En ég get skilið fólk sem greiddi atkvæði með Brexit vegna þeirra dásamlegu loforða sem gefin voru á sínum tíma,“ sagði Herlihy eftir að hafa kosið til Evrópuþingsins kannski í síðasta skipti.Sérkennilegir tímar Það er ekki víst að Emmanuel Macron Frakklandsforseti verði ánægður meðúrslitin þvíútlit er fyrir að flokkar sem styðja frekari evrópusamruna tapi fylgi, en víst er að framundan eru spennuþrungin ár í evrópustjórnmálum. Samlandi hans, frú Solange Benillouche, telur sumt fólk skorta heildarsýn. „Já, við lifum á sérkennilegum tímum þar sem popúlismi er of sterkur. Fólk verður að sjá heildarmyndina og sjá hlutina skýrar,“ sagði hún eftir að hafa kosið. Síðustu kjörstöðum verður lokaðáÍtalíu klukkan níu í kvöld og fljótlega upp úr þvíættu nokkuðáræðanlegar tölur að liggja fyrir. En Evrópusinnar áÍslandi ásamt Micahel Mann sendiherra Evrópusambandsins áÍslandi verða með kosningavöku í Stúdentakjallaranum í kvöld. „Það er mikilvægt að muna að Evrópuþingið er mjög mikilvægt sem stofnun, það setur lögin fyrir Evrópusambandið. Það gerir þaðásamt ráðherrum aðildarríkjanna. Þetta er mjög lýðræðislegt kerfi þótt margir haldi því fram aðþað skorti á lýðræðiðí Evrópusambandinu en ég er alls ekki sammálal því. Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. Kosið er til evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Meðal annars er kosiðí Ungverjalandi þar hægri þjóðernissinninn Viktor Orban situr í stóli forsætisráðherra. Hann ítrekaði andstöðu sína við farand- og flóttafólk í dag. „Ég held að það sé hægt að stöðva fólksflutningana í mörgum löndum, sérstaklega í Vestur-Evrópu. Stjórnmálamenn reyna að sannfæra fólkið um að það sé ekki hægt að stöðva þá en ég held að það sé ekki rétt,“ sagði Orban eftir að hafa kosið. Ráðandi flokkar áÍtalíu, í Austurríki og aðrir poppulískir hægriflokkar taka undir með Orban og hafa heitiðþví að vinna saman á evrópuþinginu að loknum kosningum.Tvístígandi Bretar kjósa til Evrópuþings Það er síðan hálf spaugilegt að Bretar kjósa til Evrópuþingsins þótt þeir séu eins og hauslausar hænur að reyna að hlaupa út úr sambandinu þessi misserin sem ekki hefur tekist enn vegna sundurlindis heima fyrir. Sumir gæla enn viðþá von að Bretar verði áfram í ESB eins og Breda Herlihy sem kaus í dag. „Ég greiddi því atkvæði að við yrðum áfram í Evrópusambandinu og ég vona aðþað verði niðurstaðan á endanum. En ég get skilið fólk sem greiddi atkvæði með Brexit vegna þeirra dásamlegu loforða sem gefin voru á sínum tíma,“ sagði Herlihy eftir að hafa kosið til Evrópuþingsins kannski í síðasta skipti.Sérkennilegir tímar Það er ekki víst að Emmanuel Macron Frakklandsforseti verði ánægður meðúrslitin þvíútlit er fyrir að flokkar sem styðja frekari evrópusamruna tapi fylgi, en víst er að framundan eru spennuþrungin ár í evrópustjórnmálum. Samlandi hans, frú Solange Benillouche, telur sumt fólk skorta heildarsýn. „Já, við lifum á sérkennilegum tímum þar sem popúlismi er of sterkur. Fólk verður að sjá heildarmyndina og sjá hlutina skýrar,“ sagði hún eftir að hafa kosið. Síðustu kjörstöðum verður lokaðáÍtalíu klukkan níu í kvöld og fljótlega upp úr þvíættu nokkuðáræðanlegar tölur að liggja fyrir. En Evrópusinnar áÍslandi ásamt Micahel Mann sendiherra Evrópusambandsins áÍslandi verða með kosningavöku í Stúdentakjallaranum í kvöld. „Það er mikilvægt að muna að Evrópuþingið er mjög mikilvægt sem stofnun, það setur lögin fyrir Evrópusambandið. Það gerir þaðásamt ráðherrum aðildarríkjanna. Þetta er mjög lýðræðislegt kerfi þótt margir haldi því fram aðþað skorti á lýðræðiðí Evrópusambandinu en ég er alls ekki sammálal því.
Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira