Sundriðið á nærbuxunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2019 19:15 Knöpunum og hestunum gekk mjög vel að sundríða í sjónum við Stokkseyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hestamennirnir sem fóru í baðreiðtúr í fjörunni á Stokkseyri um helgina kalla ekki allt ömmu sína því karlmennirnir í hópnum fóru berbakt á nærbuxunum einum saman á hestunum í sjóinn á meðan konurnar voru fullklæddar. Árlegur baðtúr hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi var í gær en þá var riðið í fjöruna á Stokkseyri þar sem hestamenn á Eyrarbakka og Stokkseyri hittu Selfyssingana. Það er alltaf spenna í baðtúrnum, hverjir þora á hestunum sínum í sjóinn og hvernig hestarnir haga sér í sjónum. „Við förum alltaf hérna einn laugardag á vorin og hetjurnar sundríða, við hinir horfum á. Það var talað um það þegar menn voru alltaf með hesta á básum, þá voru þeir stundum með flórlæri og þeir komu hingað til að skola lærin á þeim en núna er þeir með svo mikinn spæni að það er engin flór lengur“, segir Magnús Ólafsson, formaður Sleipinis. Hannes og Lýsingur eftir að þeir höfðu sundriðið í sjónum.Magnús HlynurStrákarnir í hópnum fóru berbakt í sjóinn á nærbuxunum. Hannes Kristmundsson var fyrstur til að fara í sjóinn á hestinum Lýsingi. Hann segir mjög skemmtilegt að sundríða og að hestarnir hafi ekki síður gaman af því en knaparnir. „Þetta gekk bara ljómandi vel, hann var ekki alveg til í að fara þarna út í fyrst, ég þurfti að teyma hann út á tangann en svo tók hann bara vel í þetta“. En er erfitt og flókið að sundríða? „Nei, maður gerir í rauninni ekki neitt, hesturinn sér um þetta, það er bara þannig, maður heldur bara í faxið og fer með“, segir Hannes. Elín Rós og Ótti eru hér til hægri í sjónum á Stokkseyri.Konunum í hópnum fannst meiriháttar að fara á hestunum í sjóinn. „Heyrðu, þetta var dásemd, þetta er rosa skemmtilegt og gott fyrir hestana. Þetta er ekkert mál, en þú verður samt að kunna hvað þú ert að gera, en bara eins og ég segi, allir ættir að prófa þetta“, segir Elín Rós Hölludóttir, sem var á hestinum Ótta. Knapar höfðu mjög gaman af baðtúrnum á Stokkseyri. Hér er Sigrún Sigurjónsdóttir á sínum hesti.Magnús HlynurIngvi Tryggvason tók sig vel út á sínum hesti þegar þeir voru búnir að fara í sjóinn.Magnús Hlynur Árborg Landbúnaður Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Hestamennirnir sem fóru í baðreiðtúr í fjörunni á Stokkseyri um helgina kalla ekki allt ömmu sína því karlmennirnir í hópnum fóru berbakt á nærbuxunum einum saman á hestunum í sjóinn á meðan konurnar voru fullklæddar. Árlegur baðtúr hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi var í gær en þá var riðið í fjöruna á Stokkseyri þar sem hestamenn á Eyrarbakka og Stokkseyri hittu Selfyssingana. Það er alltaf spenna í baðtúrnum, hverjir þora á hestunum sínum í sjóinn og hvernig hestarnir haga sér í sjónum. „Við förum alltaf hérna einn laugardag á vorin og hetjurnar sundríða, við hinir horfum á. Það var talað um það þegar menn voru alltaf með hesta á básum, þá voru þeir stundum með flórlæri og þeir komu hingað til að skola lærin á þeim en núna er þeir með svo mikinn spæni að það er engin flór lengur“, segir Magnús Ólafsson, formaður Sleipinis. Hannes og Lýsingur eftir að þeir höfðu sundriðið í sjónum.Magnús HlynurStrákarnir í hópnum fóru berbakt í sjóinn á nærbuxunum. Hannes Kristmundsson var fyrstur til að fara í sjóinn á hestinum Lýsingi. Hann segir mjög skemmtilegt að sundríða og að hestarnir hafi ekki síður gaman af því en knaparnir. „Þetta gekk bara ljómandi vel, hann var ekki alveg til í að fara þarna út í fyrst, ég þurfti að teyma hann út á tangann en svo tók hann bara vel í þetta“. En er erfitt og flókið að sundríða? „Nei, maður gerir í rauninni ekki neitt, hesturinn sér um þetta, það er bara þannig, maður heldur bara í faxið og fer með“, segir Hannes. Elín Rós og Ótti eru hér til hægri í sjónum á Stokkseyri.Konunum í hópnum fannst meiriháttar að fara á hestunum í sjóinn. „Heyrðu, þetta var dásemd, þetta er rosa skemmtilegt og gott fyrir hestana. Þetta er ekkert mál, en þú verður samt að kunna hvað þú ert að gera, en bara eins og ég segi, allir ættir að prófa þetta“, segir Elín Rós Hölludóttir, sem var á hestinum Ótta. Knapar höfðu mjög gaman af baðtúrnum á Stokkseyri. Hér er Sigrún Sigurjónsdóttir á sínum hesti.Magnús HlynurIngvi Tryggvason tók sig vel út á sínum hesti þegar þeir voru búnir að fara í sjóinn.Magnús Hlynur
Árborg Landbúnaður Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira