Gagnrýnir málþóf Miðflokksins þrátt fyrir eigin andstöðu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2019 14:00 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/vilhelm Formaður Flokks fólksins gagnrýnir málþófið sem Miðflokkurinn hefur staðið fyrir á Alþingi um þriðja orkupakkann síðustu daga. Hún segir dapurt hvernig ásýnd þingsins sé út á við og senda eigi málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður samfylkingarinnar og Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddu þar ásýnd Alþingis. Þær töldu bagalegt að málefni rati í fjölmiðla áður en búið er að vinna þau hjá bæði hjá forsætisnefnd og siðanefnd Alþingis, augljóst sé að ekki ríki trúnaður í nefndum, þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir því. „Þessi ásynd okkar út á við er auðvitað mjög sorgleg. Málþófið sem stendur yfir núna, siðanefndarmál endlaus. Þetta er allt eitthvað sem er mjög sorglegt og hleg held að við þurfum einhvernveginn öll að taka til okkar og velta fyrir okkur hvað við getum lagt að mörkum til að bæta ásýnd þingsins,“ sagði Bryndís um þingstörfin síðustu daga. Inga tók undir með henni og taldi einnig að Alþingi þyrfti að gera betur. Þar benti hún meðal annars á málþóf Miðflokksins. „Í rauninni er það ekki stjórnarandstaðan í málþófi núna, heldur er það einn flokkur sem er búinn að halda okkur í gíslingu. Ég segi þó að ég sé talsmaður þess og mun kjósa gegn orkupakka þrjú. Ég horfi á það allt öðrum augum en verið er að gera nú. Það er enginn áróðursherferð í mínum huga hvað lítur að þessum orkupakka. Ég vil bara segja við erum með frábæran samning sem er EES-samningurinn, við erum með frábæran samning sem hefur komið okkur þangað þar sem við erum efnahagslega. Það breytir ekki þeirri staðreynd að ég lít á það sem samning,” sagði Inga. Helga Vala nefndi svo mál Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Hann endurtók orðrétt ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu sinnar, sem siðanefnd þingsins taldi hafa brotið gegn siðareglum. Þau vörðuðu aksturspeninga Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Taldi Helga Vala að gegnsæi ætti að ríkja í málum eins og Ásmundar sem endurgreiddi hluta upphæðarinnar sem hann fékk frá Alþingi eftir ásakanir um að hann hefði fengið ofgreitt. Ekki ætti að skjóta sendiboðann. „Ég held að þegar rykið sest, ef það sest einhvern tímann, að við getum öll verið sammála um að þetta gegnsæi eigi að ríkja um allar endugreiðslur til okkar þingmanna. Ég held að við eigum einhvers staðar að þakka þá allavegana seiglu Björns Leví sem hætti ekki að spyrja,” sagði Helga Vala. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Formaður Flokks fólksins gagnrýnir málþófið sem Miðflokkurinn hefur staðið fyrir á Alþingi um þriðja orkupakkann síðustu daga. Hún segir dapurt hvernig ásýnd þingsins sé út á við og senda eigi málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður samfylkingarinnar og Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddu þar ásýnd Alþingis. Þær töldu bagalegt að málefni rati í fjölmiðla áður en búið er að vinna þau hjá bæði hjá forsætisnefnd og siðanefnd Alþingis, augljóst sé að ekki ríki trúnaður í nefndum, þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir því. „Þessi ásynd okkar út á við er auðvitað mjög sorgleg. Málþófið sem stendur yfir núna, siðanefndarmál endlaus. Þetta er allt eitthvað sem er mjög sorglegt og hleg held að við þurfum einhvernveginn öll að taka til okkar og velta fyrir okkur hvað við getum lagt að mörkum til að bæta ásýnd þingsins,“ sagði Bryndís um þingstörfin síðustu daga. Inga tók undir með henni og taldi einnig að Alþingi þyrfti að gera betur. Þar benti hún meðal annars á málþóf Miðflokksins. „Í rauninni er það ekki stjórnarandstaðan í málþófi núna, heldur er það einn flokkur sem er búinn að halda okkur í gíslingu. Ég segi þó að ég sé talsmaður þess og mun kjósa gegn orkupakka þrjú. Ég horfi á það allt öðrum augum en verið er að gera nú. Það er enginn áróðursherferð í mínum huga hvað lítur að þessum orkupakka. Ég vil bara segja við erum með frábæran samning sem er EES-samningurinn, við erum með frábæran samning sem hefur komið okkur þangað þar sem við erum efnahagslega. Það breytir ekki þeirri staðreynd að ég lít á það sem samning,” sagði Inga. Helga Vala nefndi svo mál Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Hann endurtók orðrétt ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu sinnar, sem siðanefnd þingsins taldi hafa brotið gegn siðareglum. Þau vörðuðu aksturspeninga Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Taldi Helga Vala að gegnsæi ætti að ríkja í málum eins og Ásmundar sem endurgreiddi hluta upphæðarinnar sem hann fékk frá Alþingi eftir ásakanir um að hann hefði fengið ofgreitt. Ekki ætti að skjóta sendiboðann. „Ég held að þegar rykið sest, ef það sest einhvern tímann, að við getum öll verið sammála um að þetta gegnsæi eigi að ríkja um allar endugreiðslur til okkar þingmanna. Ég held að við eigum einhvers staðar að þakka þá allavegana seiglu Björns Leví sem hætti ekki að spyrja,” sagði Helga Vala.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09
Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26
Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34