Milwaukee byrjaði af miklum krafti og var þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en Toronto náði að saxa á forskotið fyrir hálfleik.
Eftir þriðja leikhlutann var staðan svo 76-71, Milwaukee í vil, en frábær fjórði leikhluti gerði það að verkum að Toronto fór með sigur af hólmi og er komið í fyrsta úrslitaleik í sögu félagsins.
@kawhileonard's 27 PTS, 17 REB, 7 AST in the Game 6 win propel the @Raptors to their first ever #NBAFinals Presented by @YouTubeTV! #WeTheNorth#NBAPlayoffspic.twitter.com/MxsK8RSjal
— NBA (@NBA) May 26, 2019
Kawhi Leonard var magnaður í liði Toronto en hann gerði 27 stig og tók sautján fráköst auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Næstur honum var Pascal Siakam með átján stig.
Grikkinn Giannis Antetokounmpo var stigahæstur hjá Milwaukee en hann gerði 21 stig auk þess að taka átján fráköst. Brook Lopez skoraði 18 stig og tók níu fráköst.
Fyrsti leikur ríkjandi meistara, Golden State Warriors, og Toronto verður þann 30. maí.
"Best 7 years of my life" - @Klow7@TangerineHoops Game Highlights
Watch: https://t.co/xuCIJa6pCCpic.twitter.com/j4Lv0Ie9aU
— Toronto Raptors (@Raptors) May 26, 2019