„Eurovision fór fram í Tel Aviv á meðan fólk þjáðist aðeins örfáum kílómetrum í burtu“ Sylvía Hall skrifar 24. maí 2019 18:31 Bashar Murad er staddur hér á landi með hljómsveitinni Hatara. Skjáskot Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad segir það hafa verið mikilvægt að gefa út lag hans og hljómsveitarinnar Hatara á þessum tímapunkti, skömmu eftir að Eurovision fór fram í Tel Aviv. Það hafi skotið skökku við að fólk væri að gleðjast yfir söngvakeppninni á meðan fólk væri að þjást aðeins örfáum kílómetrum í burtu. Þetta kom fram í viðtali við Murad í Popplandi í dag en hann er staddur hér á landi á tónleikaferðalagi með Hatara. Í nótt gáfu þeir út lagið Klefi/Samed (صامد) en tónlistarmyndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu, líklega á svipuðum tíma og tökur á Eurovision-póstkortinu fóru fram í apríl og hefur lagið fengið hátt í tvö hundruð þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.Sjá einnig: Nýtt lag Hatara og Murad komið út Arabískur titill lagsins, Samed (صامد), þýðir staðfesta og er tilvísun í staðfestu palestínsku þjóðarinnar. Murad segir lagið fjalla um baráttu Palestínumanna fyrir tilverurétti sínum á meðan heimsbyggðin virðist hundsa þeirra aðstæður. „Textinn fjallar í raun um þá staðreynd að við erum hér, það er ekki hægt að afmá okkur og sú staðreynd að við veifum fána þýðir ekki að við séum að ráðast á neinn heldur erum við einungis að minna á þá staðreynd að við erum til,“ segir Murad. Í myndbandinu kemur palestínski fáninn nokkrum sinnum fyrir. Murad segir það ekki vera árás á neinn að veifa fána Palestínu, heldur sé það einungis áminning um tilvist fólksins sem þar býr.SkjáskotKynntist sveitinni á Skype Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Hann kynntist sveitinni í aðdraganda Eurovision eftir að Hatari hafði lýst yfir áhuga á því að komast í kynni við tónlistarmenn frá Palestínu og fá sjónarhorn á báðar hliðar ástandsins. Þeir hafi því átt fund í gegnum Skype og þar hafi samstarfið í raun hafist. „Þeir sendu mér undirspil lagsins og textinn kom til mín samstundis. Lagið var svo sterkt og mér fannst mikilvægt að það yrði gefið út svo heimurinn fengi að heyra það og þar með koma ástandinu heima aftur í umræðuna,“ segir Murad. Hann segir palestínsku tónlistarsenuna vera í miklum blóma þessa stundina og að hans kynslóð líti svo á að það sé á þeirra ábyrgð að láta raddir og skilaboð Palestínumanna heyrast í alþjóðasamfélaginu. Fólkið þar sé komið með nóg af þeirri orðræðu um Palestínumenn sem virðist hafa náð fótfestu víða um heim. „Ég held að besta leiðin til þess sé í gegnum samstarf við aðra listamenn sem deila sömu hugmyndafræði um frið, ást og réttlæti fyrir alla.“ Eurovision Ísrael Menning Palestína Tónlist Tengdar fréttir Nýtt lag Hatara og Murad komið út Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. 24. maí 2019 07:02 Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad segir það hafa verið mikilvægt að gefa út lag hans og hljómsveitarinnar Hatara á þessum tímapunkti, skömmu eftir að Eurovision fór fram í Tel Aviv. Það hafi skotið skökku við að fólk væri að gleðjast yfir söngvakeppninni á meðan fólk væri að þjást aðeins örfáum kílómetrum í burtu. Þetta kom fram í viðtali við Murad í Popplandi í dag en hann er staddur hér á landi á tónleikaferðalagi með Hatara. Í nótt gáfu þeir út lagið Klefi/Samed (صامد) en tónlistarmyndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu, líklega á svipuðum tíma og tökur á Eurovision-póstkortinu fóru fram í apríl og hefur lagið fengið hátt í tvö hundruð þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.Sjá einnig: Nýtt lag Hatara og Murad komið út Arabískur titill lagsins, Samed (صامد), þýðir staðfesta og er tilvísun í staðfestu palestínsku þjóðarinnar. Murad segir lagið fjalla um baráttu Palestínumanna fyrir tilverurétti sínum á meðan heimsbyggðin virðist hundsa þeirra aðstæður. „Textinn fjallar í raun um þá staðreynd að við erum hér, það er ekki hægt að afmá okkur og sú staðreynd að við veifum fána þýðir ekki að við séum að ráðast á neinn heldur erum við einungis að minna á þá staðreynd að við erum til,“ segir Murad. Í myndbandinu kemur palestínski fáninn nokkrum sinnum fyrir. Murad segir það ekki vera árás á neinn að veifa fána Palestínu, heldur sé það einungis áminning um tilvist fólksins sem þar býr.SkjáskotKynntist sveitinni á Skype Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Hann kynntist sveitinni í aðdraganda Eurovision eftir að Hatari hafði lýst yfir áhuga á því að komast í kynni við tónlistarmenn frá Palestínu og fá sjónarhorn á báðar hliðar ástandsins. Þeir hafi því átt fund í gegnum Skype og þar hafi samstarfið í raun hafist. „Þeir sendu mér undirspil lagsins og textinn kom til mín samstundis. Lagið var svo sterkt og mér fannst mikilvægt að það yrði gefið út svo heimurinn fengi að heyra það og þar með koma ástandinu heima aftur í umræðuna,“ segir Murad. Hann segir palestínsku tónlistarsenuna vera í miklum blóma þessa stundina og að hans kynslóð líti svo á að það sé á þeirra ábyrgð að láta raddir og skilaboð Palestínumanna heyrast í alþjóðasamfélaginu. Fólkið þar sé komið með nóg af þeirri orðræðu um Palestínumenn sem virðist hafa náð fótfestu víða um heim. „Ég held að besta leiðin til þess sé í gegnum samstarf við aðra listamenn sem deila sömu hugmyndafræði um frið, ást og réttlæti fyrir alla.“
Eurovision Ísrael Menning Palestína Tónlist Tengdar fréttir Nýtt lag Hatara og Murad komið út Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. 24. maí 2019 07:02 Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Nýtt lag Hatara og Murad komið út Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. 24. maí 2019 07:02
Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00