Kringlan plastpokalaus innan árs Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2019 09:32 Í Kringlunni eru starfræktar á annað hundrað verslanir, fjöldi veitingahúsa og kvikmyndahú Vísir/Vilhelm Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Haft er eftir Sigurjón Erni Þórissyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar, í tilkynningunni að undanfarin 10 ár hafi verið unnið í því að gera starfsemi verslunarmiðstöðvarinnar umhverfisvænni. „Grænu skrefin hófust þegar við ákváðum fyrir áratug að setja rekstraraðilum Kringlunnar markmið um að flokka allan þann pappa og það plast sem fellur til í húsinu en eins og gefur að skilja er um gríðarlegt mikið magn að ræða sem fellur til á hverju ári,“ segir Sigurjón. „Því næst snérum við okkur að lífrænum úrgangi. Hann er nú allur flokkaður og afgreiddur með réttum hætti. Þriðja græna skrefið snéri að endurnýjun á ljósaburði Kringlunnar. Hún var framkvæmd með umhverfisvernd að leiðarljósi en LED ljósin spila þar stóran þátt. Stærstur hluti bílastæðahúsa og stór hluti verslunarkjarnans er nú lýstur með slíkri lýsingu,” segir framkvæmdastjórinn ennfremur. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.Vísir Það verði þó að stíga enn fleiri skref að mati Sigurjóns og nú sé komið að því að gera Kringluna plastpokalausa. „Flestum er kunnugt um þá umhverfisvá sem fylgir notkun plasts og plastpoka og þá er það verðugt verkefni fyrir Kringluna að takast á við. Þetta næsta græna spor Kringlunnar felur í sér að Kringlan geri samkomulag við verslanir í húsinu um að hætta notkun á plastpokum fyrir þær vörur sem seldar eru og snúi sér þess í stað á notkun umhverfisvænni umbúða,” segir Sigurjón. Verkefnið hófst síðla árs 2017 og þá þegar gengu margar verslanir til samstarfs við Kringluna um að skipta plasti út fyrir umhverfisvænar umbúðir. Þær verslanir eru sérstaklega merktar í gluggum þeirra með grænum miða sem á stendur: „Við styðjum verkefnið plastpokalaus Kringla“. Um þriðjungur verslana Kringlunnar er nú þegar búinn að segja skilið við plastpokana og segist Sigurjón vona að strax 1. janúar 2020 verði Kringlan orðin alfarið plastpokalaus. Neytendur Reykjavík Umhverfismál Kringlan Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Haft er eftir Sigurjón Erni Þórissyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar, í tilkynningunni að undanfarin 10 ár hafi verið unnið í því að gera starfsemi verslunarmiðstöðvarinnar umhverfisvænni. „Grænu skrefin hófust þegar við ákváðum fyrir áratug að setja rekstraraðilum Kringlunnar markmið um að flokka allan þann pappa og það plast sem fellur til í húsinu en eins og gefur að skilja er um gríðarlegt mikið magn að ræða sem fellur til á hverju ári,“ segir Sigurjón. „Því næst snérum við okkur að lífrænum úrgangi. Hann er nú allur flokkaður og afgreiddur með réttum hætti. Þriðja græna skrefið snéri að endurnýjun á ljósaburði Kringlunnar. Hún var framkvæmd með umhverfisvernd að leiðarljósi en LED ljósin spila þar stóran þátt. Stærstur hluti bílastæðahúsa og stór hluti verslunarkjarnans er nú lýstur með slíkri lýsingu,” segir framkvæmdastjórinn ennfremur. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.Vísir Það verði þó að stíga enn fleiri skref að mati Sigurjóns og nú sé komið að því að gera Kringluna plastpokalausa. „Flestum er kunnugt um þá umhverfisvá sem fylgir notkun plasts og plastpoka og þá er það verðugt verkefni fyrir Kringluna að takast á við. Þetta næsta græna spor Kringlunnar felur í sér að Kringlan geri samkomulag við verslanir í húsinu um að hætta notkun á plastpokum fyrir þær vörur sem seldar eru og snúi sér þess í stað á notkun umhverfisvænni umbúða,” segir Sigurjón. Verkefnið hófst síðla árs 2017 og þá þegar gengu margar verslanir til samstarfs við Kringluna um að skipta plasti út fyrir umhverfisvænar umbúðir. Þær verslanir eru sérstaklega merktar í gluggum þeirra með grænum miða sem á stendur: „Við styðjum verkefnið plastpokalaus Kringla“. Um þriðjungur verslana Kringlunnar er nú þegar búinn að segja skilið við plastpokana og segist Sigurjón vona að strax 1. janúar 2020 verði Kringlan orðin alfarið plastpokalaus.
Neytendur Reykjavík Umhverfismál Kringlan Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira