Forseti Alþingis höfðar til samvisku Miðflokksmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2019 09:18 Þingmenn Miðflokksins hafa verið fastagestir í ræðusól Alþingis undanfarna viku, hvort sem er dag eða nótt. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit þingfundi klukkan níu í morgun að lokinni sautján klukkustunda umræðu um þriðja orkupakkann. Steingrímur nýtti tækifærið og flutti tölu til Miðflokksmanna sem staðið hafa fyrir málþófi í málinu sem hefur verið til umræðu í 70 klukkustundir í heildina. Þingmenn Miðflokksins skiptust á að svara hver öðrum í alla nótt. Enn voru þingmenn á mælendaskrá þegar Steingrímur flutti erindi rétt fyrir klukkan níu. Benti hann á að hálftími væri í að fyrstu fundir hæfust í þingnefndum og því þyrfti að slíta fundi.Þrátt fyrir enn einn langan fund um málið væri ekki útlit fyrir niðurstöðu, að sögn Steingríms. Umræðunni mætti ljúka bæðu þingmenn Miðflokksins ekki endurtekið um orðið. Í ljósi reynslunnar væri það ekki eitthvað sem stefndi í. „Þingmenn Miðflokksins hafa nýtt ræðumöguleika sína hressilega í þessu máli og líka notið góðvildar forseta.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/ernirSteingrímur minnti á að átján mál biðu umfjöllunar á Alþingi. Umræðurnar væru orðnar langar en Miðflokksmenn hefðu rætt það í sextíu klukkustundir af þeim sjötíu sem málið hefur fengið. „Þetta eru orðnar langar umræður. Ekkert annað hefur komist á dagskrá Alþingis í rúma viku,“ sagði Steingrímur. Það sé skylda forseta Alþingis að gæta réttinda þingmanna. Að á þeim sé ekki brotið á nokkurn hátt. „Frelsið er mikilvægt eins og réttur þingmanna en frelsi eins má ekki vera á kostnað frelsis annarra,“ sagði Steingrímur. Reikna mætti með að fjölmargir þingmenn vildu tjá sig eðlilega um önnur mál sem bíða afgreiðslu á þingi nú þegar sumarið er handan við hornið. Í það stefni að mikil vinna sem farið hafi verið í í þingnefndum í vetur fari forgörðum.Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann veitti einnig viðbrögð vegna úrskurðar Persónuverndar í Klaustursmálinu.„Forseti vill hvetja forystumenn Miðflokksins og þingmenn alla að hugleiða framhaldið vel,“ sagði Steingrímur. „Forseti ítrekar þessa hvatningu hvort þeir séu ekki tiilbúnir að hugleiða nú milli funda hvort þeir geti ekki takmarkað eða dregið úr ræðuhöldum svo ljúka megi umræðu.“ Sleit Steingrímur í framhaldinu þingfundi. Verður fróðlegt að sjá viðbrögð Miðflokksmanna við skilaboðum forseta Alþingis til þeirra. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit þingfundi klukkan níu í morgun að lokinni sautján klukkustunda umræðu um þriðja orkupakkann. Steingrímur nýtti tækifærið og flutti tölu til Miðflokksmanna sem staðið hafa fyrir málþófi í málinu sem hefur verið til umræðu í 70 klukkustundir í heildina. Þingmenn Miðflokksins skiptust á að svara hver öðrum í alla nótt. Enn voru þingmenn á mælendaskrá þegar Steingrímur flutti erindi rétt fyrir klukkan níu. Benti hann á að hálftími væri í að fyrstu fundir hæfust í þingnefndum og því þyrfti að slíta fundi.Þrátt fyrir enn einn langan fund um málið væri ekki útlit fyrir niðurstöðu, að sögn Steingríms. Umræðunni mætti ljúka bæðu þingmenn Miðflokksins ekki endurtekið um orðið. Í ljósi reynslunnar væri það ekki eitthvað sem stefndi í. „Þingmenn Miðflokksins hafa nýtt ræðumöguleika sína hressilega í þessu máli og líka notið góðvildar forseta.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/ernirSteingrímur minnti á að átján mál biðu umfjöllunar á Alþingi. Umræðurnar væru orðnar langar en Miðflokksmenn hefðu rætt það í sextíu klukkustundir af þeim sjötíu sem málið hefur fengið. „Þetta eru orðnar langar umræður. Ekkert annað hefur komist á dagskrá Alþingis í rúma viku,“ sagði Steingrímur. Það sé skylda forseta Alþingis að gæta réttinda þingmanna. Að á þeim sé ekki brotið á nokkurn hátt. „Frelsið er mikilvægt eins og réttur þingmanna en frelsi eins má ekki vera á kostnað frelsis annarra,“ sagði Steingrímur. Reikna mætti með að fjölmargir þingmenn vildu tjá sig eðlilega um önnur mál sem bíða afgreiðslu á þingi nú þegar sumarið er handan við hornið. Í það stefni að mikil vinna sem farið hafi verið í í þingnefndum í vetur fari forgörðum.Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann veitti einnig viðbrögð vegna úrskurðar Persónuverndar í Klaustursmálinu.„Forseti vill hvetja forystumenn Miðflokksins og þingmenn alla að hugleiða framhaldið vel,“ sagði Steingrímur. „Forseti ítrekar þessa hvatningu hvort þeir séu ekki tiilbúnir að hugleiða nú milli funda hvort þeir geti ekki takmarkað eða dregið úr ræðuhöldum svo ljúka megi umræðu.“ Sleit Steingrímur í framhaldinu þingfundi. Verður fróðlegt að sjá viðbrögð Miðflokksmanna við skilaboðum forseta Alþingis til þeirra.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira