Ellefu ára veru LeBron í úrvalsliði NBA lokið en hann náði samt Kobe, Kareem og Duncan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 14:30 LeBron James var óvenju mikið frá vegna meiðsla í vetur og Lakers liðið hrundi á meðan. Getty/Allen Berezovsky LeBron James var ekki valinn í úrvalslið ársins í NBA-deildinni í körfubolta en vali bandarísku fjölmiðlamannanna var gert opinbert í gær. Það kom kannski ekki mikið á óvart enda búið að vera skrýtið ár hjá honum. Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks og James Harden hjá Houston Rockets fengu báðir fullt hús í fyrsta lið ársins en með þeim í liðinu voru þeir Paul George hjá Oklahoma City Thunder, Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets.LeBron James' streak of 11 straight seasons as First Team All-NBA is officially snapped. pic.twitter.com/s1iGGzVc0Z — ESPN (@espn) May 23, 2019LeBron James hafði verið valinn í þetta fyrsta lið NBA ellefu ár í röð en varð nú að sætta sig við að vera í þriðja liði ársins. Hann var síðast utan besta úrvalsliðsins árið 2007 þegar hann var valinn í annað liðið. LeBron James setti samt met með því að komast í eitt af þessum þremur úrvalsliðum deildarinnar fimmtánda árið í röð. Með því jafnaði hann met þeirra Kobe Bryant, Tim Duncan og Kareem Abdul-Jabbar.Your 2018-19 All-NBA First, Second and Third Teams... pic.twitter.com/8CVf3a1XdS — Sporting News NBA (@sn_nba) May 23, 2019Í öðru lið ársins voru þeir Damian Lillard, Kyrie Irving, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Joel Embiid. Með James í þriðja lið ársins voru Russell Westbrook, Kemba Walker, Blake Griffin og Rudy Gobert. Mikla athygli vakti að Klay Thompson hjá Golden State Warriors komst ekki í úrvalslið í ár þrátt fyrir að setja meðal annars met í þriggja stiga körfum í einum leik og vera mjög öflugur á báðum endum vallarins.LeBron joins NBA royalty for most All-NBA selections in league history pic.twitter.com/EV8k3LYUe7 — SportsCenter (@SportsCenter) May 23, 2019The All-NBA teams have been announced! pic.twitter.com/uuphHDgC6l — ESPN (@espn) May 23, 2019Val leikmanna í úrvalsliðið hefur mikil áhrif á hvað félögin geta boðið leikmönnum í laun. Besta dæmið um það er Giannis Antetokounmpo sem var í úrvalsliðinu annað árið í röð. Það þýðir að Milwaukee Bucks getur nú boðið honum metsamning. Milwaukee Bucks getur boðið Antetokounmpo 247,3 milljón dollara fyrir fimm ár næst þegar félagið og leikmaðurinn hittast við samningaborðið en það eru 30,7 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm tímabil. NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
LeBron James var ekki valinn í úrvalslið ársins í NBA-deildinni í körfubolta en vali bandarísku fjölmiðlamannanna var gert opinbert í gær. Það kom kannski ekki mikið á óvart enda búið að vera skrýtið ár hjá honum. Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks og James Harden hjá Houston Rockets fengu báðir fullt hús í fyrsta lið ársins en með þeim í liðinu voru þeir Paul George hjá Oklahoma City Thunder, Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets.LeBron James' streak of 11 straight seasons as First Team All-NBA is officially snapped. pic.twitter.com/s1iGGzVc0Z — ESPN (@espn) May 23, 2019LeBron James hafði verið valinn í þetta fyrsta lið NBA ellefu ár í röð en varð nú að sætta sig við að vera í þriðja liði ársins. Hann var síðast utan besta úrvalsliðsins árið 2007 þegar hann var valinn í annað liðið. LeBron James setti samt met með því að komast í eitt af þessum þremur úrvalsliðum deildarinnar fimmtánda árið í röð. Með því jafnaði hann met þeirra Kobe Bryant, Tim Duncan og Kareem Abdul-Jabbar.Your 2018-19 All-NBA First, Second and Third Teams... pic.twitter.com/8CVf3a1XdS — Sporting News NBA (@sn_nba) May 23, 2019Í öðru lið ársins voru þeir Damian Lillard, Kyrie Irving, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Joel Embiid. Með James í þriðja lið ársins voru Russell Westbrook, Kemba Walker, Blake Griffin og Rudy Gobert. Mikla athygli vakti að Klay Thompson hjá Golden State Warriors komst ekki í úrvalslið í ár þrátt fyrir að setja meðal annars met í þriggja stiga körfum í einum leik og vera mjög öflugur á báðum endum vallarins.LeBron joins NBA royalty for most All-NBA selections in league history pic.twitter.com/EV8k3LYUe7 — SportsCenter (@SportsCenter) May 23, 2019The All-NBA teams have been announced! pic.twitter.com/uuphHDgC6l — ESPN (@espn) May 23, 2019Val leikmanna í úrvalsliðið hefur mikil áhrif á hvað félögin geta boðið leikmönnum í laun. Besta dæmið um það er Giannis Antetokounmpo sem var í úrvalsliðinu annað árið í röð. Það þýðir að Milwaukee Bucks getur nú boðið honum metsamning. Milwaukee Bucks getur boðið Antetokounmpo 247,3 milljón dollara fyrir fimm ár næst þegar félagið og leikmaðurinn hittast við samningaborðið en það eru 30,7 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm tímabil.
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira