Rosalegur dagur hjá Dortmund á markaðnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 07:30 Julian Brandt í búningi Borussia Dortmund. Mynd/Twittersíða Borussia Dortmund Borussia Dortmund missti af þýska meistaratitlinum eftir hrun á lokasprettinum og Bayern München fagnað sigri í þýsku Bundesligunni sjöunda árið í röð. Grátleg niðurstaða fyrir lið Dortmund eftir frábært tímabil. Dortmund var meðal annars með níu stiga forystu á Bæjara í janúar en allt kom fyrir ekki. Ekkert annað lið en Bayern hefur unnið titilinn síðan að Dortmund vann hann síðast tvö ár í röð undir stjórn Jürgen Klopp frá 2011 til 2012. Það er aftur á móti enginn uppgjafartónn í herbúðum Borussia Dortmund sem sést á flugeldasýningu félagsins þegar félagsskiptamarkaðurinn opnaði á ný.Big signings made! It's been a busy day in the transfer market for Borussia Dortmund. More: https://t.co/RNHERwlJFlpic.twitter.com/pYi54zFlU2 — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019Borussia Dortmund keypti nefnilega þrjá öfluga leikmenn í gær. Liðið keypti bakvörðinn Nico Schulz frá Hoffenheim, miðjumaninn Julian Brandt frá Bayer Leverkusen og Thorgan Hazard sem er bróðir Eden Hazard hjá Chelsea. Dortmund keypti Thorgan Hazard frá Borussia Mönchengladbach. Nico Schulz er sókndjarfur bakvörður sem ætti að henta leikstíl Borussia Dortmund vel og fyllir líka í stöðu sem hefur verið veik hjá liðinu. Thorgan Hazard átti mjög flott tímabil með Gladbach þar sem hann var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í 33 leikjum. Hann var besti leikmaður síns liðs og ætti að vera detta inn á sín bestu ár í boltanum. Flestir bjuggust við að sjá Julian Brandt enda hjá Bayern München en Dortmund var á undan og fékk hann líka fyrir aðeins 25 milljónir evra sem þykir ekki mikill peningur í dag. Brandt hefur ekki viljað fara frá Leverkusen undanfarin ár en ensk stórlið eins og Liverpool, Tottenham, og Manchester United höfðu áhuga á þessum 23 ára þýska landsliðsmanni. Hjá Dortmund hafa margir leikmenn sprungið út á síðustu árum, menn eins og Robert Lewandowski, Marco Reus, Shinji Kagawa og Ousmane Dembélé. Það verður því fróðlegt að sjá hvað þeir Nico Schulz, Thorgan Hazard og Julian Brandt gera í býflugnabúningnum á næstu leiktíð.Busy 's pic.twitter.com/0tyKQjVBZl — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019BRANDT pic.twitter.com/PDfpF9Nb28 — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019HAARD pic.twitter.com/1tQniD6gkP — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019They don't call him Trgen for nothing : (@Bundesliga_EN) pic.twitter.com/LEN1kDQkQm — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019An offensive and defensive force for both club and country, welcome Nico! pic.twitter.com/n3RowSeI4c — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019 Þýski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Sjá meira
Borussia Dortmund missti af þýska meistaratitlinum eftir hrun á lokasprettinum og Bayern München fagnað sigri í þýsku Bundesligunni sjöunda árið í röð. Grátleg niðurstaða fyrir lið Dortmund eftir frábært tímabil. Dortmund var meðal annars með níu stiga forystu á Bæjara í janúar en allt kom fyrir ekki. Ekkert annað lið en Bayern hefur unnið titilinn síðan að Dortmund vann hann síðast tvö ár í röð undir stjórn Jürgen Klopp frá 2011 til 2012. Það er aftur á móti enginn uppgjafartónn í herbúðum Borussia Dortmund sem sést á flugeldasýningu félagsins þegar félagsskiptamarkaðurinn opnaði á ný.Big signings made! It's been a busy day in the transfer market for Borussia Dortmund. More: https://t.co/RNHERwlJFlpic.twitter.com/pYi54zFlU2 — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019Borussia Dortmund keypti nefnilega þrjá öfluga leikmenn í gær. Liðið keypti bakvörðinn Nico Schulz frá Hoffenheim, miðjumaninn Julian Brandt frá Bayer Leverkusen og Thorgan Hazard sem er bróðir Eden Hazard hjá Chelsea. Dortmund keypti Thorgan Hazard frá Borussia Mönchengladbach. Nico Schulz er sókndjarfur bakvörður sem ætti að henta leikstíl Borussia Dortmund vel og fyllir líka í stöðu sem hefur verið veik hjá liðinu. Thorgan Hazard átti mjög flott tímabil með Gladbach þar sem hann var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í 33 leikjum. Hann var besti leikmaður síns liðs og ætti að vera detta inn á sín bestu ár í boltanum. Flestir bjuggust við að sjá Julian Brandt enda hjá Bayern München en Dortmund var á undan og fékk hann líka fyrir aðeins 25 milljónir evra sem þykir ekki mikill peningur í dag. Brandt hefur ekki viljað fara frá Leverkusen undanfarin ár en ensk stórlið eins og Liverpool, Tottenham, og Manchester United höfðu áhuga á þessum 23 ára þýska landsliðsmanni. Hjá Dortmund hafa margir leikmenn sprungið út á síðustu árum, menn eins og Robert Lewandowski, Marco Reus, Shinji Kagawa og Ousmane Dembélé. Það verður því fróðlegt að sjá hvað þeir Nico Schulz, Thorgan Hazard og Julian Brandt gera í býflugnabúningnum á næstu leiktíð.Busy 's pic.twitter.com/0tyKQjVBZl — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019BRANDT pic.twitter.com/PDfpF9Nb28 — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019HAARD pic.twitter.com/1tQniD6gkP — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019They don't call him Trgen for nothing : (@Bundesliga_EN) pic.twitter.com/LEN1kDQkQm — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019An offensive and defensive force for both club and country, welcome Nico! pic.twitter.com/n3RowSeI4c — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019
Þýski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Sjá meira