Norður-Kóreumenn kalla Biden fávita Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2019 10:49 Joe Biden og Kim Jong Un. Vísir/AP Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, „harðstjóra“. Korean Central News Agency, opinber fréttaveita ríkisins, kallar Biden fífldjarfan vitleysing sem skorti grunnstoðir þess að vera í raun mennskur.Tilefni þessara skrifa er að Biden gagnrýndi um helgina Donald Trump, forseta, fyrir að koma sér í mjúkin hjá „harðstjórum og einræðisherrum“ eins og Kim og Vladimir Putín, forseta Rússlands. Í grein KCNA segir að Biden hafi móðgað Kim og sé fáviti með lága greindarvísitölu. Þar segir einnig að það að Biden telji sig vinsælan forsetaframbjóðenda, þrátt fyrir heimsku hans, sé til þess fallið að fá „kött til að hlæja“. Hvað svo sem það þýðir. Þar er einnig rifjað upp að Biden virtist eitt sinn sofna yfir ræðu Barack Obama, forseta, og hann hafi fengið falleinkunn í háskóla vegna ritstuldar. Þar að auki hafi hann verið sakaður um að stela ræðu bresks stjórnmálamanns. Biden er einnig sakaður um að hafa komið illa og gróflega fram við konur. „Jafnvel bandarískir fjölmiðlar skopast að honum sem manni með sturlaða munnræpu og segja hann hafa gaman af því að halda ræður en meini ekki orð sín,“ segir í grein KCNA. „Það er auðvelt að ímynda sér stefnumál sem svo vitlaus maður myndi reyna að fá framgengt.“ Þar að auki segir einnig að Biden verði aldrei fyrirgefið fyrir orð hans um Kim Jong Un og að hann muni gjalda fyrir þau. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KCNA, sem táknar í raun ummæli stjórnvalda Norður-Kóreu, talar með þessum hætti um aðila sem einræðisstjórn landsins telur andstæðinga sína. Trump var eitt sinn kallaður geðveill og elliær, Obama var kallaður api og Park Geun-hye, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu og fyrsta konan til að gegna því embætti, var eitt sinn kölluð vændiskona, samkvæmt AP fréttaveitunni.Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins, hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Eftir að fundur Trump og Kim í febrúar skilaði engri niðurstöðu virðist þó sem viðræðurnar hafi staðnað. Þrátt fyrir það hefur Trump talað um að gott persónulegt samband hans og Kim muni leiða til niðurstöðu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Norður-Kórea Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, „harðstjóra“. Korean Central News Agency, opinber fréttaveita ríkisins, kallar Biden fífldjarfan vitleysing sem skorti grunnstoðir þess að vera í raun mennskur.Tilefni þessara skrifa er að Biden gagnrýndi um helgina Donald Trump, forseta, fyrir að koma sér í mjúkin hjá „harðstjórum og einræðisherrum“ eins og Kim og Vladimir Putín, forseta Rússlands. Í grein KCNA segir að Biden hafi móðgað Kim og sé fáviti með lága greindarvísitölu. Þar segir einnig að það að Biden telji sig vinsælan forsetaframbjóðenda, þrátt fyrir heimsku hans, sé til þess fallið að fá „kött til að hlæja“. Hvað svo sem það þýðir. Þar er einnig rifjað upp að Biden virtist eitt sinn sofna yfir ræðu Barack Obama, forseta, og hann hafi fengið falleinkunn í háskóla vegna ritstuldar. Þar að auki hafi hann verið sakaður um að stela ræðu bresks stjórnmálamanns. Biden er einnig sakaður um að hafa komið illa og gróflega fram við konur. „Jafnvel bandarískir fjölmiðlar skopast að honum sem manni með sturlaða munnræpu og segja hann hafa gaman af því að halda ræður en meini ekki orð sín,“ segir í grein KCNA. „Það er auðvelt að ímynda sér stefnumál sem svo vitlaus maður myndi reyna að fá framgengt.“ Þar að auki segir einnig að Biden verði aldrei fyrirgefið fyrir orð hans um Kim Jong Un og að hann muni gjalda fyrir þau. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KCNA, sem táknar í raun ummæli stjórnvalda Norður-Kóreu, talar með þessum hætti um aðila sem einræðisstjórn landsins telur andstæðinga sína. Trump var eitt sinn kallaður geðveill og elliær, Obama var kallaður api og Park Geun-hye, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu og fyrsta konan til að gegna því embætti, var eitt sinn kölluð vændiskona, samkvæmt AP fréttaveitunni.Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins, hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Eftir að fundur Trump og Kim í febrúar skilaði engri niðurstöðu virðist þó sem viðræðurnar hafi staðnað. Þrátt fyrir það hefur Trump talað um að gott persónulegt samband hans og Kim muni leiða til niðurstöðu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Norður-Kórea Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira