Ísland á HM og gosið í Eyjafjallajökli vega þyngra en Hatari Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2019 18:33 Undir lok Eurovision-útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda. mynd/Skjáskot af vef RÚV Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. Þetta kom fram í máli Jökuls Logasonar framkvæmdastjóra HN markaðssamskipta en hann ræddi áhrif Hatara á álit annarra þjóða á Íslandi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að ef Hatari hafi lagt upp með að ögra hafi hljómsveitarmeðlimum tekist ætlunarverk sitt. „Að sama skapi ef maður skoðar, er þetta gott fyrir Ísland, landið Ísland, landkynning fyrir Ísland og svo framvegis, þá sjáum við alveg að það er umfjöllun og hefur verið umfjöllun um þennan gjörning, og þá meina ég í heild sinni frekar en bara fánana í lokin,“ sagði Ingvi.Sjá einnig: Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Þá vísaði hann í mikla fjölmiðlaumfjöllun sem hljómsveitin fékk í aðdraganda keppninnar, einkum af hálfu erlendra fjölmiðla, og eftir síðasta útspilið á lokakvöldinu. Þegar umfjöllunin sé hins vegar „talnagreind“ komi í ljós að hún skili sér ekki jafnmikið í áhuga á landi og þjóð og aðrir stórviðburðir. „Þá sjáum við samt að við erum ekki að vekja jafnmikinn áhuga á Íslandi út frá þessu eins og til dæmis veru okkar á HM síðasta sumar. Við sjáum að þar var mun meiri áhugi, mun meira leitað að þáttum tengdum Íslandi á þeim tíma heldur en var gert í kringum Eurovision núna,“ sagði Ingvi. „Hlutur eins og bara Eyjafjallajökull, sem við hefðum fyrir fram talið vera frekar neikvæða umfjöllun um Ísland, þ.e. landið lokaðist og umfjöllun um að hér væri eldgos og hætta á ferð. En það síðan, í enda dagsins, reyndist verða ein mesta auglýsingagjöf sem Ísland hefur upplifað. Þannig að við skulum kannski ekki alveg dæma þetta strax, við þurfum aðeins meiri tíma til að sjá það. […] Fótboltinn og eldgos eru enn þá stærri en tónlistin hjá okkur enn þann dag í dag.“Viðtalið við Ingva má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. Þetta kom fram í máli Jökuls Logasonar framkvæmdastjóra HN markaðssamskipta en hann ræddi áhrif Hatara á álit annarra þjóða á Íslandi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að ef Hatari hafi lagt upp með að ögra hafi hljómsveitarmeðlimum tekist ætlunarverk sitt. „Að sama skapi ef maður skoðar, er þetta gott fyrir Ísland, landið Ísland, landkynning fyrir Ísland og svo framvegis, þá sjáum við alveg að það er umfjöllun og hefur verið umfjöllun um þennan gjörning, og þá meina ég í heild sinni frekar en bara fánana í lokin,“ sagði Ingvi.Sjá einnig: Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Þá vísaði hann í mikla fjölmiðlaumfjöllun sem hljómsveitin fékk í aðdraganda keppninnar, einkum af hálfu erlendra fjölmiðla, og eftir síðasta útspilið á lokakvöldinu. Þegar umfjöllunin sé hins vegar „talnagreind“ komi í ljós að hún skili sér ekki jafnmikið í áhuga á landi og þjóð og aðrir stórviðburðir. „Þá sjáum við samt að við erum ekki að vekja jafnmikinn áhuga á Íslandi út frá þessu eins og til dæmis veru okkar á HM síðasta sumar. Við sjáum að þar var mun meiri áhugi, mun meira leitað að þáttum tengdum Íslandi á þeim tíma heldur en var gert í kringum Eurovision núna,“ sagði Ingvi. „Hlutur eins og bara Eyjafjallajökull, sem við hefðum fyrir fram talið vera frekar neikvæða umfjöllun um Ísland, þ.e. landið lokaðist og umfjöllun um að hér væri eldgos og hætta á ferð. En það síðan, í enda dagsins, reyndist verða ein mesta auglýsingagjöf sem Ísland hefur upplifað. Þannig að við skulum kannski ekki alveg dæma þetta strax, við þurfum aðeins meiri tíma til að sjá það. […] Fótboltinn og eldgos eru enn þá stærri en tónlistin hjá okkur enn þann dag í dag.“Viðtalið við Ingva má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00
Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00
Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56