Á Siðanefnd Alþingis að álykta um einstaka mál kjörinna fulltrúa? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. maí 2019 09:08 Siðanefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði hefur ályktað að þingmaður hafi brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum sínum um annan þingmann. Um er að ræða ráðgefandi álit og hefur forsætisnefnd Alþingis síðasta orðið. Þetta hefur vakið upp ýmsar spurningar m.a. hvort siðanefnd á hinum pólitíska vettvangi ætti yfirhöfuð að vera til og ef hún er til hvert á þá hlutverk hennar að vera? Hlutverk þessarar nefndar sem hér um ræðir er m.a. að láta í ljós álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni, sbr. 5. gr. siðareglna fyrir alþingismenn. Siðanefnd á vettvangi stjórnmála - á hún að fjalla um einstaklingsmál? Siðanefndir starfsstétta hafa vissulega margar hverjar það hlutverk að leggja mat á framkomu, hegðun og atferli aðila í viðkomandi starfsstétt. En öðru máli hlýtur að gegna um siðanefndir á pólitískum vettvangi. Sé slík nefnd til ætti hennar hlutverk kannski aðallega að beinast að tillögugerð um endurskoðun siðareglna og framsetningu þeirra frekar en að fjalla um og álykta um einstaka kvörtunarmál þingmanns yfir öðrum þingmanni. Það er mín skoðun að álit siðanefndar um einstök mál kjörinna fulltrúa geti ekki verið trúverðugt og hafi í raun litla þýðingu. Álit er bara álit og siðareglur eru auðvitað engin lög og þótt einhver segi að brotnar hafa verið siðareglur hefur það engar afleiðingar. Ég tel að siðanefndarkerfi eins og er á Alþingi henti illa fyrir kjörna fulltrúa. Af hverju hentar siðanefnd illa fyrir kjörna fulltrúa? Þingmaður/kjörinn fulltrúi er ekki í sömu stöðu og sá sem ræður sig í vinnu samkvæmt samningi sem grundvallaður er á réttindum og skyldum starfsmanna. Stéttarfélög halda utan um kjara- og réttindamál. Stjórnmálamaður er kosinn af fólkinu. Hegðun hans og framkoma m.a. á hinum pólitíska vettvangi er á ábyrgð hans sjálfs. Sé talið að hann hafi sýnt af sér dónalega eða óviðeigandi framkomu gagnvart öðrum þingmanni eða starfsmanni eða brotið af sér samkvæmt siðareglum á hann það fyrst og fremst við samvisku sína, flokkinn sem stendur að baki honum og kjósendur sína. Margir hafa tjáð sig um þetta fyrirkomulag á Alþingi og sumir segja að það gangi ekki upp. Einhverjir sjá lausnina í því að „fjarlægja“ forsætisnefndina úr ferlinu en hún hefur síðasta orðið í málinu um hvort brotið hafi verið í bága við siðareglur eða ekki. Ég get ekki séð að fyrirkomulagið verði bættara við að „fjarlægja“ forsætisnefndina með síðasta orðið. Eftir sem áður stæði álit siðanefndar sem verður án efa alltaf umdeilt hver svo niðurstaðan er. Hvað varðar þetta einstaka mál sem hæst hefur borið síðustu daga er ekki gott að segja um hvað verður. En ef horft er til framtíðar finnst mér tvennt koma til greina er varðar Siðanefndina á Alþingi: 1. Að Siðanefnd Alþingis fjalli ekki um einstaklingsmál 2. Að Siðanefnd Alþingis verði lögð niður. Siða- og samstarfsreglur Á vettvangi stjórnmála, hvort heldur á Alþingi eða í borgarstjórn, tel ég að ekki eigi að vera nein siðanefnd. Deila má um hvort setja eigi kjörnum fulltrúum einhverjar sérstakar siðareglur. Siðareglur um afmarkað efni geta verið góðar en einna helst finnst mér skipta máli að setja skýrar samstarfsreglur. Leiðbeinandi siða- og samstarfsreglur geta gagnast vel í samfélagi eins og okkar þar sem flæði upplýsinga er gríðarlegt og samskipti einstaklinga margbrotin og flókin. Úrvinnsla: samtal, dómstólaleið eða bara ekki neitt? Eftir áratuga reynslu af úrvinnslu eineltismála á vinnustöðum þar sem einmitt réttindi, skyldur og jafnræði aðila máls hafa iðulega komið til álita tel ég að leiðir til lausna mála þar sem kvartað er yfir kjörnum fulltrúa séu kannski tvenns konar. Fyrri leiðin er samtalsleiðin. Komi upp tilvik þar sem talið er að þingmaður/kjörinn fulltrúi hafi sýnt af sér hrokafulla eða dónalega framkomu er „samtal“ milli aðila stundum vænleg leið til lausnar þ.e.a.s. ef það hugnast báðum aðilum að ræða saman um atvikið. Frumkvæði að slíku samtali getur verið hjá „geranda eða þolanda“. Gangi sú leið ekki t.d. vegna alvarleika málsins, í tilfellum þar sem um er að ræða meint lagabrot eða grun um misferli/glæp kjörins fulltrúa fer málið til þar til bærra yfirvalda til rannsóknar og til dómstóla eftir atvikum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Siðanefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði hefur ályktað að þingmaður hafi brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum sínum um annan þingmann. Um er að ræða ráðgefandi álit og hefur forsætisnefnd Alþingis síðasta orðið. Þetta hefur vakið upp ýmsar spurningar m.a. hvort siðanefnd á hinum pólitíska vettvangi ætti yfirhöfuð að vera til og ef hún er til hvert á þá hlutverk hennar að vera? Hlutverk þessarar nefndar sem hér um ræðir er m.a. að láta í ljós álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni, sbr. 5. gr. siðareglna fyrir alþingismenn. Siðanefnd á vettvangi stjórnmála - á hún að fjalla um einstaklingsmál? Siðanefndir starfsstétta hafa vissulega margar hverjar það hlutverk að leggja mat á framkomu, hegðun og atferli aðila í viðkomandi starfsstétt. En öðru máli hlýtur að gegna um siðanefndir á pólitískum vettvangi. Sé slík nefnd til ætti hennar hlutverk kannski aðallega að beinast að tillögugerð um endurskoðun siðareglna og framsetningu þeirra frekar en að fjalla um og álykta um einstaka kvörtunarmál þingmanns yfir öðrum þingmanni. Það er mín skoðun að álit siðanefndar um einstök mál kjörinna fulltrúa geti ekki verið trúverðugt og hafi í raun litla þýðingu. Álit er bara álit og siðareglur eru auðvitað engin lög og þótt einhver segi að brotnar hafa verið siðareglur hefur það engar afleiðingar. Ég tel að siðanefndarkerfi eins og er á Alþingi henti illa fyrir kjörna fulltrúa. Af hverju hentar siðanefnd illa fyrir kjörna fulltrúa? Þingmaður/kjörinn fulltrúi er ekki í sömu stöðu og sá sem ræður sig í vinnu samkvæmt samningi sem grundvallaður er á réttindum og skyldum starfsmanna. Stéttarfélög halda utan um kjara- og réttindamál. Stjórnmálamaður er kosinn af fólkinu. Hegðun hans og framkoma m.a. á hinum pólitíska vettvangi er á ábyrgð hans sjálfs. Sé talið að hann hafi sýnt af sér dónalega eða óviðeigandi framkomu gagnvart öðrum þingmanni eða starfsmanni eða brotið af sér samkvæmt siðareglum á hann það fyrst og fremst við samvisku sína, flokkinn sem stendur að baki honum og kjósendur sína. Margir hafa tjáð sig um þetta fyrirkomulag á Alþingi og sumir segja að það gangi ekki upp. Einhverjir sjá lausnina í því að „fjarlægja“ forsætisnefndina úr ferlinu en hún hefur síðasta orðið í málinu um hvort brotið hafi verið í bága við siðareglur eða ekki. Ég get ekki séð að fyrirkomulagið verði bættara við að „fjarlægja“ forsætisnefndina með síðasta orðið. Eftir sem áður stæði álit siðanefndar sem verður án efa alltaf umdeilt hver svo niðurstaðan er. Hvað varðar þetta einstaka mál sem hæst hefur borið síðustu daga er ekki gott að segja um hvað verður. En ef horft er til framtíðar finnst mér tvennt koma til greina er varðar Siðanefndina á Alþingi: 1. Að Siðanefnd Alþingis fjalli ekki um einstaklingsmál 2. Að Siðanefnd Alþingis verði lögð niður. Siða- og samstarfsreglur Á vettvangi stjórnmála, hvort heldur á Alþingi eða í borgarstjórn, tel ég að ekki eigi að vera nein siðanefnd. Deila má um hvort setja eigi kjörnum fulltrúum einhverjar sérstakar siðareglur. Siðareglur um afmarkað efni geta verið góðar en einna helst finnst mér skipta máli að setja skýrar samstarfsreglur. Leiðbeinandi siða- og samstarfsreglur geta gagnast vel í samfélagi eins og okkar þar sem flæði upplýsinga er gríðarlegt og samskipti einstaklinga margbrotin og flókin. Úrvinnsla: samtal, dómstólaleið eða bara ekki neitt? Eftir áratuga reynslu af úrvinnslu eineltismála á vinnustöðum þar sem einmitt réttindi, skyldur og jafnræði aðila máls hafa iðulega komið til álita tel ég að leiðir til lausna mála þar sem kvartað er yfir kjörnum fulltrúa séu kannski tvenns konar. Fyrri leiðin er samtalsleiðin. Komi upp tilvik þar sem talið er að þingmaður/kjörinn fulltrúi hafi sýnt af sér hrokafulla eða dónalega framkomu er „samtal“ milli aðila stundum vænleg leið til lausnar þ.e.a.s. ef það hugnast báðum aðilum að ræða saman um atvikið. Frumkvæði að slíku samtali getur verið hjá „geranda eða þolanda“. Gangi sú leið ekki t.d. vegna alvarleika málsins, í tilfellum þar sem um er að ræða meint lagabrot eða grun um misferli/glæp kjörins fulltrúa fer málið til þar til bærra yfirvalda til rannsóknar og til dómstóla eftir atvikum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun