Hjólað í takt við tónlist Sólrún Freyja Sen skrifar 21. maí 2019 08:00 Sigríður Ásgeirsdóttir kynnir til leiks Hjóladjamm sem er fyrir partíelskendur og hjólafólk. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink Hjóladjamm-tímar verða á morgun og í næstu viku í hjólastúdíóinu Sólir. Slíkir tímar hafa ekki verið haldnir áður á Íslandi. Hugmyndin kemur frá Soul Cycle hjólahópnum í New York og One Rebel hópnum í London. Tímunum verður stjórnað af Siggu Ásgeirs dansara, en tímarnir í New York og London eru oftast kenndir af dönsurum. „Þetta gengur út á það að láta tónlistina leiða hjólið, þú ert í rauninni að dansa við það. Ef takturinn breytist þá breytirðu hraðanum eða þunganum. Sigga segir að hún hafi sjálf ekki verið hrifin af spinning og hjólatímum þar sem bara eitthvað teknó lag var í gangi og enginn að hjóla í takt við tónlistina. „Síðan uppgötvaði ég þessa tíma úti í London og New York og fann mig strax í því.“ Sigga bætir við að þetta sé sama líkamsræktin og taki jafn mikið á og venjulegur spinning tími, en tónlistin ýti manni í að reyna vel á líkamann. Í tímunum verða loftljósin slökkt og kveikt á ljósaseríum svo að fólk geti gleymt sér í tónlistinni og hreyfingunni. Tilgangurinn með tímunum er ekki einhvers konar keppni og vera bestur. „Þetta er í rauninni bara skemmtileg líkamsrækt, hlusta á geggjaða tónlist og dansa við hjólið. Maður á alltaf að vera á taktinum, og svo til dæmis þyngirðu í hjólinu þegar það kemur þungur taktur,“ en Sigga segir að þá séu spiluð rapplög. Lagalistinn inniheldur lög á breiðu bili tónlistartegunda, til dæmis Billie Ellish, GDRN, Hatara og Kanye West. Síðan koma inn á milli keyrslulög, til dæmis París norðursins eða lög eftir Hatara, þá slekkurðu á þyngdinni og hjólar eins hratt og þú getur. „Svo eru sum lög þannig að fólk á bara að fíla sig og gera það sem því sýnist. Loka augunum, hætta að pæla, og gera það sem líkaminn segir því að gera. Hjóladjamm er hugsað fyrir fólk til að hjóla eftir sinni getu, þannig að enginn labbar út sveittur og allir gera sitt besta, án þess að upplifa sig út undan.“ Inn á milli verða teknar handaæfingar og armbeygjur. „Við reynum að gera þær í samhæfðum stíl og þykjast vera í Jane Fonda myndbandi. Þetta er svona djammið í hjóladjamminu. Eftir tímann líður þér pínu eins og þú hafir verið í partíi. Þannig upplifði ég þetta þegar ég fór þetta í London og New York.“ Í haust má svo búast við að hægt verði að skrá sig í reglulega hjóladjammtíma. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Sjá meira
Hjóladjamm-tímar verða á morgun og í næstu viku í hjólastúdíóinu Sólir. Slíkir tímar hafa ekki verið haldnir áður á Íslandi. Hugmyndin kemur frá Soul Cycle hjólahópnum í New York og One Rebel hópnum í London. Tímunum verður stjórnað af Siggu Ásgeirs dansara, en tímarnir í New York og London eru oftast kenndir af dönsurum. „Þetta gengur út á það að láta tónlistina leiða hjólið, þú ert í rauninni að dansa við það. Ef takturinn breytist þá breytirðu hraðanum eða þunganum. Sigga segir að hún hafi sjálf ekki verið hrifin af spinning og hjólatímum þar sem bara eitthvað teknó lag var í gangi og enginn að hjóla í takt við tónlistina. „Síðan uppgötvaði ég þessa tíma úti í London og New York og fann mig strax í því.“ Sigga bætir við að þetta sé sama líkamsræktin og taki jafn mikið á og venjulegur spinning tími, en tónlistin ýti manni í að reyna vel á líkamann. Í tímunum verða loftljósin slökkt og kveikt á ljósaseríum svo að fólk geti gleymt sér í tónlistinni og hreyfingunni. Tilgangurinn með tímunum er ekki einhvers konar keppni og vera bestur. „Þetta er í rauninni bara skemmtileg líkamsrækt, hlusta á geggjaða tónlist og dansa við hjólið. Maður á alltaf að vera á taktinum, og svo til dæmis þyngirðu í hjólinu þegar það kemur þungur taktur,“ en Sigga segir að þá séu spiluð rapplög. Lagalistinn inniheldur lög á breiðu bili tónlistartegunda, til dæmis Billie Ellish, GDRN, Hatara og Kanye West. Síðan koma inn á milli keyrslulög, til dæmis París norðursins eða lög eftir Hatara, þá slekkurðu á þyngdinni og hjólar eins hratt og þú getur. „Svo eru sum lög þannig að fólk á bara að fíla sig og gera það sem því sýnist. Loka augunum, hætta að pæla, og gera það sem líkaminn segir því að gera. Hjóladjamm er hugsað fyrir fólk til að hjóla eftir sinni getu, þannig að enginn labbar út sveittur og allir gera sitt besta, án þess að upplifa sig út undan.“ Inn á milli verða teknar handaæfingar og armbeygjur. „Við reynum að gera þær í samhæfðum stíl og þykjast vera í Jane Fonda myndbandi. Þetta er svona djammið í hjóladjamminu. Eftir tímann líður þér pínu eins og þú hafir verið í partíi. Þannig upplifði ég þetta þegar ég fór þetta í London og New York.“ Í haust má svo búast við að hægt verði að skrá sig í reglulega hjóladjammtíma.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Sjá meira