EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna Hatara Sighvatur Jónsson skrifar 20. maí 2019 12:30 Við stigagjöf í Eurovision veifuðu meðlimir Hatara borðum í fánalitum Palestínu. Mynd/Skjáskot af vef RÚV Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins um helgina. Þar var ítrekað að Eurovision væri ekki vettvangur fyrir pólitík. Birting Hatara á palestínskum borðum hafi verið brot á reglum keppninnar. Eftirmál atviksins verði rædd hjá framkvæmdastjórn keppninnar að henni lokinni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talaði um yfirlýsingu EBU í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mér finnst brýnt á þessu stigi málsins að málið fái efnislega umfjöllun. Svo sjáum við hvað setur og hvernig við bregðumst við,“ sagði Lilja.Ákvörðun um mögulega refsingu Í skriflegu svari EBU við fyrirspurn fréttastofu í morgun segir að framkvæmdastjórnin ræði málið á næsta fundi eftir um tvær vikur. Þá verði tekin ákvörðun um mögulega refsingu. Ekki hefur borist frekara svar frá EBU um nákvæma dagsetningu fundar framkvæmdastjórnar keppninnar.The reference group will discuss at their next meeting and a decision in regards to any potential sanctions will be made then. This will be in a couple of weeks.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri eru ósammála um möguleg viðbrögð EBU við uppátæki Hatara í lokakeppni Eurovision.RÚV ekki fengið formleg viðbrögð Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að RÚV hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð frá EBU vegna málsins. „Við bara sjáum hvort það verður og þá hvað,“ segir Magnús Geir. Hann kveðst rólegur yfir málinu þótt ákvörðun verði ekki tekin af hálfu EBU fyrr en eftir um hálfan mánuð. „Þetta var atvik sem kom á óvart, kom okkur á óvart eins og flestum öðrum. Það hefur svo sem í nokkurra áratuga sögu Eurovision eitt og annað gerst og ýmsum fánum verið flaggað þannig að við skulum bara bíða og sjá hvort það verði einhver eftirmál og þá hver.“ Hatari skrifaði undir samning við RÚV um að fylgja settum reglum EBU varðandi þátttöku í Eurovision. „Það er alveg rétt að það eru reglur sem gilda um keppnina og RÚV skuldbindur sig til að fara eftir þeim og keppendur sem keppa fyrir hönd RÚV sömuleiðis. En fyrst og fremst á þessum tímapunkti erum við gríðarlega stolt af framlagi Íslands, framlaginu sem þjóðin valdi.“Þannig að þú ert sáttur við atriðið í heild sinni? „Ég er mjög sáttur við framlag Íslands þetta árið. Mér finnst gaman að þjóðir tefli þarna fram afgerandi atriði með flottum listamönnum. Það er eðli þeirra að liggja mikið á hjarta og spyrja spurninga,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að uppátæki að hætti Hatara verði ekki liðið. Eurovision Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins um helgina. Þar var ítrekað að Eurovision væri ekki vettvangur fyrir pólitík. Birting Hatara á palestínskum borðum hafi verið brot á reglum keppninnar. Eftirmál atviksins verði rædd hjá framkvæmdastjórn keppninnar að henni lokinni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talaði um yfirlýsingu EBU í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mér finnst brýnt á þessu stigi málsins að málið fái efnislega umfjöllun. Svo sjáum við hvað setur og hvernig við bregðumst við,“ sagði Lilja.Ákvörðun um mögulega refsingu Í skriflegu svari EBU við fyrirspurn fréttastofu í morgun segir að framkvæmdastjórnin ræði málið á næsta fundi eftir um tvær vikur. Þá verði tekin ákvörðun um mögulega refsingu. Ekki hefur borist frekara svar frá EBU um nákvæma dagsetningu fundar framkvæmdastjórnar keppninnar.The reference group will discuss at their next meeting and a decision in regards to any potential sanctions will be made then. This will be in a couple of weeks.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri eru ósammála um möguleg viðbrögð EBU við uppátæki Hatara í lokakeppni Eurovision.RÚV ekki fengið formleg viðbrögð Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að RÚV hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð frá EBU vegna málsins. „Við bara sjáum hvort það verður og þá hvað,“ segir Magnús Geir. Hann kveðst rólegur yfir málinu þótt ákvörðun verði ekki tekin af hálfu EBU fyrr en eftir um hálfan mánuð. „Þetta var atvik sem kom á óvart, kom okkur á óvart eins og flestum öðrum. Það hefur svo sem í nokkurra áratuga sögu Eurovision eitt og annað gerst og ýmsum fánum verið flaggað þannig að við skulum bara bíða og sjá hvort það verði einhver eftirmál og þá hver.“ Hatari skrifaði undir samning við RÚV um að fylgja settum reglum EBU varðandi þátttöku í Eurovision. „Það er alveg rétt að það eru reglur sem gilda um keppnina og RÚV skuldbindur sig til að fara eftir þeim og keppendur sem keppa fyrir hönd RÚV sömuleiðis. En fyrst og fremst á þessum tímapunkti erum við gríðarlega stolt af framlagi Íslands, framlaginu sem þjóðin valdi.“Þannig að þú ert sáttur við atriðið í heild sinni? „Ég er mjög sáttur við framlag Íslands þetta árið. Mér finnst gaman að þjóðir tefli þarna fram afgerandi atriði með flottum listamönnum. Það er eðli þeirra að liggja mikið á hjarta og spyrja spurninga,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að uppátæki að hætti Hatara verði ekki liðið.
Eurovision Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira