EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna Hatara Sighvatur Jónsson skrifar 20. maí 2019 12:30 Við stigagjöf í Eurovision veifuðu meðlimir Hatara borðum í fánalitum Palestínu. Mynd/Skjáskot af vef RÚV Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins um helgina. Þar var ítrekað að Eurovision væri ekki vettvangur fyrir pólitík. Birting Hatara á palestínskum borðum hafi verið brot á reglum keppninnar. Eftirmál atviksins verði rædd hjá framkvæmdastjórn keppninnar að henni lokinni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talaði um yfirlýsingu EBU í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mér finnst brýnt á þessu stigi málsins að málið fái efnislega umfjöllun. Svo sjáum við hvað setur og hvernig við bregðumst við,“ sagði Lilja.Ákvörðun um mögulega refsingu Í skriflegu svari EBU við fyrirspurn fréttastofu í morgun segir að framkvæmdastjórnin ræði málið á næsta fundi eftir um tvær vikur. Þá verði tekin ákvörðun um mögulega refsingu. Ekki hefur borist frekara svar frá EBU um nákvæma dagsetningu fundar framkvæmdastjórnar keppninnar.The reference group will discuss at their next meeting and a decision in regards to any potential sanctions will be made then. This will be in a couple of weeks.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri eru ósammála um möguleg viðbrögð EBU við uppátæki Hatara í lokakeppni Eurovision.RÚV ekki fengið formleg viðbrögð Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að RÚV hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð frá EBU vegna málsins. „Við bara sjáum hvort það verður og þá hvað,“ segir Magnús Geir. Hann kveðst rólegur yfir málinu þótt ákvörðun verði ekki tekin af hálfu EBU fyrr en eftir um hálfan mánuð. „Þetta var atvik sem kom á óvart, kom okkur á óvart eins og flestum öðrum. Það hefur svo sem í nokkurra áratuga sögu Eurovision eitt og annað gerst og ýmsum fánum verið flaggað þannig að við skulum bara bíða og sjá hvort það verði einhver eftirmál og þá hver.“ Hatari skrifaði undir samning við RÚV um að fylgja settum reglum EBU varðandi þátttöku í Eurovision. „Það er alveg rétt að það eru reglur sem gilda um keppnina og RÚV skuldbindur sig til að fara eftir þeim og keppendur sem keppa fyrir hönd RÚV sömuleiðis. En fyrst og fremst á þessum tímapunkti erum við gríðarlega stolt af framlagi Íslands, framlaginu sem þjóðin valdi.“Þannig að þú ert sáttur við atriðið í heild sinni? „Ég er mjög sáttur við framlag Íslands þetta árið. Mér finnst gaman að þjóðir tefli þarna fram afgerandi atriði með flottum listamönnum. Það er eðli þeirra að liggja mikið á hjarta og spyrja spurninga,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að uppátæki að hætti Hatara verði ekki liðið. Eurovision Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins um helgina. Þar var ítrekað að Eurovision væri ekki vettvangur fyrir pólitík. Birting Hatara á palestínskum borðum hafi verið brot á reglum keppninnar. Eftirmál atviksins verði rædd hjá framkvæmdastjórn keppninnar að henni lokinni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talaði um yfirlýsingu EBU í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mér finnst brýnt á þessu stigi málsins að málið fái efnislega umfjöllun. Svo sjáum við hvað setur og hvernig við bregðumst við,“ sagði Lilja.Ákvörðun um mögulega refsingu Í skriflegu svari EBU við fyrirspurn fréttastofu í morgun segir að framkvæmdastjórnin ræði málið á næsta fundi eftir um tvær vikur. Þá verði tekin ákvörðun um mögulega refsingu. Ekki hefur borist frekara svar frá EBU um nákvæma dagsetningu fundar framkvæmdastjórnar keppninnar.The reference group will discuss at their next meeting and a decision in regards to any potential sanctions will be made then. This will be in a couple of weeks.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri eru ósammála um möguleg viðbrögð EBU við uppátæki Hatara í lokakeppni Eurovision.RÚV ekki fengið formleg viðbrögð Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að RÚV hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð frá EBU vegna málsins. „Við bara sjáum hvort það verður og þá hvað,“ segir Magnús Geir. Hann kveðst rólegur yfir málinu þótt ákvörðun verði ekki tekin af hálfu EBU fyrr en eftir um hálfan mánuð. „Þetta var atvik sem kom á óvart, kom okkur á óvart eins og flestum öðrum. Það hefur svo sem í nokkurra áratuga sögu Eurovision eitt og annað gerst og ýmsum fánum verið flaggað þannig að við skulum bara bíða og sjá hvort það verði einhver eftirmál og þá hver.“ Hatari skrifaði undir samning við RÚV um að fylgja settum reglum EBU varðandi þátttöku í Eurovision. „Það er alveg rétt að það eru reglur sem gilda um keppnina og RÚV skuldbindur sig til að fara eftir þeim og keppendur sem keppa fyrir hönd RÚV sömuleiðis. En fyrst og fremst á þessum tímapunkti erum við gríðarlega stolt af framlagi Íslands, framlaginu sem þjóðin valdi.“Þannig að þú ert sáttur við atriðið í heild sinni? „Ég er mjög sáttur við framlag Íslands þetta árið. Mér finnst gaman að þjóðir tefli þarna fram afgerandi atriði með flottum listamönnum. Það er eðli þeirra að liggja mikið á hjarta og spyrja spurninga,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að uppátæki að hætti Hatara verði ekki liðið.
Eurovision Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira