Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Birgir Olgeirsson skrifar 20. maí 2019 11:36 Páll Magnússon og Magnús Geir Þórðarson. Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu.Rætt var við Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra RÚV í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann sagði að þetta uppátæki RÚV hefði ekki verið framkvæmt með vitneskju RÚV en forsvarsmenn Eurovision gerðu athugasemd við það að lokinni keppni. RÚV hefur þó ekki borist formleg athugasemd frá stjórnendum EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva. „Mér finnst það ólíklegt,“ svaraði Magnús Geir þegar hann var spurður hvort Íslandi yrði meinuð þátttaka á næsta ári. Hann sagði reglur keppninnar skýrar, pólitískar yfirlýsingar eru bannaðar og RÚV leggur upp með að fara eftir þeim reglum. Hann sagði hins vegar að flytjendur í keppninni væru listamenn og eitt og annað hafi gerst í gegnum tíðina sem hefur farið gegn reglum EBU, þar á meðal fánum af ýmsum veifað, og sagði Magnús til dæmis að norski hópurinn hefði veifa fána Sama í keppninni í ár.Undir lok útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda.mynd/Skjáskot af vef RÚVHann taldi ólíklegt að Ísland verði beitt einhverjum viðurlögum, mögulega muni berast einhverskonar formleg athugasemd frá EBU. Hann sagðist gríðarlega ánægður með framlag Íslands í ár. Það væri eitt það flottasta, ef ekki það flottasta, sem komið hefur frá Ísland. Um hefði verið að ræða listrænan gjörning sem gekk upp og framganga Hatara hafi verið virkilega flott í fjölmiðlum. Þeir fönguðu athygli og dönsuðu á línunni, sem sé krefjandi verkefni. Þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni ræddu við Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins í morgun, sem gegndi stöðu útvarpsstjóra á undan Magnúsi Geir. Páll sagði reglurnar skýrar og RÚV hafi undirgengist ákveðna skilmála ásamt Hatara um að fara eftir reglum EBU. Sagði Páll að stjórn EBU muni væntanlega líta svo á að Hatari hafi brotið reglur keppninnar með þessu uppátæki og að þeir hefðu verið í keppninni á ábyrgð RÚV. Hann sagði að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að svona lagað verði ekki liðið en síðan verður að koma í ljós í hverju það er fólgið. „Ég held að himinn og jörð myndi ekki farast ef við tökum ekki þátt í eitt skipti,“ sagði Páll. Bent var á að Ítalir hefðu dregið sig úr keppninni í nokkur ár vegna slaks gengis. „Og er ekki full ástæða fyrir okkur að fara í fýlu líka? Þátttaka okkar síðustu árin hefur ekki kallað á mörg húrra hóp,“ sagði Páll léttur. Hann taldi líklegt að EBU myndi framfylgja þessum reglum keppninnar með afgerandi hætti og að Ísland fari í leikbann, en tók fram að hann sé ekki með það á hreinu hvaða viðurlögum EBU getur beitt í þessu máli. Eurovision Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu.Rætt var við Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra RÚV í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann sagði að þetta uppátæki RÚV hefði ekki verið framkvæmt með vitneskju RÚV en forsvarsmenn Eurovision gerðu athugasemd við það að lokinni keppni. RÚV hefur þó ekki borist formleg athugasemd frá stjórnendum EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva. „Mér finnst það ólíklegt,“ svaraði Magnús Geir þegar hann var spurður hvort Íslandi yrði meinuð þátttaka á næsta ári. Hann sagði reglur keppninnar skýrar, pólitískar yfirlýsingar eru bannaðar og RÚV leggur upp með að fara eftir þeim reglum. Hann sagði hins vegar að flytjendur í keppninni væru listamenn og eitt og annað hafi gerst í gegnum tíðina sem hefur farið gegn reglum EBU, þar á meðal fánum af ýmsum veifað, og sagði Magnús til dæmis að norski hópurinn hefði veifa fána Sama í keppninni í ár.Undir lok útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda.mynd/Skjáskot af vef RÚVHann taldi ólíklegt að Ísland verði beitt einhverjum viðurlögum, mögulega muni berast einhverskonar formleg athugasemd frá EBU. Hann sagðist gríðarlega ánægður með framlag Íslands í ár. Það væri eitt það flottasta, ef ekki það flottasta, sem komið hefur frá Ísland. Um hefði verið að ræða listrænan gjörning sem gekk upp og framganga Hatara hafi verið virkilega flott í fjölmiðlum. Þeir fönguðu athygli og dönsuðu á línunni, sem sé krefjandi verkefni. Þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni ræddu við Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins í morgun, sem gegndi stöðu útvarpsstjóra á undan Magnúsi Geir. Páll sagði reglurnar skýrar og RÚV hafi undirgengist ákveðna skilmála ásamt Hatara um að fara eftir reglum EBU. Sagði Páll að stjórn EBU muni væntanlega líta svo á að Hatari hafi brotið reglur keppninnar með þessu uppátæki og að þeir hefðu verið í keppninni á ábyrgð RÚV. Hann sagði að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að svona lagað verði ekki liðið en síðan verður að koma í ljós í hverju það er fólgið. „Ég held að himinn og jörð myndi ekki farast ef við tökum ekki þátt í eitt skipti,“ sagði Páll. Bent var á að Ítalir hefðu dregið sig úr keppninni í nokkur ár vegna slaks gengis. „Og er ekki full ástæða fyrir okkur að fara í fýlu líka? Þátttaka okkar síðustu árin hefur ekki kallað á mörg húrra hóp,“ sagði Páll léttur. Hann taldi líklegt að EBU myndi framfylgja þessum reglum keppninnar með afgerandi hætti og að Ísland fari í leikbann, en tók fram að hann sé ekki með það á hreinu hvaða viðurlögum EBU getur beitt í þessu máli.
Eurovision Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira