Marel stefnir á skráningu í Hollandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2019 06:15 Höfuðstöðvar Marel á Íslandi. Vísir/EPA Marel, langstærsta félagið á markaði hérlendis, hyggur á almennt hlutafjárútboð og skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam, til viðbótar við skráningu sína í Nasdaq kauphöllina á Íslandi. Í útboðinu verða boðnir til sölu allt að 100 milljónir nýrra hlut, sem samsvara um 15 prósent af útgefnu hlutafé. Gert er ráð fyrir að skráning í Euronext kauphöllina í Amsterdam muni fara fram á öðrum ársfjórðungi 2019, háð markaðsaðstæðum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Marel þar sem haft er eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra félagsins, að þetta sé stór dagur. „Við störfum á ákaflega spennandi vaxtarmarkaði, þar sem aukin fólksfjölgun, stækkun millistéttarinnar og stækkun borgarsamfélaga drífur áfram eftirspurn eftir hágæða matvælum sem eru framleidd á sjálfbæran og hagkvæman hátt,“ segir Árni. „Skráningin í Euronext í Amsterdam mun styðja við markmið okkar um 12 prósent árlegan meðalvöxt tekna á tímabilinu 2017-2026 sem byggir á öflugri markaðssókn og nýsköpun, samvinnu við lykilsamstarfsaðila ásamt kaupum á fyrirtækjum.“Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.Marel kannast ágætlega við sig í Hollandi, en félagið hefur lengi rekið verksmiðjur í Boxmeer þar í landi. Með skráningunni vonast Marel jafnframt til þess að sýnileiki félagsins aukist, sem og aðgengi að breiðari hópi alþjóðlegra fjárfesta. Útboð á nýju hlutafé muni einnig styrkja fjárhagsskipan félagsins og verða hlutirnir skráðir „í gjaldmiðli sem styður betur við stefnu félagsins um framtíðarvöxt og möguleg fyrirtækjakaup,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Sem fyrr segir er Marel stærsta félagið sem skráð er í Kauphöllina hérlendis. Hluthafar þess eru um 2500 talsins og nemur stærð Marel um 36 prósent af markaðsverðmæti allra skráðra félaga í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi. „Tvíhliða skráning hlutabréfa félagsins í Euronext kauphöllina í Amsterdam er því eðlilegt næsta skref í frekari framþróun og vaxtarstefnu félagsins,“ eins og segir í fyrrnefndri tilkynningu. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, hafði áður greint frá þessum fyrirætlunum á aðalfundi félagsins fyrr á þessu ári. Haft er eftir henni í tilkynningunni útboðið á nýju hlutafé muni styrkja fjárhagsskipan félagsins, auk þess sem alþjóðlegur gjaldmiðill muni auðvelda þeim að framfylgja „metnaðarfullri vaxtarstefnu“ Marels. Tengdar fréttir Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir meira en þrjá milljarða Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut. 13. mars 2019 08:30 Bætti við sig fyrir 1,7 milljarða króna í Marel Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, bætti við tæplega hálfs prósents eignarhlut, jafnvirði um 1.700 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa, í síðustu viku og fer núna með um 3,3 prósenta hlut í félaginu. 27. mars 2019 07:00 Hlutabréfaverð á blússandi siglingu Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um rúm 30 prósent frá upphafi árs. Munar miklu um verðskrið Marels. Greinendur rekja verðhækkanir meðal annars til minni óvissu vegna WOW air og á vinnumarkaði. 9. maí 2019 07:45 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Marel, langstærsta félagið á markaði hérlendis, hyggur á almennt hlutafjárútboð og skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam, til viðbótar við skráningu sína í Nasdaq kauphöllina á Íslandi. Í útboðinu verða boðnir til sölu allt að 100 milljónir nýrra hlut, sem samsvara um 15 prósent af útgefnu hlutafé. Gert er ráð fyrir að skráning í Euronext kauphöllina í Amsterdam muni fara fram á öðrum ársfjórðungi 2019, háð markaðsaðstæðum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Marel þar sem haft er eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra félagsins, að þetta sé stór dagur. „Við störfum á ákaflega spennandi vaxtarmarkaði, þar sem aukin fólksfjölgun, stækkun millistéttarinnar og stækkun borgarsamfélaga drífur áfram eftirspurn eftir hágæða matvælum sem eru framleidd á sjálfbæran og hagkvæman hátt,“ segir Árni. „Skráningin í Euronext í Amsterdam mun styðja við markmið okkar um 12 prósent árlegan meðalvöxt tekna á tímabilinu 2017-2026 sem byggir á öflugri markaðssókn og nýsköpun, samvinnu við lykilsamstarfsaðila ásamt kaupum á fyrirtækjum.“Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.Marel kannast ágætlega við sig í Hollandi, en félagið hefur lengi rekið verksmiðjur í Boxmeer þar í landi. Með skráningunni vonast Marel jafnframt til þess að sýnileiki félagsins aukist, sem og aðgengi að breiðari hópi alþjóðlegra fjárfesta. Útboð á nýju hlutafé muni einnig styrkja fjárhagsskipan félagsins og verða hlutirnir skráðir „í gjaldmiðli sem styður betur við stefnu félagsins um framtíðarvöxt og möguleg fyrirtækjakaup,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Sem fyrr segir er Marel stærsta félagið sem skráð er í Kauphöllina hérlendis. Hluthafar þess eru um 2500 talsins og nemur stærð Marel um 36 prósent af markaðsverðmæti allra skráðra félaga í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi. „Tvíhliða skráning hlutabréfa félagsins í Euronext kauphöllina í Amsterdam er því eðlilegt næsta skref í frekari framþróun og vaxtarstefnu félagsins,“ eins og segir í fyrrnefndri tilkynningu. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, hafði áður greint frá þessum fyrirætlunum á aðalfundi félagsins fyrr á þessu ári. Haft er eftir henni í tilkynningunni útboðið á nýju hlutafé muni styrkja fjárhagsskipan félagsins, auk þess sem alþjóðlegur gjaldmiðill muni auðvelda þeim að framfylgja „metnaðarfullri vaxtarstefnu“ Marels.
Tengdar fréttir Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir meira en þrjá milljarða Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut. 13. mars 2019 08:30 Bætti við sig fyrir 1,7 milljarða króna í Marel Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, bætti við tæplega hálfs prósents eignarhlut, jafnvirði um 1.700 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa, í síðustu viku og fer núna með um 3,3 prósenta hlut í félaginu. 27. mars 2019 07:00 Hlutabréfaverð á blússandi siglingu Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um rúm 30 prósent frá upphafi árs. Munar miklu um verðskrið Marels. Greinendur rekja verðhækkanir meðal annars til minni óvissu vegna WOW air og á vinnumarkaði. 9. maí 2019 07:45 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir meira en þrjá milljarða Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut. 13. mars 2019 08:30
Bætti við sig fyrir 1,7 milljarða króna í Marel Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, bætti við tæplega hálfs prósents eignarhlut, jafnvirði um 1.700 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa, í síðustu viku og fer núna með um 3,3 prósenta hlut í félaginu. 27. mars 2019 07:00
Hlutabréfaverð á blússandi siglingu Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um rúm 30 prósent frá upphafi árs. Munar miklu um verðskrið Marels. Greinendur rekja verðhækkanir meðal annars til minni óvissu vegna WOW air og á vinnumarkaði. 9. maí 2019 07:45