Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2019 22:00 Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. Lögreglumaður í netglæpadeild segir að fólk þurfi að vera á varðbergi og taka öllum ótrúlegum gróðatækifærum með fyrirvara. Hinar ýmsu svikasíður hafa skotið hafa upp kollinum á síðustu árum. Allar eiga þær sammerkt að lofa lesendum skjótfengnum gróða, oft á bjagaðri íslensku, með það fyrir augum að komast yfir bankaupplýsingarnar fólks Til þess að auka trúverðugleikann eru svikasíðunum oft stillt upp sem viðtölum við þjóðþekkta einstaklinga á vinsælum fréttasíðum, þar sem þeir segja lesendum frá misgáfulegum viðskiptatækifærum. Nýjasta dæmið er uppdiktað viðtal við Ólaf Jóhann Ólafsson um rafmyntabrask, sem hefur fengið töluverða dreifingu á Facebook. Viðtalið birtist á vefsíðu sem er keimlík Vísi og er markmiðið svikahrappana að fá lesendur til að smella á hlekki í viðtalinu sem sendir þá áfram á heimasíðu svindlaranna. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar.Vísir/baldurFréttastofu hafa borist símtöl frá fólki sem ýmist kveðst forvitið um þessa nýjustu fjárfestingu Ólafs Jóhanns eða segist hafa fallið fyrir svindlinu. Eitt fórnarlambanna er kona á eftirlaunaaldri sem tjáði fréttastofu í dag að hún hafi lagt 250 þúsund krónur inn á svikahrappana eftir lestur á viðtalinu. Það hafi hún gert því hún beri virðingu fyrir Ólafi Jóhanni og treysti Vísi, auk þess sem hún hafi einfaldlega viljað ávaxta takmarkaðan ellilífeyri sinn. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild, segir að fólk ætti að vara sig á auglýsingum á Facebook sem lofa gulli og grænum skógum. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég sá eina svona auglýsingu var að tilkynna hana til Facebook. Það er hnappur þar sem tilkynnir auglýsingarnar og lætur vita að þetta séu svik. Þá yfirleitt loka þau fljótt á þetta ef nógu margir tilkynna,“ segir Daði. Þá megi senda lögreglu ábendingar um svikasíður á netfangið cybercrime@lrh.is „Við höfum náð að loka nokkrum síðum, þegar við höfum fengið tilkynningar um þetta.“ Fréttastofa hefur farið þess á leit við Facebook að gerviviðtalið verði tekið úr dreifingu. Það hefur Ólafur Jóhann að sama skapi gert, sem segir í samtali við fréttastofu að sér þyki miður að verið sé að nota persónu sína til að svindla á grunlausum Íslendingum. Lögreglumál Tækni Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. Lögreglumaður í netglæpadeild segir að fólk þurfi að vera á varðbergi og taka öllum ótrúlegum gróðatækifærum með fyrirvara. Hinar ýmsu svikasíður hafa skotið hafa upp kollinum á síðustu árum. Allar eiga þær sammerkt að lofa lesendum skjótfengnum gróða, oft á bjagaðri íslensku, með það fyrir augum að komast yfir bankaupplýsingarnar fólks Til þess að auka trúverðugleikann eru svikasíðunum oft stillt upp sem viðtölum við þjóðþekkta einstaklinga á vinsælum fréttasíðum, þar sem þeir segja lesendum frá misgáfulegum viðskiptatækifærum. Nýjasta dæmið er uppdiktað viðtal við Ólaf Jóhann Ólafsson um rafmyntabrask, sem hefur fengið töluverða dreifingu á Facebook. Viðtalið birtist á vefsíðu sem er keimlík Vísi og er markmiðið svikahrappana að fá lesendur til að smella á hlekki í viðtalinu sem sendir þá áfram á heimasíðu svindlaranna. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar.Vísir/baldurFréttastofu hafa borist símtöl frá fólki sem ýmist kveðst forvitið um þessa nýjustu fjárfestingu Ólafs Jóhanns eða segist hafa fallið fyrir svindlinu. Eitt fórnarlambanna er kona á eftirlaunaaldri sem tjáði fréttastofu í dag að hún hafi lagt 250 þúsund krónur inn á svikahrappana eftir lestur á viðtalinu. Það hafi hún gert því hún beri virðingu fyrir Ólafi Jóhanni og treysti Vísi, auk þess sem hún hafi einfaldlega viljað ávaxta takmarkaðan ellilífeyri sinn. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild, segir að fólk ætti að vara sig á auglýsingum á Facebook sem lofa gulli og grænum skógum. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég sá eina svona auglýsingu var að tilkynna hana til Facebook. Það er hnappur þar sem tilkynnir auglýsingarnar og lætur vita að þetta séu svik. Þá yfirleitt loka þau fljótt á þetta ef nógu margir tilkynna,“ segir Daði. Þá megi senda lögreglu ábendingar um svikasíður á netfangið cybercrime@lrh.is „Við höfum náð að loka nokkrum síðum, þegar við höfum fengið tilkynningar um þetta.“ Fréttastofa hefur farið þess á leit við Facebook að gerviviðtalið verði tekið úr dreifingu. Það hefur Ólafur Jóhann að sama skapi gert, sem segir í samtali við fréttastofu að sér þyki miður að verið sé að nota persónu sína til að svindla á grunlausum Íslendingum.
Lögreglumál Tækni Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira