Bað orðinu griða Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. maí 2019 11:59 Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, notaði kveðskap Einars Ben og söngtexta Bubba Morthens til að biðla til þingmanna um að misþyrma ekki orðinu í ræðustól Alþingis í dag. Guðmundur Andri beindi orðum sínum að öllum líkindum að þingmönnum Miðflokksins án þess að nefna þá á nafn. Umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann á Alþingi hefur nú staðið yfir í rúmar 132 klukkustundir og nálgast Icesave-málið í lengd sem er lengsta umræða á Alþingi undanfarin 30 ár en hún stóð í 135 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa séð um málþófið nær hjálparlaust en þeir hafa talað um þriðja orkupakkann í rúmlega 110 klukkustundir Guðmundur Andri hvatti þingmenn í morgun, undir liðnum störf þingsins, til að láta af misþyrmingum á orðinu. „Við almenningi blasir þessi ræðustóll, svona dálítið eins og ein þeirra gif-mynda þar sem sama hreyfingin er sýnd aftur og aftur og aftur. Sama fólkið kemur hingað upp í ræðustólinn og skiptist á að halda sömu ræðurnar með sömu andsvörunum svo manni verður hugsað til vísu Stefáns G. um einhvern mann sem hafði mikla unun að því að heyra sjálfan sig tala, með leyfi forseta: List er það líka og vinna lítið að tæta upp í minna, alltaf í þynnra að þynna þynnkuna allra hinna.Manni detta jafnvel í hug línur Bubba Morthens: „Hann talaði og talaði og malaði og malaði.“Það koma jafnvel í hugann línur Einars Ben úr ljóðinu Einræður Starkaðar: „Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað?“Svo má líka rifja upp ljóðið ódauðlega eftir Sigfús Daðason, Orð, þar sem koma fyrir þessar línur, með leyfi forseta:Hvað sem öðru líður vil ég biðja menn að fara varlega með orð þau geta sprungið og þó er hitt öllu hættulegra að það getur vöknað í púðrinu. Herra forseti. Við tölum um að hafa orðið þegar einhver talar, gefa orðið, því að orðið er frjálst, en hitt, að taka orðið, hrifsa orðið til sín og fara með það sem sína eign, það er fullmikið. Það er kannski ofmælt að tala hér í þessu sambandi um ofbeldismenn, kannski frekar orðbeldismenn. Virðulegi forseti. Mig langar að biðja orðinu griða. Orðið á ekki að vera herfang heldur víddin sem við mætumst í,“ sagði Guðmundur Andri. Hægt er að horfa á upptöku af ræðunni hér fyrir neðan. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, notaði kveðskap Einars Ben og söngtexta Bubba Morthens til að biðla til þingmanna um að misþyrma ekki orðinu í ræðustól Alþingis í dag. Guðmundur Andri beindi orðum sínum að öllum líkindum að þingmönnum Miðflokksins án þess að nefna þá á nafn. Umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann á Alþingi hefur nú staðið yfir í rúmar 132 klukkustundir og nálgast Icesave-málið í lengd sem er lengsta umræða á Alþingi undanfarin 30 ár en hún stóð í 135 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa séð um málþófið nær hjálparlaust en þeir hafa talað um þriðja orkupakkann í rúmlega 110 klukkustundir Guðmundur Andri hvatti þingmenn í morgun, undir liðnum störf þingsins, til að láta af misþyrmingum á orðinu. „Við almenningi blasir þessi ræðustóll, svona dálítið eins og ein þeirra gif-mynda þar sem sama hreyfingin er sýnd aftur og aftur og aftur. Sama fólkið kemur hingað upp í ræðustólinn og skiptist á að halda sömu ræðurnar með sömu andsvörunum svo manni verður hugsað til vísu Stefáns G. um einhvern mann sem hafði mikla unun að því að heyra sjálfan sig tala, með leyfi forseta: List er það líka og vinna lítið að tæta upp í minna, alltaf í þynnra að þynna þynnkuna allra hinna.Manni detta jafnvel í hug línur Bubba Morthens: „Hann talaði og talaði og malaði og malaði.“Það koma jafnvel í hugann línur Einars Ben úr ljóðinu Einræður Starkaðar: „Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað?“Svo má líka rifja upp ljóðið ódauðlega eftir Sigfús Daðason, Orð, þar sem koma fyrir þessar línur, með leyfi forseta:Hvað sem öðru líður vil ég biðja menn að fara varlega með orð þau geta sprungið og þó er hitt öllu hættulegra að það getur vöknað í púðrinu. Herra forseti. Við tölum um að hafa orðið þegar einhver talar, gefa orðið, því að orðið er frjálst, en hitt, að taka orðið, hrifsa orðið til sín og fara með það sem sína eign, það er fullmikið. Það er kannski ofmælt að tala hér í þessu sambandi um ofbeldismenn, kannski frekar orðbeldismenn. Virðulegi forseti. Mig langar að biðja orðinu griða. Orðið á ekki að vera herfang heldur víddin sem við mætumst í,“ sagði Guðmundur Andri. Hægt er að horfa á upptöku af ræðunni hér fyrir neðan.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira