Stjarna næturinnar í úrslitum NBA ætlaði að verða prestur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2019 12:00 Pascal Siakam. Getty/Gregory Shamus Hetja fyrsta leiksins í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta á að baki mjög óvenjulega sögu á leið sinni í deild bestu körfuboltamanna heimsins. Toronto Raptors byrjaði fyrsta úrslitaeinvígi félagsins í sögunni með sannfærandi sigri á NBA-meisturum Golden State Warriors. Óvæntast af öllu var frammistaða 25 ára Kamerúnmanns í sínum fyrsta leik á stærsta sviðinu. Pascal Siakam átti nefnilega magnaðan leik, hitti meðal annars úr ellefu skotum í röð og endaði með 32 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Hann hitti úr 14 af 17 skotum sínum í leiknum.@pskills43 (32 PTS, 14-17 FGM) makes 11 CONSECUTIVE field goals, lifting the @Raptors over GSW in Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV! #WeTheNorth Game 2: Sunday (6/2), 8:00pm/et, ABC & TSN pic.twitter.com/V2L6xXaRAa — NBA (@NBA) May 31, 2019 Pascal Siakam er aðeins á sínum þriðja tímabili í NBA-deildinni og flestir búast við því að hann verði kosinn sá leikmaður deildarinnar sem bætti sig mest á milli ára. Pascal Siakam fór úr því að vera með 7,3 stig, 4,5 fráköst og 2,0 stoðsendingar að meðaltali 2017-18 í það að vera með 16,9 stig, 6,9 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í deildarkeppninni í ár. Í úrslitakeppninni er hann kominn upp í 18,7 stig í leik en skoraði 6,6 stig að meðaltali í úrslitakeppninni í fyrra. Framfarirnar eru ótrúlegar. Hann hefur alltaf verið orkubolti og góður varnarmaður en nú hefur hann bætt við mjög fjölbreytilegum sóknarleik. Pascal Siakam getur nefnilega skorað á mjög mismunandi hátt og bauð upp á körfur í öllum regnboðalitum í fyrsta leik lokaúrslitanna.Pascal Siakam, welcome to the NBA Finals. He scored a team-high 32 points for the Raptors, the most in an NBA Finals debut since Kevin Durant in 2012 (36). Siakam made 11 straight FG tonight, the longest streak in any Finals game over the last 20 seasons. (h/t @EliasSports) pic.twitter.com/gg6Fp6gP6S — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 31, 2019Leið hans inn í NBA-deildina er sérstök hann fæddist í bænum Douala í Kamerún. Siakam er yngstur fjögurra bræðra en faðir hans vann við samgöngukerfi svæðisins og var einnig borgarstjóri Makénéné. Faðir hans lést í bílslysi þegar Pascal var tvítugur. Pascal Siakam var góður námsmaður en var valinn úr hópi drengja á svæðinu til að verða kaþólskur prestur. Hann var í prestaskóla í fjögur ár eða allt þar til að hann ákvað það fimmtán ára gamall að hann vildi ekki verða prestur lengur. Eldri bræður hans, Boris, Christian og James. höfðu allir fengið skólastyrk til að spila fyrir bandaríska háskóla en áhugi Pascal Siakam á körfubolta var takmarkaður á þessum árum.Pascal Siakam joins 4 others as the only players in #NBAFinals history with 30+ points in a Finals Game 1 within their first 3 seasons in the league (since 1970) - Kareem Abdul-Jabbar (1971), Julius Erving (1977), Hakeem Olajuwon (1986), and Tim Duncan (1999) pic.twitter.com/DJPyhLJdKj — NBA.com/Stats (@nbastats) May 31, 2019NBA-leikmaðurinn Luc Mbah a Moute, sem spilaði sjálfur 686 leiki í NBA, uppgötvaði hins vegar strákinn og var læriföður hans fyrstu árin. Siakam tók meðal annars þátt í körfuboltabúðum með Luc Mbah a Moute þar sem hann vakti mikla athygli þrátt fyrir að kunna lítið í körfubolta. þróttahæfileikarnir og dugnaðurinn hrifu þá sem á horfðu og meðal þeirra var Masai Ujiri, forseti Toronto Raptors, sem var staddur í Basketball Without Borders körfuboltabúðum. Pascal Siakam fór fyrst til Bandaríkjanna sextán ára gamall, spilaði með New Mexico State í háskólaboltanum og var síðan valinn af Toronto Raptors númer 27 í nýliðavalinu 2016. Hjá Toronto Raptors liðinu hefur Pascal Siakam fengið tíma til að vaxa og dafna sem körfuboltamaður. Hann byrjaði í aukahlutverki, fékk síðan orkuboltahlutverk á tímabili tvö en er núna orðinn einn af stjörnuleikmönnum liðsins.Pascal Siakam shares how special it is to represent his home country of Cameroon.#NBAFinalspic.twitter.com/jPrajuYwbN — NBA TV (@NBATV) May 31, 2019Pascal Siakam (32 PTS, 14-17 FGM - 82.4%) is the 7th player in #NBAFinals history to score 30+ points on 80% shooting or better. The only other players to accomplish this feat are: Kareem Abdul-Jabbar James Worthy Adrian Dantley Michael Jordan Toni Kukoc Shaquille O'Neal pic.twitter.com/LeC2u20SUd — NBA.com/Stats (@nbastats) May 31, 2019 NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Hetja fyrsta leiksins í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta á að baki mjög óvenjulega sögu á leið sinni í deild bestu körfuboltamanna heimsins. Toronto Raptors byrjaði fyrsta úrslitaeinvígi félagsins í sögunni með sannfærandi sigri á NBA-meisturum Golden State Warriors. Óvæntast af öllu var frammistaða 25 ára Kamerúnmanns í sínum fyrsta leik á stærsta sviðinu. Pascal Siakam átti nefnilega magnaðan leik, hitti meðal annars úr ellefu skotum í röð og endaði með 32 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Hann hitti úr 14 af 17 skotum sínum í leiknum.@pskills43 (32 PTS, 14-17 FGM) makes 11 CONSECUTIVE field goals, lifting the @Raptors over GSW in Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV! #WeTheNorth Game 2: Sunday (6/2), 8:00pm/et, ABC & TSN pic.twitter.com/V2L6xXaRAa — NBA (@NBA) May 31, 2019 Pascal Siakam er aðeins á sínum þriðja tímabili í NBA-deildinni og flestir búast við því að hann verði kosinn sá leikmaður deildarinnar sem bætti sig mest á milli ára. Pascal Siakam fór úr því að vera með 7,3 stig, 4,5 fráköst og 2,0 stoðsendingar að meðaltali 2017-18 í það að vera með 16,9 stig, 6,9 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í deildarkeppninni í ár. Í úrslitakeppninni er hann kominn upp í 18,7 stig í leik en skoraði 6,6 stig að meðaltali í úrslitakeppninni í fyrra. Framfarirnar eru ótrúlegar. Hann hefur alltaf verið orkubolti og góður varnarmaður en nú hefur hann bætt við mjög fjölbreytilegum sóknarleik. Pascal Siakam getur nefnilega skorað á mjög mismunandi hátt og bauð upp á körfur í öllum regnboðalitum í fyrsta leik lokaúrslitanna.Pascal Siakam, welcome to the NBA Finals. He scored a team-high 32 points for the Raptors, the most in an NBA Finals debut since Kevin Durant in 2012 (36). Siakam made 11 straight FG tonight, the longest streak in any Finals game over the last 20 seasons. (h/t @EliasSports) pic.twitter.com/gg6Fp6gP6S — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 31, 2019Leið hans inn í NBA-deildina er sérstök hann fæddist í bænum Douala í Kamerún. Siakam er yngstur fjögurra bræðra en faðir hans vann við samgöngukerfi svæðisins og var einnig borgarstjóri Makénéné. Faðir hans lést í bílslysi þegar Pascal var tvítugur. Pascal Siakam var góður námsmaður en var valinn úr hópi drengja á svæðinu til að verða kaþólskur prestur. Hann var í prestaskóla í fjögur ár eða allt þar til að hann ákvað það fimmtán ára gamall að hann vildi ekki verða prestur lengur. Eldri bræður hans, Boris, Christian og James. höfðu allir fengið skólastyrk til að spila fyrir bandaríska háskóla en áhugi Pascal Siakam á körfubolta var takmarkaður á þessum árum.Pascal Siakam joins 4 others as the only players in #NBAFinals history with 30+ points in a Finals Game 1 within their first 3 seasons in the league (since 1970) - Kareem Abdul-Jabbar (1971), Julius Erving (1977), Hakeem Olajuwon (1986), and Tim Duncan (1999) pic.twitter.com/DJPyhLJdKj — NBA.com/Stats (@nbastats) May 31, 2019NBA-leikmaðurinn Luc Mbah a Moute, sem spilaði sjálfur 686 leiki í NBA, uppgötvaði hins vegar strákinn og var læriföður hans fyrstu árin. Siakam tók meðal annars þátt í körfuboltabúðum með Luc Mbah a Moute þar sem hann vakti mikla athygli þrátt fyrir að kunna lítið í körfubolta. þróttahæfileikarnir og dugnaðurinn hrifu þá sem á horfðu og meðal þeirra var Masai Ujiri, forseti Toronto Raptors, sem var staddur í Basketball Without Borders körfuboltabúðum. Pascal Siakam fór fyrst til Bandaríkjanna sextán ára gamall, spilaði með New Mexico State í háskólaboltanum og var síðan valinn af Toronto Raptors númer 27 í nýliðavalinu 2016. Hjá Toronto Raptors liðinu hefur Pascal Siakam fengið tíma til að vaxa og dafna sem körfuboltamaður. Hann byrjaði í aukahlutverki, fékk síðan orkuboltahlutverk á tímabili tvö en er núna orðinn einn af stjörnuleikmönnum liðsins.Pascal Siakam shares how special it is to represent his home country of Cameroon.#NBAFinalspic.twitter.com/jPrajuYwbN — NBA TV (@NBATV) May 31, 2019Pascal Siakam (32 PTS, 14-17 FGM - 82.4%) is the 7th player in #NBAFinals history to score 30+ points on 80% shooting or better. The only other players to accomplish this feat are: Kareem Abdul-Jabbar James Worthy Adrian Dantley Michael Jordan Toni Kukoc Shaquille O'Neal pic.twitter.com/LeC2u20SUd — NBA.com/Stats (@nbastats) May 31, 2019
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira