Formlegt samstarf um eldsvoða á sjó ekki til staðar Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2019 08:15 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir ramma skorta utan um eldsvoða úti á rúmsjó í íslenskri landhelgi. Ekkert formlegt samstarf eða samkomulag er milli slökkviliðsmanna og Landhelgisgæslunnar.Jón Viðar ræddi þessa stöðu við Sjómannadagsblaðið 2019 sem kom út í vikunni. Þar fór hann yfir stöðu brunavarna á sjó og hvernig samskiptum slökkviliðs og annarra viðbragðsaðila er háttað.Í upphafi tíunda áratugarins kom upp eldur í ferjunni Scandinavian star sem olli því að á annað hundrað manns létu lífið í bruna úti á rúmsjó. Eftir það slys settu Norðurlandaþjóðirnar upp viðbragðshópa og formgerðu samstarf sín á milli. Aðrar Evrópuþjóðir hafa gert slíkt hið sama. Íslendingar hafa jafnframt skrifað undir samkomulag þess efnis að setja saman viðbragðshópa og formgera samstarf um eldsvoða á rúmsjó. Jón Viðar segir hins vegar það samstarf ekki vera til á pappírunum. „Gert var samkomulag um þessa hluti árið 2009 eða fyrir um áratug síðan. Hins vegar hafa björgunaraðgerðir af þessu tagi ekki verið gerðar formlegar milli ríkis og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins,“ segir Jón Viðar. „Við höfum talað við Landhelgisgæsluna um að samningur yrði gerður um þessi málefni. Hér er um hættuleg verkefni að ræða og við myndum því senda menn í slík verkefni án þess að samningur liggi fyrir. Það verður að segjast að er nokkuð slæm staða að vera í.“ Umferð stórra skipa hefur aukist síðustu ár í íslenskri landhelgi og á yfirráðasvæði Íslendinga. Því er að mati slökkviliðsins mikilvægt að setja niður samning sem þennan. Ef eldur kæmi upp í stóru skemmtiferðaskipi við Íslandsstrendur er ljóst að mikil áhætta gæti skapast á skömmum tíma. Ferðamönnum sem koma hingað til lands á skemmtiferðaskipum hefur að sama skapi fjölgað mikið og hefur skipakomum sem þessum fjölgað í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri svo dæmi séu tekin. Jón Viðar bendir á að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sé ekki að biðja um aukið fé heldur aðeins að mannskapurinn fái til þess þjálfun sem svo sérhæfð slökkvistörf þarfnist. Sjávarútvegur Slökkvilið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir ramma skorta utan um eldsvoða úti á rúmsjó í íslenskri landhelgi. Ekkert formlegt samstarf eða samkomulag er milli slökkviliðsmanna og Landhelgisgæslunnar.Jón Viðar ræddi þessa stöðu við Sjómannadagsblaðið 2019 sem kom út í vikunni. Þar fór hann yfir stöðu brunavarna á sjó og hvernig samskiptum slökkviliðs og annarra viðbragðsaðila er háttað.Í upphafi tíunda áratugarins kom upp eldur í ferjunni Scandinavian star sem olli því að á annað hundrað manns létu lífið í bruna úti á rúmsjó. Eftir það slys settu Norðurlandaþjóðirnar upp viðbragðshópa og formgerðu samstarf sín á milli. Aðrar Evrópuþjóðir hafa gert slíkt hið sama. Íslendingar hafa jafnframt skrifað undir samkomulag þess efnis að setja saman viðbragðshópa og formgera samstarf um eldsvoða á rúmsjó. Jón Viðar segir hins vegar það samstarf ekki vera til á pappírunum. „Gert var samkomulag um þessa hluti árið 2009 eða fyrir um áratug síðan. Hins vegar hafa björgunaraðgerðir af þessu tagi ekki verið gerðar formlegar milli ríkis og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins,“ segir Jón Viðar. „Við höfum talað við Landhelgisgæsluna um að samningur yrði gerður um þessi málefni. Hér er um hættuleg verkefni að ræða og við myndum því senda menn í slík verkefni án þess að samningur liggi fyrir. Það verður að segjast að er nokkuð slæm staða að vera í.“ Umferð stórra skipa hefur aukist síðustu ár í íslenskri landhelgi og á yfirráðasvæði Íslendinga. Því er að mati slökkviliðsins mikilvægt að setja niður samning sem þennan. Ef eldur kæmi upp í stóru skemmtiferðaskipi við Íslandsstrendur er ljóst að mikil áhætta gæti skapast á skömmum tíma. Ferðamönnum sem koma hingað til lands á skemmtiferðaskipum hefur að sama skapi fjölgað mikið og hefur skipakomum sem þessum fjölgað í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri svo dæmi séu tekin. Jón Viðar bendir á að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sé ekki að biðja um aukið fé heldur aðeins að mannskapurinn fái til þess þjálfun sem svo sérhæfð slökkvistörf þarfnist.
Sjávarútvegur Slökkvilið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Sjá meira