Heiðveig María býður fram til stjórnar Sjómannafélagsins Sylvía Hall skrifar 30. maí 2019 09:57 Heiðveig María stefndi Sjómannafélaginu fyrir félagsdómi og í febrúar var félagið dæmt til þess að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur. visir/vilhelm Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands en kosningar fara fram dagana 5. til 19. júní. Heiðveigu var vikið úr Sjómannafélaginu í lok október á síðasta ári og var framboð hennar til síðustu stjórnarkosninga metið ólögmætt. Heiðveig fékk stuðning frá formönnum stéttarfélaganna eftir brottreksturinn sem kölluðu eftir því að hún fengi aftur inngöngu í félagið. Heiðveig stefndi félaginu fyrir félagsdómi og var það dæmt til að greiða Heiðveigu eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að meðferð framboðs hennar og sagði Heiðveig sigurinn vera „fullan sigur“ á sínum tíma. Þá gaf dómur Félagsdóms til kynna að óheimilt væri að setja þau skilyrði að þeir einir mættu bjóða sig fram sem greitt hafi til félagsins í þrjú ár en rúmlega viku eftir að dómur féll í félagsdómi var Heiðveigu boðið að koma aftur í félagið. Áður hafði Jónas Garðarsson, fyrrverandi formaður, hætt sem formaður en hann sagði ástæðuna vera til þess að rýma fyrir nýrri stjórn til að ná aftur samstöðu innan félagsins. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í desember sagði hann þá vinnu þola enga bið. Í apríl var svo tilkynnt um nýjar kosningar í Sjómannafélaginu en Bergur Þorkelsson, gjaldkeri SÍ, var sjálfkjörinn formaður eftir að Jónas hætti sem formaður. Í samtali við Vísi í apríl sagðist Heiðveig vera að melta yfirlýsingu félagsins og hafði ekki tekið ákvörðun um framboð. Hér að neðan má sjá framboðstilkynningu Heiðveigar sem og lista hennar til stjórnar félagsins. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kosið á ný í Sjómannafélaginu Heiðveig María skoðar stöðu sína og gerir ráð fyrir því að hún muni gefa kost á sér aftur. 5. apríl 2019 16:18 Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands en kosningar fara fram dagana 5. til 19. júní. Heiðveigu var vikið úr Sjómannafélaginu í lok október á síðasta ári og var framboð hennar til síðustu stjórnarkosninga metið ólögmætt. Heiðveig fékk stuðning frá formönnum stéttarfélaganna eftir brottreksturinn sem kölluðu eftir því að hún fengi aftur inngöngu í félagið. Heiðveig stefndi félaginu fyrir félagsdómi og var það dæmt til að greiða Heiðveigu eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að meðferð framboðs hennar og sagði Heiðveig sigurinn vera „fullan sigur“ á sínum tíma. Þá gaf dómur Félagsdóms til kynna að óheimilt væri að setja þau skilyrði að þeir einir mættu bjóða sig fram sem greitt hafi til félagsins í þrjú ár en rúmlega viku eftir að dómur féll í félagsdómi var Heiðveigu boðið að koma aftur í félagið. Áður hafði Jónas Garðarsson, fyrrverandi formaður, hætt sem formaður en hann sagði ástæðuna vera til þess að rýma fyrir nýrri stjórn til að ná aftur samstöðu innan félagsins. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í desember sagði hann þá vinnu þola enga bið. Í apríl var svo tilkynnt um nýjar kosningar í Sjómannafélaginu en Bergur Þorkelsson, gjaldkeri SÍ, var sjálfkjörinn formaður eftir að Jónas hætti sem formaður. Í samtali við Vísi í apríl sagðist Heiðveig vera að melta yfirlýsingu félagsins og hafði ekki tekið ákvörðun um framboð. Hér að neðan má sjá framboðstilkynningu Heiðveigar sem og lista hennar til stjórnar félagsins.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kosið á ný í Sjómannafélaginu Heiðveig María skoðar stöðu sína og gerir ráð fyrir því að hún muni gefa kost á sér aftur. 5. apríl 2019 16:18 Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Sjá meira
Kosið á ný í Sjómannafélaginu Heiðveig María skoðar stöðu sína og gerir ráð fyrir því að hún muni gefa kost á sér aftur. 5. apríl 2019 16:18
Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53
Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00
Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43