Einar Hannesson látinn Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2019 13:59 Einar Hannesson, lögmaður. Stjórnarráðið Einar Hannesson lögmaður lést á líknardeild Landspítalans í gærkvöldi. Einar var 48 ára gamall þegar hann lést en hann var um tíma aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra. Bróðir Einars, Grétar Hannesson, greinir frá andlátinu á Facebook en Einar greindist með krabbamein sumarið 2013. Tæpu ári síðar fékk hann þær fregnir frá læknum að það væri ólæknandi. Grétar segir bróður sinn ekki hafa látið krabbameinið stöðva sig því hann sigldi um heimsins höf, stundum einsamall og stundum með vinum, reisti sumarhús nánast einn síns liðs, kom að fyrirtækjarekstri, starfaði við lögmennsku og tók að sér mikilvæg störf sem aðstoðarmaður ráðherra. Einar fæddist 16. janúar árið 1971 í Reykjavík. Hann lauk embættisprófi í lögfræði árið 1998 og öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2000 en hann er einnig löggiltur fasteignasali. Þá aflaði hann sér framhaldsmenntunar í hagfræði og reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar við Harvard háskóla árið 2003 og í enskum sjó- og viðskiptarétti við Lloyd´s Maritime Academy 2008 og við London Metropolitan University 2011-2013 með sérstakri áherslu á enskan sjótryggingarétt og siglingar á heimskautaslóðum. Á meðan Einar stundaði laganám var hann við námsvist í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og sat í stjórn Heimdallar árin 1998-1999. Einar starfaði sem lögfræðingur í samgönguráðuneytinu árin 1998-2002 og hafði umsjón með fjarskiptamálum og stefnumótun. Árið 2002 hóf hann störf sem erindreki Íslands gagnvart Evrópusambandinu á sviði fjarskipta-, samgöngu- og ferðamála. Á árunum 2003-2010 var Einar lögfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA þar sem hann hafði umsjón með innleiðingareftirliti EES löggjafar á sviði fjarskipta-, póst-, sjónvarps- og upplýsingasamfélagsþjónustu, samgangna og almannavarna auk tilskipunar um rafræn viðskipti í Noregi, Íslandi og Liechtenstein. Ábyrgð hans færðist yfir á svið samgöngulöggjafar að undanskildum flugmálum í þessum löndum árið 2005 auk almannavarna. Árin 2010-2013 sigldi Einar á skútu yfir Atlantshafið og kannaði á þeim leiðangri tengsl laga og stjórnmálaákvarðana á lífsgæði auk þess að nema enskan sjórétt. Í febrúar árið 2018 var hann ráðinn sem aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen. Andlát Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Einar Hannesson lögmaður lést á líknardeild Landspítalans í gærkvöldi. Einar var 48 ára gamall þegar hann lést en hann var um tíma aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra. Bróðir Einars, Grétar Hannesson, greinir frá andlátinu á Facebook en Einar greindist með krabbamein sumarið 2013. Tæpu ári síðar fékk hann þær fregnir frá læknum að það væri ólæknandi. Grétar segir bróður sinn ekki hafa látið krabbameinið stöðva sig því hann sigldi um heimsins höf, stundum einsamall og stundum með vinum, reisti sumarhús nánast einn síns liðs, kom að fyrirtækjarekstri, starfaði við lögmennsku og tók að sér mikilvæg störf sem aðstoðarmaður ráðherra. Einar fæddist 16. janúar árið 1971 í Reykjavík. Hann lauk embættisprófi í lögfræði árið 1998 og öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2000 en hann er einnig löggiltur fasteignasali. Þá aflaði hann sér framhaldsmenntunar í hagfræði og reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar við Harvard háskóla árið 2003 og í enskum sjó- og viðskiptarétti við Lloyd´s Maritime Academy 2008 og við London Metropolitan University 2011-2013 með sérstakri áherslu á enskan sjótryggingarétt og siglingar á heimskautaslóðum. Á meðan Einar stundaði laganám var hann við námsvist í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og sat í stjórn Heimdallar árin 1998-1999. Einar starfaði sem lögfræðingur í samgönguráðuneytinu árin 1998-2002 og hafði umsjón með fjarskiptamálum og stefnumótun. Árið 2002 hóf hann störf sem erindreki Íslands gagnvart Evrópusambandinu á sviði fjarskipta-, samgöngu- og ferðamála. Á árunum 2003-2010 var Einar lögfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA þar sem hann hafði umsjón með innleiðingareftirliti EES löggjafar á sviði fjarskipta-, póst-, sjónvarps- og upplýsingasamfélagsþjónustu, samgangna og almannavarna auk tilskipunar um rafræn viðskipti í Noregi, Íslandi og Liechtenstein. Ábyrgð hans færðist yfir á svið samgöngulöggjafar að undanskildum flugmálum í þessum löndum árið 2005 auk almannavarna. Árin 2010-2013 sigldi Einar á skútu yfir Atlantshafið og kannaði á þeim leiðangri tengsl laga og stjórnmálaákvarðana á lífsgæði auk þess að nema enskan sjórétt. Í febrúar árið 2018 var hann ráðinn sem aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen.
Andlát Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira