Heimakonur í franska landsliðinu unnu öruggan sigur á Suður-Kóreu í opnunarleik HM kvenna í fótbolta.
Frakkar voru með yfirburði strax frá upphafi. Eugenie Le Sommer kom þeim frönsku yfir strax á níundu mínútu leiksins. Griedge Mbock Bathy virtist hafa tvöfaldað forystuna stuttu seinna en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir yfirferð myndbandsdómarans.
Það kom hins vegar ekki að sök því Wendie Renard skoraði tvisvar áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Síðasti naglinn í kistuna kom svo á 84. mínútu þegar Amandine Henry skoraði glæsimark og Frakkar fóru með 4-0 sigur.
Öruggt hjá Frökkum í opnunarleiknum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Guðmundur rekinn frá Fredericia
Handbolti

Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær
Enski boltinn

„Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“
Íslenski boltinn

Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt
Íslenski boltinn

Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“
Enski boltinn
