Segir menntakerfið skorta svigrúm til launahækkana Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2019 19:30 Yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD segir að veita þurfi kennurum meira svigrúm til að vinna með ólíkar kennsluaðferðir. Að hans mati eru grunnlaun kennara hér á landi ekki slæm en þó vanti möguleikann á að vinna sig upp í launum. Í morgun fór fram fundur Samtaka atvinnulífsins og Háskóla Íslands um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD. Hann segir íslenskt menntakerfi á góðum stað en þó skorti hraða í framþróun og forgangsröðun fjármagns. Nemendur séu almennt ánægðir í námi á Íslandi en þó þurfi að leggja áherslu á hvern og einn nemanda. „Kerfið einbeitir sér mjög að því að koma öllum á sama stað hvað menntun varðar en það hefur misst dálítið sjónar á nemendum með sérstaka hæfileika og getu. Ég held að þetta séu svið sem mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á,“ sagði Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.Andreas segir kerfið hafa misst sjónar á nemendum með sérstaka hæfileika og getu.vísir/vilhelmStyrkja þurfi starfsumhverfi kennara og veita þeim meira frelsi til að kenna á ólíka vegu og vinna að nýjum kennsluaðferðum. „Að skaffa kennurum aðlaðandi vinnustað, ekki bara fjárhagslega aðlaðandi heldur vitsmunalega aðlaðandi, gefa kennurum rými til að vera skapandi hönnuðir frumlegs námsumhverfis, aðþeir hafi nægan tíma til að vinna með öðrum kennurum, aðþví að móta góða kennsluhætti og þróa nýjar aðferðir,“ sagði Andreas. Einnig þurfi að vera möguleiki fyrir kennara til að vinna sig upp í launum. „Til dæmis eru byrjunarlaun kennara á Íslandi ekki svo slæm en eina leiðin til að fá aðeins meiri peninga er að eldast. Kerfið viðurkennir ekki sérstaka viðleitni, sérstaka hæfileika. Þetta er það sem vantar í menningunni hérna,“ sagði Andreas. Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þrjátíu prósent aukning á umsóknum í kennaranám 7. júní 2019 12:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD segir að veita þurfi kennurum meira svigrúm til að vinna með ólíkar kennsluaðferðir. Að hans mati eru grunnlaun kennara hér á landi ekki slæm en þó vanti möguleikann á að vinna sig upp í launum. Í morgun fór fram fundur Samtaka atvinnulífsins og Háskóla Íslands um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD. Hann segir íslenskt menntakerfi á góðum stað en þó skorti hraða í framþróun og forgangsröðun fjármagns. Nemendur séu almennt ánægðir í námi á Íslandi en þó þurfi að leggja áherslu á hvern og einn nemanda. „Kerfið einbeitir sér mjög að því að koma öllum á sama stað hvað menntun varðar en það hefur misst dálítið sjónar á nemendum með sérstaka hæfileika og getu. Ég held að þetta séu svið sem mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á,“ sagði Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.Andreas segir kerfið hafa misst sjónar á nemendum með sérstaka hæfileika og getu.vísir/vilhelmStyrkja þurfi starfsumhverfi kennara og veita þeim meira frelsi til að kenna á ólíka vegu og vinna að nýjum kennsluaðferðum. „Að skaffa kennurum aðlaðandi vinnustað, ekki bara fjárhagslega aðlaðandi heldur vitsmunalega aðlaðandi, gefa kennurum rými til að vera skapandi hönnuðir frumlegs námsumhverfis, aðþeir hafi nægan tíma til að vinna með öðrum kennurum, aðþví að móta góða kennsluhætti og þróa nýjar aðferðir,“ sagði Andreas. Einnig þurfi að vera möguleiki fyrir kennara til að vinna sig upp í launum. „Til dæmis eru byrjunarlaun kennara á Íslandi ekki svo slæm en eina leiðin til að fá aðeins meiri peninga er að eldast. Kerfið viðurkennir ekki sérstaka viðleitni, sérstaka hæfileika. Þetta er það sem vantar í menningunni hérna,“ sagði Andreas.
Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þrjátíu prósent aukning á umsóknum í kennaranám 7. júní 2019 12:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira