Kappinn heitir Mark Stevens og á lítinn hlut í félaginu. Hann fékk líka sekt upp á 62 milljónir króna. Golden State harmaði líka þessa hegðun og hefur ekkert út á bannið að setja.
Kyle Lowry was shaking his head after a courtside fan pushed him when he fell into the crowd. pic.twitter.com/5SwQv3hdnN
— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 6, 2019
„Þessi gæi er ekki góð auglýsing fyrir eigendahópinn. Hann á ekki að vera hluti af deildinni. Við höfum ekkert við svona kóna að gera. Menn sem haga sér svona. Ég ætla ekki að ljúga en ég var brjálaður út í hann,“ sagði Lowry.
Stevens hefur þegar beðist afsökunar á hegðun sinni og sættir sig við þá refsingu sem hann fékk.